1943
ár
(Endurbeint frá Júlí 1943)
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1943 (MCMXLIII í rómverskum tölum)
Á Íslandi
breyta- 17. febrúar - Þormóðsslysið, 31 fórst í sjóslysi út af Garðskaga.
- 23. mars - Keflavíkurflugvöllur var opnaður af bandaríkjaher.
- 29. ágúst - Sundhöll Hafnarfjarðar opnaði.
- 11. nóvember - Leigubílastöðin Hreyfill hóf starfsemi.
- Einarsgarður, almenningsgarður á mótum Barónstígs og Laufásvegar, opnaði í Reykjavík.
- Listamannaskálinn var reistur af Félagi myndlistarmanna í Kirkjustræti.
- Alaskaösp var fengin til Íslands frá Alaska að frumkvæði Hákons Bjarnasonar, skógræktarstjóra
- Lestrarbókin Litla gula hænan kom út.
- Félag byltingarsinnaðra rithöfunda var lagt niður.
- Prentsmiðjan Oddi var stofnuð.
Fædd
- 21. janúar - Arnar Jónsson, leikari.
- 14. maí - Ólafur Ragnar Grímsson, 5. forseti Íslands
- 18. október - Friðrik Sophusson, forstjóri, alþingismaður og ráðherra
- 5. nóvember - Þorgerður Ingólfsdóttir, kórstjóri.
- 17. mars - Kristján Loftsson, íslenskur athafnamaður og eigandi Hvals hf.
- 19. ágúst - Þór Whitehead, sagnfræðingur
- 25. maí - Markús Örn Antonsson, fréttamaður og stjórnmálamaður
- 26. desember - Jón Bjarnason (þingmaður), þingmaður
Dáin
- 6. maí - Kristín Vídalín Jacobson, myndlistarkona og fyrsti formaður Kvenfélagsins Hringsins.
- 1. nóvember - Tryggvi Magnússon, íþróttamaður.
Erlendis
breyta- 1. janúar - Orrustan um Stalíngrad: Sovétmenn tilkynntu að þeir hefðu umkringt 22 þýskar herdeildir, drepið 175.000 og hertekið 138.000.
- 14. janúar - 24. janúar: Casablanca-ráðstefnan. Franklin D. Roosevelt, bandaríkjaforseti, Winston Churchill, forsætisráðherra Bretlands og frönsku hershöfðingjarnir Charles de Gaulle og Henri Giraud lögðu á ráðin um næstu skref í heimsstyrjöldinni.
- 23. janúar - Breski herinn náði yfirráðum yfir Tripólí í Líbíu af Ítölum.
- 2. febrúar - Seinni heimsstyrjöldin: Bardaganum um Stalíngrad líkur með tapi nasista.
- Apríl - Litli prinsinn, ein mest þýdda og elsta bók heims, kom út.
- 13. maí - Þýskar og ítalskar hersveitir gáfust upp í Norður-Afríku.
- 16. maí - Uppreisnin í Varsjárgettóinu lauk. Íbúar voru fluttir í útrýmingarbúðir.
- 24. maí - Karl Dönitz, aðmíráll nasista, skipaði kafbátum að yfirgefa Atlantshaf en þeir höfðu orðið fyrir miklum árásum.
- 30. maí -
- Bandaríkjamenn hröktu Japani af Attu-eyju í Aljútaeyjum, Alaska.
- Josef Mengele, alræmdur læknir nasista hóf störf í Auschwitz.
- 10. júlí - Bandamenn réðust til atlögu á Sikiley.
- 24. júlí - Loftárásir hófust á Hamburg.
- 25. júlí - Benito Mussolini var handtekinn af eigin samverkamönnum. Ítalski fasistaflokkurinn var leystur upp í kjölfarið.
- 21. september - 26. september: Þjóðverjar tóku 5.000 ítalska uppgjafarhermenn af lífi á grísku eyjunni Kefalóníu.
- 13. október - Ný stjórnvöld á Ítalíu lýstu yfir stríði á hendur Þjóðverjum.
- 6. nóvember -
- Í tímaritinu Genetics birtist grein eftir Salvador Luria og Max Delbrück þar sem þeir greina frá tilraun sinni og sýna fram á að stökkbreytingar eru slembiháðar, en koma ekki til vegna aðlögunar.
- Sovétmenn frelsuðu Kíev.
- 18. nóvember - Breski flugherinn hóf loftárásir á Berlín.
- 22. nóvember - Líbanon hlaut sjálfstæði frá Frakklandi.
- 28. nóvember - Jósef Stalín og Winston Churchill hittust í Teheran til að ræða stríðáætlanir í Evrópu.
- Hungursneyðin í Bengal: Þrjár milljónir létust úr hungri í Bangladesh og Vestur-Bengal.
- Thule-herstöðin á Grænlandi hóf starfsemi.
- IKEA var stofnað.
- British Antarctic Survey var stofnað.
- Alþjóðasamtök kommúnista voru lögð niður.
Fædd
- 19. janúar - Janis Joplin, bandarísk söngkona.
- 25. febrúar - George Harrison, meðlimur Bítlanna.
- 21. mars - Jean-Claude Fournier, franskur teiknimyndasagnahöfundur.
- 29. mars - Vangelis, grískt tónskáld.
- 5. maí - Michael Palin, meðlimur Monty Python.
- 22. maí - Betty Williams, norðurírskur friðarsinni.
- 15. júní - Poul Nyrup Rasmussen, danskur stjórnmálamaður
- 26. júlí - Mick Jagger, söngvari.
- 6. september - Roger Waters, enskur tónlistarmaður.
- 29. september - Lech Wałęsa, pólskur stjórnmálaleiðtogi.
- 7. nóvember - Joni Mitchell, kanadísk söngkona.
- 5. desember - Eva Joly, norsk-franskur rannsóknardómari.
- 8. desember - Jim Morrison, bandarískur söngvari.
- 18. desember - Keith Richards, enskur gítarleikari (The Rolling Stones).
- 24. desember - Tarja Halonen, forseti Finnlands.
Dáin
- 7. janúar - Nikola Tesla, serb-bandarískur uppfinningamaður
- 22. febrúar - Sophie Scholl, þýsk andspyrnukona.
- 12. mars - Gustav Vigeland, norskur myndhöggvari.
- 28. mars - Sergej Rakhmanínov, rússneskt tónskáld og píanóleikari
- 21. ágúst - Henrik Pontoppidan, danskur rithöfundur og nóbelsverðlaunahafi (f. 1857).
- 23. september - Ernst Trygger, forsætisráðherra Svíþjóðar.
- 6. október - Ignaz Trebitsch-Lincoln, ungverskur njósnari, trúarleiðtogi og svikahrappur (f. 1879).
- 9. október - Pieter Zeeman, hollenskur eðlisfræðingur og nóbelsverðlaunahafi (f. 1865).
- Eðlisfræði - Otto Stern
- Efnafræði - George de Hevesy
- Læknisfræði - Henrik Carl Peter Dam, Edward Adelbert Doisy
- Bókmenntir - Voru ekki veitt þetta árið
- Friðarverðlaun - Voru ekki veitt þetta árið