The Rolling Stones

Ensk hljómsveit

The Rolling Stones er ensk hljómsveit sem braust til frægðar og frama á sjöunda áratug tuttugustu aldarinnar. Líkt og með margar breskar rokksveitir voru Stones undir áhrifum margskonar tónlistarstefna, einkum rafmagnaðs blús frá Bandaríkjunum og snemmborins rokks. Um miðjan sjöunda áratuginn höfðu Stones náð sínum tón, gítargrunni, sem var fyrirmynd þungs rokks.[heimild vantar] Stones höfðu áhrif á ímynd uppreisnagjarnra ungmenna, sem hjálpaði þeim að ná þeim vinsældum sem þeir njóta og að hafa þau áhrif sem hljómsveitin hefur haft. Rolling Stones hafa selt yfir 200 milljónir platna um víða veröld. Nafnið „Rollin' Stones“ var fyrst notað 12. júlí 1962, þegar þeir hlupu í skarðið fyrir Blues Incorporated á Marquee Club.

The Rolling Stones
The Rolling Stones í Milwaukee árið 2015. Frá vinstri til hægri: Charlie Watts, Ronnie Wood, Mick Jagger, og Keith Richards.
The Rolling Stones í Milwaukee árið 2015. Frá vinstri til hægri: Charlie Watts, Ronnie Wood, Mick Jagger, og Keith Richards.
Upplýsingar
UppruniLondon, England
Ár1962–í dag
Stefnur
Útgefandi
Meðlimir
Fyrri meðlimir
Vefsíðarollingstones.com
The Rolling Stones 1965: Brian Jones, Charlie Watts, Mick Jagger, Keith Richards, Bill Wyman

Saga breyta

Upphaf breyta

Ian Stewart fæddist árið 1938. Hann kemur til sögunnar þegar hann brást við auglýsingu, í tímaritinu Jazz News, frá Brian Jones. Brian Jones fæddist í Cheltenham, í miðjustéttarfjölskyldu. Hann varð afar fær hljóðfæraleikari. Hann spilaði á munnhörpu, orgel, tréspil, sítar, bjöllur, saxafón, sembal en skaraði mest framúr í gítarspili. Þeir urðu góðir vinir, og spiluðu báðir djass tónlist. Mick Jagger fæddist 26. júlí 1943 af miðjustéttarfjölskyldu og var skírður Michael Phillip Jagger. Mick Jagger og Keith Richards gengu í sama grunnskóla og kynntust þar. Mick flutti síðan burt og misstu þeir samband hvor við annan. Eftir það fór Mick í London School of Economics, en sagði þar fljótlega skilið við námið til að gerast tónlistarmaður. Sagan segir að Mick Jagger hafi hitt Keith Richards á brautarstöð í Dartford á Englandi. Könnuðust þeir hvor við annan, og höfðu þeir báðir áhuga á því að stofna hljómsveit. Þeir hófu síðan samstarf og stofnuðu hljómsveitina Little Boy Blue and the Blue Toys.

Stuttu eftir stofnun Little Boy Blue hittu þeir Brian Jones, en hann gerðist gítarleikarinn í hljómsveitinni. Mick og Keith höfðu áður komið fram með ýmsum hljómsveitum en nú gerðist Mick söngvari hljómsveitarinnar. Það varð síðan Brian Jones sem stakk upp á nafninu The Rolling Stones í höfuðið á lagi eftir Muddy Waters „Rollin Stone Blues“.

Árið 1965 gáfu þeir út lagið „(I Can't Get No) Satisfaction“ og urðu þá aðal þáttakendur bresku innrásarinnar til vesturheims. Eftir miklar vinsældir bauð Brian Jones, Ian að ganga til liðs við hljómsveitina. Hann þáði það boð og gerðist píanóleikarinn. Seinna slógust í hópinn trommari að nafni Charlie Watts og bassaleikari að nafni Bill Wyman.

Þeir komu í fyrsta skipti fram í bresku sjónvarpi í tónlistarþættinum Thank Your Lucky Stars árið 1963 þar sem upptökustjórinn ráðlagði Andrew að losa sig við þennan munnstóra og ljóta söngvara þ.e. Mick Jagger, en ekkert varð úr því. Þann 16. apríl sama ár var fyrsta plata The Rolling Stones gefin út í Englandi, einfaldlega kölluð The Rolling Stones. Hún fer beint í 1. sæti breska listans, en strax eftir ógnarvinsældirnar byrjaði að síga á ógæfuhliðina. Þann 10. maí sama ár eru Mick og Keith ákærðir fyrir að hafa verið með eiturlyf á sér. Sama dag er ráðist inn í íbúð Brian Jones og er hann tekinn fastur og ákærður fyrir eign á ólöglegu fíkniefni. Seinna þetta ár er Mick Jagger dæmdur sekur fyrir eign á ólöglegum efnum, hann settur í fangelsi yfir nótt og var úrskurðað að hann fengi þriggja mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm og 300 punda sekt. Keith var dæmdur í 1 ár fangelsi og sektaður um 500 pund fyrir að eiga fíkniefni. 30. júní sama ár eru þeir lausir úr fangelsi eftir að trygging hafði verið greidd upp á 7000 pund fyrir þá.

1966–1969 breyta

Mikið vatn var nú runnið til sjávar. Seinustu tvö árin höfðu ekki verið hljómsveitarmeðlimum góð, en hljómsveitin naut samt mikilla vinsælda. Þeir seldu mikið af plötum og urðu þekktir um allan heim. Árið 1966 ákváðu Rolling Stones að reyna að svara vinsældum Bítlanna með því að gera þéttari plötur. Fyrsta tilraunin var platan Aftermath. Brian Jones hafði meðal annars mikil áhrif á stíl plötunnar. Hann hlustaði á fjölbreytta tónlist og niðurstaðan var fjölbreyttur diskur. Hann hélt áfram að hafa þessi sömu áhrif á hljómsveitina, og árið 1967 gáfu þeir út plötuna Between the Buttons. Sú plata var með miklum popp-áhrifum. Það komu upp ýmsar deilur í kringum plötuna, meðal annars var þeim iðulega bannað að koma fram án þess að breyta einhverjum textanum o.s.frv.

Mick og Keith voru báðir handteknir fyrir að vera með eiturlyf í fórum sínum í febrúar 1967, þremur mánuðum seinna var Jones handtekinn fyrir sömu sakir. Þeir fengu allir fangelsisdóm. Árið 1968 var gamli umboðsmaðurinn orðin þreyttur á strákunum og skiptu því Rolling Stones um umboðsmann. Maðurinn gekk undir nafninu Allen Klein og honum tókst að hafa mikil áhrif á hljómsveitina. Hann fékk þá til að færa sig frá poppinu sem þeir voru að ýtast út í, og yfir í rokkið og rólið.

Fyrsta platan sem þeir gáfu út með þessum umboðsmanni var smáskífan og smellurinn „Jumpin' Jack Flash“ sem fór beint á toppinn í Bandaríkjunum. Í framhaldinu kom platan Beggars Banquet sem var gefin út um haustið 1968. Til stóð að platan yrði gefin fyrr út en hún hafði verið geymd hjá útgefendum, vegna þess að þeim líkaði ekki við myndefnið á plötunni. Plata þessi var öðruvísi en þær plötur sem Rolling Stones voru vanir að gera, og einkenndist af blúsrokki. Á meðan á upptöku plötunnar stóð var Brian Jones illa haldinn en hann sökk meir og meir í eiturlyfjafíkn. Mikill ágreiningur var milli hans og Mick og Keith. Því hætti hann í sveitinni 3. júlí 1969. Minna en mánuði seinna fannst hann látinn í sundlauginni sinni. Dómari í málinu úrskurðaði að þetta hafi verið dauði vegna óhapps, en fjöldi orðróma ríkti um dauða hans mörg ár á eftir.

Eftir dauða hans réðu Rolling Stones Mick Taylor í hans stað. Hann hafði áður verið gítarleikari hljómsveitarinnar Bluesbreakers. Næsta plata þeirra bar heitið Let It Bleed. Hún kom út í desember 1969. Í framhaldi af plötunni fóru þeir á sitt fyrsta tónleikaferðalag sem stóð yfir í þrjú ár sem þeir fengu góða dóma fyrir. Hinsvegar fóru tónleikar þeirra í Altamont Speedway úr böndunum. Um var að ræða ókeypis tónleika og sagt er að hljómsveitin Grateful Dead hafi bent Stones á að ráða Hells Angels fyrir öryggisgæslu, og þeir gerðu það. Sú ákvörðun átti þó eftir að hafa alvarlegar afleiðingar. Sýningin var ekki nógu vel skipulögð og áður en langt leið á sýninguna, var ungur maður að nafni Meredith Hunter drepinn af öryggisverði. Þetta hafði í för með sér heiftarleg áhrif á fjölmiðla sem endaði með því að þeir drógu sig í hlé frá tónleikahöldum. Þeir gáfu út lagið „Sympathy for the Devil“ í framhaldi af þessu.

1970–1981 breyta

Eftir hléið, gaf hljómsveitin út plötuna Get Yer Ya-Ya's Out!. Þetta reyndist vera seinasta plata þeirra fyrir útgáfufyrirtækið Decca í London. Eftir þetta stofnaði hljómsveitin sitt eigið útgáfufyrirtæki, Rolling Stones Records, sem varð dótturfyrirtæki Atlantic Records. Árið 1971 gáfu Rolling Stones út plötuna Sticky Fingers og hafði Keith þar umfangsmikil áhrif á tónlistarsmíð hljómsveitarinnar. Seinna sama ár fóru þeir til Frakklands. Sagt er að þeir hafi farið þangað til að flýja skattheimtumenn ásamt öðru. Þar tóku þeir upp tvöfalda plötu sem fékk nafnið Exile on Main St. og var hún gefin út í maí 1972.

Í framhaldi af þessari plötu fór hljómsveitin að liðast í tvennt. Þeir gáfu út plötuna Goats Head Soup árið 1973 og svo It's Only Rock 'n Roll árið 1974. Báðar plöturnar lentu efst á topp sölulistum, en þóttu hvorugar sérlega góðar. Mick Taylor gítarleikari hljómsveitarinnar hætti í hljómsveitinni eftir að It's Only Rock 'n Roll var gefin út. Eftir það höfðu þeir áheyrnarprufur í von um að finna nýjan gítarleikara. Jeff Beck var meðal þeirra sem reyndi fyrir sér, en var þó ekki valinn. Gítarleikari, sem hafði meðal annars spilað fyrir Rod Stewart að nafni Ron Wood var fengin til liðs við hljómsveitina, en það var ekki fyrr en tveimur árum seinna eða 1976.

Á þessum tíma voru allir meðlimir hljómsveitarinnar með ýmis að vinna með öðrum tónlistarmönnum, og voru bæði bassaleikarinn Bill og gítarleikarinn Ron voru að gefa út sólóplötur. Keith var handtekinn í Kanada árið 1977 fyrir að vera með heróín í fórum sínum. Hann fékk skilorðsbundin dóm og fór í meðferð. Mörgum grunaði að hljómsveitin væri nú að leggja upp laupanna, en 1978 komu þeir þó saman til að taka upp plötuna Some Girls sem var þeirra svar við pönkinu. Ímynd hljómsveitarinnar rokkaði mikið, varð mjög góð eftir Some Girls en svo gáfu þeir út Emotional Rescue þá versnaði ímyndin aftur. Platan var gefin út árið 1980, og eins og flestar aðrar Rolling Stones plötur lenti hún efst á topplistum, en fékk þó „volga dóma“. Árið 1981 gáfu þeir svo út plötuna Tattoo You sem fékk mun betri dóma en fyrri platan. Þessi plata var sú seinasta þar sem Rolling Stones bókstaflega drottnuðu á topplistum, tónleikasölum og útvarpstöðvum í kringum útgáfur.

Síðan 1981 breyta

Hljómsveitarmeðlimirnir voru ekki sammála hvað gera skyldi. Mick vildi að hljómsveitin fetaði í fótspor annara hljómsveita sem voru vinsælar á þeim tíma, en Keith vildi að þeir héldu sig trúfasta við aðdáendurnar og rokkið. Í framhaldi af þessu kom út plata árið 1983 sem bar titilinn Undercover. Hún fékk slæma dóma og seldist ekki vel. Næsta plata þeirra Dirty Work kom út árið 1986 og gekk enn verr. Þeir ákváðu að fara ekki í tónleikaferðalag í framhaldi af seinni plötunni.

Keith sagði skilið við hljómsveitina í bili og bjó til sína eigin sólóplötu. Þessi plata varð til þess að Mick og Keith komu aftur saman seinna þetta sama ár, og gáfu út plötuna Steel Wheels sem fékk ágætis dóma. Tónleikaferðalagið gaf þó plötunni lítið eftir og gaf hagnað upp á 140 milljón dollara. Næst var gefin út platan Flashpoint árið 1991 sem var tónleikaplata frá Steel Wheels tónleikum. Eftir þessa plötu hætti bassaleikarinn Bill Wyman í hljómsveitinni. Þeir leituðu ekki strax að nýjum bassaleikara vegna þess að allir voru að vinna að eigin verkefnum.

Hljómsveitin kom ekki almennilega saman aftur fyrr en 1994 þegar bassaleikarinn Darryl Jones kom til liðs við þá. Hann hafði meðal annars spilað með Sting. Útkoman var mjög góð og gáfu þeir út plötuna Voodoo Lounge sem fékk bestu dóma sem þeir höfðu fengið lengi, og tónleikaferðalagið gekk mjög vel. Platan vann einnig Grammy-verðlaun fyrir bestu rokkplötuna. Árið 1997 gáfu þeir út Bridges to Babylon og fóru í tónleikaferðalag. Árið 1998 fóru þeir í annað tónleikaferðalag, en tóku eftir það fjögurra ára hlé og komu ekki aftur fram fyrr en 2002. Þá gáfu þeir út bestu smellina á plötu. Aftur 2004 gáfu þeir út tónleikaplötu og héldu í tónleikaferðalag í framhaldi af útgáfu plötunnar.

Charlie Watts lést í ágúst 2021, áttræður að aldri. Síðasta framlag hans til sveitarinnar voru tvö lög á plötunni Hackney Diamonds sem kom út 2023.

Meðlimir breyta

Núverandi meðlimir

  • Mick Jagger – söngur og bakrödd, munnharpa, gítar, slagverkshljóðfæri, hljómborð, bassi (1962–í dag)[1][2][3]
  • Keith Richards – gítar, bassi, hljómborð, slagverkshljóðfæri, bak- og aðalrödd (1962–í dag)[1][2]
  • Ronnie Wood – gítar, bassi, bakrödd (1975–í dag)[1][2]

Fyrri meðlimir

Tímalína breyta

Útgefið efni breyta

Breiðskífur breyta

  • The Rolling Stones (1964)[9]
  • England's Newest Hit Makers (1964)
  • 12 X 5 (1964)
  • The Rolling Stones No. 2 (1965)
  • The Rolling Stones, Now! (1965)
  • Out of Our Heads (1965)
  • December's Children (And Everybody's) (1965)
  • Aftermath (1966)
  • Between the Buttons (1967)
  • Their Satanic Majesties Request (1967)
  • Beggars Banquet (1968)
  • Let It Bleed (1969)
  • Sticky Fingers (1971)
  • Exile on Main St. (1972)
  • Goats Head Soup (1973)
  • It's Only Rock 'n Roll (1974)
  • Black and Blue (1976)
  • Some Girls (1978)
  • Emotional Rescue (1980)
  • Tattoo You (1981)
  • Undercover (1983)
  • Dirty Work (1986)
  • Steel Wheels (1989)
  • Voodoo Lounge (1994)
  • Bridges to Babylon (1997)
  • A Bigger Bang (2005)
  • Blue & Lonesome (2016)
  • Hackney Diamonds (2023)

Stuttskífur breyta

  • The Rolling Stones (EP) (janúar 1964)
  • Five by Five (EP) (14. ágúst 1964)
  • Got Live If You Want It! (EP) (11. júní 1965)

Safnplötur breyta

  • Big Hits (High Tide and Green Grass) (1966)
  • Flowers (1967)
  • Through the Past, Darkly (Big Hits Vol. 2) (1969)
  • Stone Age (1971)
  • Gimme Shelter (1971)
  • Hot Rocks 1964–1971 (1971)
  • Milestones (1972)
  • Rock 'n' Rolling Stones (1972)
  • More Hot Rocks (Big Hits & Fazed Cookies) (1972)
  • No Stone Unturned (1973)
  • Metamorphosis (1975)
  • Made in the Shade (1975)
  • Rolled Gold: The Very Best of the Rolling Stones (1975)
  • Get Stoned (30 Greatest Hits) (1977)
  • Time Waits for No One: Anthology 1971–1977 (1979)
  • Solid Rock (1980)
  • Slow Rollers (1981)
  • Sucking in the Seventies (1981)
  • Story of The Stones (1982)
  • Rewind (1971–1984) (1984)
  • Singles Collection: The London Years (1989)
  • Jump Back: The Best of The Rolling Stones (1993)
  • Forty Licks (2002)
  • Rarities 1971–2003 (2005)
  • GRRR! (2012)
  • Honk (2019)

Kvikmyndir breyta

  • Gimme Shelter, heimildarmynd um tónleikaferðalag Rolling Stones 1969
  • The Rolling Stones: Live in Hyde Park, einnig þekkt sem Rolling Stones - The Stones in the Park (1969)
  • Sympathy for the Devil (1968, Jean-Luc Godard)
  • Let's Spend the Night Together (1982, Hal Ashby)
  • 25x5: The Continuing Adventures of the Rolling Stones (1990, Nigel Finch)
  • The Rolling Stones: Live at the Max (1990, Christine Strand, Julien Temple)
  • The Rolling Stones: Rock and Roll Circus (1968, Michael Lindsay-Hogg)
  • The Rolling Stones: Voodoo Lounge (1994)
  • Four Flicks

Tónleikaferðalög breyta

Ár Heiti Dagsetningar Plötur Heimsálfur Sýningar
1963 British Tour 1963 29. september 1963 – 3. nóvember 1963 Evrópa 60
1964 1st British Tour 1964 6. janúar 1964 – 27. janúar 1964 Evrópa 28
2nd British Tour 1964 8. febrúar 1964 – 7. mars 1964 Evrópa 58
1st American Tour 1964 5. júní 1964 – 20. júní 1964 The Rolling Stones Norður-Ameríka 11
3rd British Tour 1964 1. ágúst 1964 – 22. ágúst 1964 Evrópa 11
4th British Tour 1964 5. september 1964 – 11. október 1964 Evrópa 64
2nd American Tour 1964 24. október 1964 – 11. nóvember 1964 12 X 5 Norður-Ameríka 11
1965 Irish Tour 1965 6. janúar 1965 – 8. janúar 1965 The Rolling Stones No. 2 Evrópa 6
Far East Tour 1965 22. janúar 1965 – 16. febrúar 1965 Eyjaálfa
Asía
36
1st British Tour 1965 5. mars 1965 – 18. mars 1965 Evrópa 28
1st European Tour 1965 26. mars 1965 – 2. apríl 1965 Evrópa 11
2nd European Tour 1965 16. apríl 1965 – 18. apríl 1965 Evrópa 3
1st American Tour 1965 23. apríl 1965 – 29. maí 1965 The Rolling Stones, Now! Norður-Ameríka 22
3rd European Tour 1965 15. júní 1965 – 29. júní 1965 Evrópa 15
2nd Irish Tour 1965 3. september 1965 – 4. september 1965 Evrópa 2
4th European Tour 1965 11. september 1965 – 17. september 1965 Evrópa 11
2nd British Tour 1965 24. september 1965 – 17. október 1965 Evrópa 48
2nd American Tour 1965 29. október 1965 – 5. desember 1965 Out of Our Heads Evrópa 41
1966 Australasian Tour 1966 18. febrúar 1966 – 1. mars 1966 Eyjaálfa 18
European Tour 1966 26. mars 1966 – 5. apríl 1966 Evrópa 12
American Tour 1966 24. júní 1966 – 28. júlí 1966 Aftermath Norður-Ameríka 32
British Tour 1966 23. september 1966 – 9. október 1966 Evrópa 23
1967 European Tour 1967 25. mars 1967 – 17. apríl 1967 Between the Buttons Evrópa 27
1969 American Tour 1969 7. nóvember 1969 – 6. desember 1969 Beggars Banquet Norður-Ameríka 24
1970 European Tour 1970 30. ágúst 1970 – 9. október 1970 Let It Bleed Evrópa 23
1971 UK Tour 1971 4. mars 1971 – 26. mars 1971 Evrópa 18
1972 American Tour 1972 3. júní 1972 – 26. júlí 1972 Exile on Main St. Norður-Ameríka 48
1973 Pacific Tour 1973 18. janúar 1973 – 27. febrúar 1973 Norður-Ameríka
Eyjaálfa
14
European Tour 1973 1. september 1973 – 19. október 1973 Goats Head Soup Evrópa 42
1975 Tour of the Americas '75 1. júní 1975 – 8. ágúst 1975 Made in the Shade Norður-Ameríka 46
1976 Tour of Europe '76 28. apríl 1976 – 23. júní 1976 Black and Blue Evrópa 41
1978 US Tour 1978 10. júní 1978 – 26. júlí 1978 Some Girls Norður-Ameríka 25
1981 American Tour 1981 25. september 1981 – 19. desember 1981 Tattoo You Norður-Ameríka 50
1982 European Tour 1982 26. maí 1982 – 25. júlí 1982 Evrópa 36
1989 Steel Wheels/Urban Jungle Tour 31. ágúst 1989 – 25. ágúst 1990 Steel Wheels Norður-Ameríka
Asía
Evrópa
115
1990
1994 Voodoo Lounge Tour 1. ágúst 1994 – 30. ágúst 1995 Voodoo Lounge Norður-Ameríka
Suður-Ameríka
Afríka
Asía
Eyjaálfa
Evrópa
129
1995
1997 Bridges to Babylon Tour 23. september 1997 – 19. september 1998 Bridges to Babylon Norður-Ameríka
Asía
Suður-Ameríka
Evrópa
97
1998
1999 No Security Tour 25. janúar 1999 – 20. júní 1999 No Security Norður-Ameríka
Evrópa
43
2002 Licks Tour 3. september 2002 – 9. nóvember 2003 Forty Licks Norður-Ameríka
Eyjaálfa
Asía
Evrópa
117
2003
2005 A Bigger Bang Tour 21. ágúst 2005 – 26. ágúst 2007 A Bigger Bang Norður-Ameríka
Suður-Ameríka
Asía
Eyjaálfa
Evrópa
147
2006
2007
2012 50 & Counting 25. október 2012 – 13. júlí 2013 GRRR! Evrópa
Norður-Ameríka
30
2013
2014 14 On Fire 21. febrúar 2014 – 22. nóvember 2014 Asía
Evrópa
Eyjaálfa
29
2015 Zip Code 20. maí 2015 – 15. júlí 2015 Sticky Fingers (Deluxe 2015 Edition) Norður-Ameríka 17
2016 América Latina Olé 3. febrúar 2016 – 25. mars 2016 Suður-Ameríka 14
2017 No Filter Tour 9. september 2017 – 23. nóvember 2021 Blue & Lonesome Evrópa
Norður-Ameríka
58
2018
2019
2021
2022 Sixty 1. júní 2022 – 3. ágúst 2022 Evrópa 14

Tilvísanir breyta

  1. 1,0 1,1 1,2 1,3 1,4 1,5 1,6 1,7 1,8 Giles, Jeff (7. maí 2022). „Rolling Stones Lineup Changes: A Complete Guide“. Ultimate Classic Rock. Afrit af uppruna á 8. júlí 2017. Sótt 15. ágúst 2017.
  2. 2,0 2,1 2,2 2,3 2,4 2,5 2,6 2,7 „Band“. The Rolling Stones. Afrit af upprunalegu geymt þann 10. júní 2017. Sótt 15. ágúst 2017.
  3. A Bigger Bang. Virgin Records. 2005. bls. 14–15.
  4. 4,0 4,1 „The Rolling Stones: 25 defining moments in their career (2 of 26) Formation and first gig, 1962“. The Telegraph. 6. október 2016. Afrit af upprunalegu geymt þann 23. nóvember 2016.
  5. Davis 2001, bls. 52: "As the autumn of 1962 wore on, the Rollin' Stones picked up occasional jobs,... Dick Taylor left the band in September to attend the Royal College of Art. For a couple of months, the bass chores were handled by various people, most often Colin Golding, who probably played around eight gigs..."
  6. „Carlo Little“. The Telegraph. 17. ágúst 2005. Afrit af uppruna á 30. maí 2022.
  7. Greene, Andy (8. apríl 2011). „Rolling Stones Cover Bob Dylan with Original Bassist Bill Wyman“. Rolling Stone. New York City: Wenner Media. Sótt 23. maí 2020.
  8. Lawless, Jill; Gregory, Katz (24. ágúst 2021). „Drummer Charlie Watts, Rolling Stones backbone, dies at 80“. The Associated Press (enska). Sótt 25. ágúst 2021.
  9. Egan, Sean (2012). „The Rolling Stones The Rolling Stones review“. BBC. Afrit af uppruna á 30. apríl 2022. Sótt 3. júlí 2022.

Tenglar breyta