Listamannaskálinn var sýningarskáli í Kirkjustræti sem var reistur af Félagi íslenskra myndlistarmanna árið 1943 fyrir söfnunar- og gjafafé. Hann var reistur sem bráðabirgðahúsnæði [1] [2] á lóð sem íslenska ríkið úthlutaði félaginu við hliðina á Alþingishúsinu milli Vonarstrætis og Kirkjustrætis við Austurvöll í Reykjavík. Skálinn var fyrsta sýningarhúsnæðið á Íslandi sem var sérstaklega reist fyrir myndlistarsýningar. Fyrsta sýningin sem þar var haldin var yfirlitssýning félagsins í apríl 1943. Hann var rifinn árið 1968, sama ár og framkvæmdir hófust við Kjarvalsstaði, og þótti þá mjög úr sér genginn. Á lóðinni stendur nú Skálinn, viðbygging við Alþingishúsið sem var reist árið 2002.

Tilvísanir breyta

  1. Morgunblaðið 1966
  2. Morgunblaðið 1965

Tenglar breyta

   Þessi Reykjavíkurgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.