Kristín Vídalín Jacobson

Kristín Vídalín Jacobson (fædd 10. febrúar 1864, dáin 6. maí 1943) var íslensk myndlistarkona og fyrsti formaður Kvenfélagsins Hringsins.

Foreldrar Kristínar voru hjónin Páll Vídalín alþingismaður (1827-1873) og kona hans Elínborg Friðriksdóttir Vídalín (1833-1918). Eiginmaður Kristínar var Jón Jacobson alþingismaður og landsbókavörður og eignuðust þau fjögur börn.[1]

Kristín er talin vera fyrsta íslenska konan sem stundaði nám í málaralist en hún nam við Kvennaakademíuna í Kaupmannahöfn 1890-92.[2] Á námsárum sínum veiktist hún af berklum og hét því í kjölfarið að hún skyldi beita sér fyrir bættum hag fátækra berklasjúklinga. Síðar beitti hún sér fyrir stofnun Kvenfélagsins Hringsins en félagið var stofnað 26. janúar 1904 en í upphafi var markmið félagsins að bæta hag berklasjúklinga.

Kristín var formaður Hringsins í 39 ár eða til ársins 1943. Árið 1942 var Kristín sæmd stórriddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu.[3]

Tilvísanir

breyta
  1. Alþingi, Æviágrip - Jón Jacobson (skoðað 16. júní 2019)
  2. Kvennasögusafn Íslands, „Kvennasöguslóðir“ [1] (skoðað 9. febrúar 2021)
  3. Forseti.is, „Orðuhafaskrá“ Geymt 26 ágúst 2019 í Wayback Machine (skoðað 21. júní 2019)