Frjálslyndir demókratar

Frjálslyndir demókratar (enska: Liberal Democrats, stytting: Lib Dems) eru breskur stjórnmálaflokkur. Flokkurinn er í pólitískri miðju og félagslega frjálslyndur. Frjálslyndir demókratar eru þriðji stærsti stjórnmálaflokkur Bretlands, bæði samkvæmt fjölda sætum sem þeir hafa unnið í þinginu og fjölda ráðsmanna.

Frjálslyndir demókratar
Liberal Democrats
Leiðtogi Ed Davey
Stofnár 1988; fyrir 36 árum (1988)
Samruni eftirtalinna hreyfinga Frjálslynda flokksins og Jafnaðarmannaflokksins
Höfuðstöðvar London
Stjórnmálaleg
hugmyndafræði
Félagslegt frjálslyndi
Einkennislitur Gulur  
Sæti á neðri þingdeild
Sæti á efri þingdeild
Vefsíða libdems.org.uk

Flokkurinn var stofnaður árið 1988 eftir sameiningu Frjálslyndaflokksins og Jafnaðarflokksins. Flokkirnir tveir höfðu verið í bandalagi í sjö ár fyrir það. Frjálslyndaflokkurinn var 129 ára gamall fyrir sameininguna og hefur verið undir stjórn leiðtoga á borð við William Gladstone, H. H. Asquith og David Lloyd George. Meðan á Frjálslyndaflokkurinn var í valdastólnum framkvæmdu þeir nokkrar mikilvægar umbætur sem leiddu til myndunar velferðarríkisins. Á þriðja áratugnum varð Verkamannaflokkurinn annar stærsti flokkurinn og helstu andstæðendur Íhaldsflokksins. Jafnaðarflokkurinn flísaðist frá Verkamannaflokknum árið 1981 því hann varð miklu vinstrisinnaðri.

Í þingkosningunum árið 2010 vann flokkurinn 57 sæti og 23% atkvæða, sem þýddi að þeir voru þriðji stærsti flokkurinn í þinginu eftir Íhaldsflokkinn með 307 sæti og Verkamannaflokkinn með 258. Því enginn flokkur vann meirihluta mynduðu Frjálslyndir demókratar samsteypustjórn með Íhaldsflokknum. Í kjölfar þess varð Nick Clegg aðstoðarforsætisráðherra Bretlands. Flokkurinn tapaði stórt í kosingunum 2015 og fékk aðeins 7,8% atkvæða.

Núverandi leiðtogi flokksins er Ed Davey, sem tók við forystunni eftir afsögn Jo Swinson árið 2019.

Í þingkosningum árið 2024 hlaut flokkurinn 71 þingsæti, sem er mesti fjöldi þingsæta sem flokkurinn hefur unnið.[1]

Tilvísanir

breyta
  1. Þorgils Jónsson; Hugrún Hannesdóttir Diego; Grétar Þór Sigurðsson (4. júlí 2024). „Starmer verður forsætisráðherra eftir stórsigur Verkamannaflokksins“. RÚV. Sótt 5. júlí 2024.
   Þessi stjórnmálagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.