Frjálslyndir demókratar
Frjálslyndir demókratar (enska: Liberal Democrats, stytting: Lib Dems) eru breskur stjórnmálaflokkur. Flokkurinn er í pólitískri miðju og félagslega frjálslyndur. Frjálslyndir demókratar eru þriðji stærsti stjórnmálaflokkur Bretlands, bæði samkvæmt fjölda sætum sem þeir hafa unnið í þinginu og fjölda ráðsmanna.
Frjálslyndir demókratar Liberal Democrats | |
---|---|
Leiðtogi | Ed Davey |
Stofnár | 1988 |
Samruni eftirtalinna hreyfinga | Frjálslynda flokksins og Jafnaðarmannaflokksins |
Höfuðstöðvar | London |
Stjórnmálaleg hugmyndafræði |
Félagslegt frjálslyndi |
Einkennislitur | Gulur |
Sæti á neðri þingdeild | |
Sæti á efri þingdeild | |
Vefsíða | libdems.org.uk |
Flokkurinn var stofnaður árið 1988 eftir sameiningu Frjálslyndaflokksins og Jafnaðarflokksins. Flokkirnir tveir höfðu verið í bandalagi í sjö ár fyrir það. Frjálslyndaflokkurinn var 129 ára gamall fyrir sameininguna og hefur verið undir stjórn leiðtoga á borð við William Gladstone, H. H. Asquith og David Lloyd George. Meðan á Frjálslyndaflokkurinn var í valdastólnum framkvæmdu þeir nokkrar mikilvægar umbætur sem leiddu til myndunar velferðarríkisins. Á þriðja áratugnum varð Verkamannaflokkurinn annar stærsti flokkurinn og helstu andstæðendur Íhaldsflokksins. Jafnaðarflokkurinn flísaðist frá Verkamannaflokknum árið 1981 því hann varð miklu vinstrisinnaðri.
Í þingkosningunum árið 2010 vann flokkurinn 57 sæti og 23% atkvæða, sem þýddi að þeir voru þriðji stærsti flokkurinn í þinginu eftir Íhaldsflokkinn með 307 sæti og Verkamannaflokkinn með 258. Því enginn flokkur vann meirihluta mynduðu Frjálslyndir demókratar samsteypustjórn með Íhaldsflokknum. Í kjölfar þess varð Nick Clegg aðstoðarforsætisráðherra Bretlands. Flokkurinn tapaði stórt í kosingunum 2015 og fékk aðeins 7,8% atkvæða.
Núverandi leiðtogi flokksins er Ed Davey, sem tók við forystunni eftir afsögn Jo Swinson árið 2019.
Í þingkosningum árið 2024 hlaut flokkurinn 71 þingsæti, sem er mesti fjöldi þingsæta sem flokkurinn hefur unnið.[1]
Tilvísanir
breyta- ↑ Þorgils Jónsson; Hugrún Hannesdóttir Diego; Grétar Þór Sigurðsson (4. júlí 2024). „Starmer verður forsætisráðherra eftir stórsigur Verkamannaflokksins“. RÚV. Sótt 5. júlí 2024.