Tedros Adhanom
Tedros Adhanom Ghebreyesus (Ge'ez: ቴዎድሮስ አድሓኖም ገብረኢየሱስ; fæddur 3. mars 1965) er eþíópískur líffræðingur, lýðheilsufræðingur og embættismaður sem hefur starfað síðan 2017 sem framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar.[1][2][3] Tedros er sá fyrsti sem ekki er læknir til að gegna embættinu og jafnframt fyrsti Afríkumaðurinn í hlutverkinu. Afríkusambandið mælti með honum í embættið. Hann hefur gegnt tveimur háttsettum embættum í ríkisstjórn Eþíópíu: Hann var heilbrigðisráðherra landsins frá 2005 til 2012 og utanríkisráðherra frá 2012 til 2016.[4][5]
Tedros Adhanom Ghebreyesus | |
---|---|
ቴዎድሮስ አድሓኖም ገብረኢየሱስ | |
Framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar | |
Núverandi | |
Tók við embætti 1. júlí 2017 | |
Persónulegar upplýsingar | |
Fæddur | 3. mars 1965 Asmara, Eritreu, Eþíópíu (nú Eritreu) |
Þjóðerni | Eþíópískur |
Stjórnmálaflokkur | Þjóðfrelsishreyfing Tígra |
Börn | 5 |
Háskóli | Háskólinn í Asmara (BS) London School of Hygiene & Tropical Medicine (MS) Háskólinn í Nottingham (PhD) |
Undirskrift |
Tedros var á lista Time yfir 100 áhrifamestu einstaklinga heims árið 2020.[6]
Tilvísanir
breyta- ↑ Davíð Roach Gunnarsson; Þórunn Elísabet Bogadóttir (24. mars 2020). „Yfirmaður WHO er eþíópískur sérfræðingur í malaríu“. RÚV. Sótt 15. maí 2019.
- ↑ Branswell, Helen (23. maí 2017). „Tedros Adhanom Ghebreyesus elected new head of WHO“. STAT. Afrit af uppruna á 14. júlí 2019. Sótt 7. júlí 2017.
- ↑ „Dr Tedros takes office as WHO Director-General“. World Health Organization. 1. júlí 2017. Afrit af uppruna á 4. maí 2020. Sótt 7. apríl 2020.
- ↑ „His Excelency Dr Tedros Adhanom G/Eyesus“. FDRE Ministry of Foreign Affairs (1 of 2). 2016. Afrit af upprunalegu geymt þann 9. nóvember 2016.
- ↑ „His Excelency Dr Tedros Adhanom G/Eyesus“. FDRE Ministry of Foreign Affairs (2 of 2). 2016. Afrit af upprunalegu geymt þann 29. nóvember 2016.
- ↑ „Tedros Adhanom Ghebreyesus: The 100 Most Influential People of 2020“. Time. Sótt 23. september 2020.