William Godwin (3. mars 1756 – 7. apríl 1836 ) var breskur blaðamaður, stjórnmálafræðingur, heimspekingur og rithöfundur. Godwin er þekktastur fyrir framlög sín til nytjahyggju og anarkisma. Hann er talinn faðir heimspekilegs anarkisma. Hann var mjög áberandi í breskri samfélagsumræðu undir lok 18 aldar og í kringum aldamótin 1800. Hugmyndir Godwin um að samfélagsgerðin, og umfram allt kúgun ríkisvaldsins, væru rót fátæktar og eymdar voru hvati þess að Thomas Malthus skrifaði Ritgerð um Mannfjölda, árið 1798, þar sem hann sýndi fram á að kenningar Godwin stæðust ekki og fátækt væri afleðing mannfjöldalögmála.

Líf og Störf

breyta

William Godwin fæddist í Wisbech í Cambridgeshire, Englandi. Foreldar hans hétu John og Anne Godwin. Bæði voru af ágætlega efnuðum millistéttarfjölskyldum. Fjölskyldan iðkaði strangan Kalvínisma. Godwin lærði til prests en snéri sér að ritstörfum og fluttist til London 1782 þegar hann var 26 ára gamall. Þar lagði hann fyrir sig ritlist og birti sitt fyrsta rit árið 1783 sem bar nafnið Life of Lord Chatham.

Hann giftist rithöfundinum og femínistanum Mary Wollstonecraft árið 1797. Saman áttu þau eina dóttur, Mary Shelley, árið 1797, sem einnig varð rithöfundur og er þekktust fyrir bók skáldsögu sína Frankenstein. Mary Wollstonecraft lést af barnsförum. Godwin gekk aftur í hjónaband árið 1801, Mary Jane Clarimont. Saman ráku þau barnabókaútgáfu.

Framlög til hagfræði og stjórnmála

breyta

Eitt frægasta ritið hans er Enquiry Concerning Political Justice (1793) sem gefin var í miðri frönsku stjórnarbyltingunni og sem innlegg í umræður í Bretlandi um merkingu byltingarinnar. Í bókinni, sem var undir sterkum áhrifum af Edmund Burke, setur Godwin fram beitta anarkíska gagnrýni á ríkisvaldið. Aðeins ef hann væri frjáls undan oki ríkisvaldsins gæti maðurinn þroskast og náð fullum andlegum þroska. Bókin varð metsölurit og hafði gríðarleg áhrif á samfélagsumræðu í Bretlandi á tíunda áratug 18. aldar.

Annað metsölurit Godwin á þessum tíma var Things as They Are; or, The Adventures of Caleb Williams, (1794) sem er spennusaga sem ræðst á aristókratísk forréttindi.

Godwin er talinn hafa lagt grunninn að kenningum bæði kommúnisma og anarkisma. Rót þessara tveggja hugmyndakerfa, sem að mörgu leiti eru í hreinni mótstöðu við hvora aðra, má finna í tveimur aðskildum þáttum í hugsun hans. Hann mælti hvorki með afnámi einkaeignarréttarins, né þjóðnýtingu, eignir ættu að vera aðgengilegar fyrir þá sem þurftu það mest. Aðeins réttlætissjónarmið ættu að stýra því hver nýtti framleiðsluþætti og eignir.

Tenglar

breyta