Verkamannafélagið Dagsbrún
Verkamannafélagið Dagsbrún var stéttarfélag verkamanna í Reykjavík, stofnað 26. janúar árið 1906. Árið 1998 sameinaðist það fleiri verkalýðsfélögum í Eflingu stéttarfélagi.
Stofnun
breytaFyrsta verkamannafélag Íslands var stofnað á Seyðisfirði árið 1897. Á næstu árum var hugað að félagsstofnun verkamanna víðar um land. Skriður komst á málin í Reykjavík síðla árs 1905, þegar hópur manna hittist til að leggja drög að stofnun félags. Á nýársdag 1906 hófst útgáfa fyrsta verkamannablaðs á Íslandi, Alþýðublaðsins (eldra) og stóð útgáfa þess í á annað ár.
Þegar kom að stofnfundi Dagsbrúnar, höfðu hátt í 400 menn undirritað stofnskrá félagsins. Sigurður Sigurðsson búfræðingur var kjörinn fyrsti formaður félagsins. Á fundinum voru jafnframt gerðar samþykktir um kaupgjald og vinnutíma. Var þar miðað við að venjulegur dagvinnutími teldist ellefu klukkustundir í stað tólf klukkustunda áður.
Síðar sama ár varð Dagsbrún eitt af stofnfélögum Verkamannasambands Íslands, sem stofnað var í Reykjavík þann 15. nóvember.
Formenn
breyta- Sigurður Sigurðsson, 1906-1910
- Pétur G. Guðmundsson, 1910-1912
- Árni Jónsson, 1912-1913
- Pétur G. Guðmundsson, 1913-1914
- Árni Jónsson, 1914-1915
- Sigurður Sigurðsson, 1915-1916
- Jörundur Brynjólfsson, 1916-1919
- Ágúst Jósefsson, 1919-1921
- Pétur G. Guðmundsson 1921-1922
- Héðinn Valdimarsson, 1922-1925
- Magnús V. Jóhannesson, 1925-1927
- Héðinn Valdimarsson, 1927-1936
- Guðmundur Ó. Guðmundsson, 1936-1938
- Héðinn Valdimarsson, 1938-1940
- Sigurður Halldórsson, 1940-1941
- Héðinn Valdimarsson, 1941-1942
- Sigurður Guðnason 1942-1954
- Hannes M. Stephensen, 1954-1961
- Eðvarð Sigurðsson, 1961-1982
- Guðmundur J. Guðmundsson 1982-1996
- Halldór Björnsson 1996-1998
Heimild
breyta- Gunnar M. Magnúss (1967). Ár og dagar: Upptök og þróun alþýðusamtaka á Íslandi 1875-1934. Heimskringla.