Ólafur Davíðsson
Ólafur Davíðsson (26. janúar 1862 á Felli í Sléttuhlíð – 6. september 1903 í Hörgá) var íslenskur náttúrufræðingur, þjóðfræðingur og þjóðsagnasafnari. Hann var nemandi í Lærða skólanum frá 1874 til 1882 og hélt hann dagbók seinasta námsárið sitt þar. Í dagbókinni skrifaði hann um ástarsamband sitt við samnemanda sinn Geir Sæmundsson, síðar vígslubiskup á Akureyri. Þetta er eina þekkta íslenska sjálfsævisögulega heimildin um hinsegin ástir frá 19. öldinni.
Ólafur lærði náttúrufræði í Kaupmannahafnarháskóla en fór þá þegar að snúa sér að þjóðfræðum, meðal annars á Árnasafni.
1897 fór hann aftur til Íslands og var stundakennari á Möðruvöllum í Hörgárdal og stundaði samhliða þjóðsagnasöfnun og önnur fræðistörf. Ólafur drukknaði í Hörgá ókvæntur og barnlaus.[1]
Verk
breyta- Íslenskar gátur, skemtanir, vikivakar og þulur: safnað hafa J. Árnason og Ó. Davíðsson, 1-4, Kaupmannahöfn, Bókmenntafélagið, 1887-1903
- Galdur og galdramál á Íslandi, 1-3, Reykjavík, Sögufélag, 1941-1943
- Ég læt allt fjúka: sendibréf og dagbókarbrot frá skólaárunum, Reykjavík, Ísafoldarprentsmiðja, 1955
- Íslenskar þjóðsögur, 1-4, Reykjavík, Þjóðsaga, 1978-1980 (fyrsta heildarútgáfa 1945)
- Hundakæti: Dagbækur Ólafs Davíðssonar 1881-1884. Reykjavík, Mál & menning, 2018
Tenglar
breytaHeimildir
breyta- ↑ Kristinsson, Þorvaldur. „„Loksins varð ég þó skotinn!"“. samkynhneigd.is (bresk enska). Sótt 19. júlí 2020.