Ólafur Davíðsson

Ólafur Davíðsson (26. janúar 1862 á Felli í Sléttuhlíð – 6. september 1903 í Hörgá) var íslenskur náttúrufræðingur, þjóðfræðingur og þjóðsagnasafnari. Hann var nemandi í Lærða skólanum frá 1874 til 1882 og hélt hann dagbók seinasta námsárið sitt þar. Í dagbókinni skrifaði hann um ástarsamband sitt við samnemanda sinn Geir Sæmundsson, síðar vígslubiskup á Akureyri. Þetta er eina þekkta íslenska sjálfsævisögulega heimildin um hinsegin ástir frá 19. öldinni.

Ólafur lærði náttúrufræði í Kaupmannahafnarháskóla en fór þá þegar að snúa sér að þjóðfræðum, meðal annars á Árnasafni.

1897 fór hann aftur til Íslands og var stundakennari á Möðruvöllum í Hörgárdal og stundaði samhliða þjóðsagnasöfnun og önnur fræðistörf. Ólafur drukknaði í Hörgá ókvæntur og barnlaus.[1]

VerkBreyta

  • Íslenskar gátur, skemtanir, vikivakar og þulur: safnað hafa J. Árnason og Ó. Davíðsson, 1-4, Kaupmannahöfn, Bókmenntafélagið, 1887-1903
  • Galdur og galdramál á Íslandi, 1-3, Reykjavík, Sögufélag, 1941-1943
  • Ég læt allt fjúka: sendibréf og dagbókarbrot frá skólaárunum, Reykjavík, Ísafoldarprentsmiðja, 1955
  • Íslenskar þjóðsögur, 1-4, Reykjavík, Þjóðsaga, 1978-1980
  • Hundakæti: Dagbækur Ólafs Davíðssonar 1881-1884. Reykjavík, Mál & menning, 2018

TengillBreyta

HeimildirBreyta

  1. Kristinsson, Þorvaldur. „„Loksins varð ég þó skotinn!". samkynhneigd.is (bresk enska). Sótt 19. júlí 2020.
   Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.