Edward Jenner (17. maí 174926. janúar 1823) var enskur sveitalæknir sem uppgötvaði bólusetningu gegn bólusótt með því að nota vægt afbrigði kúabóluveirunnar. Hann kom með þá tilgátu að vökvi sem mjaltakonur fengu úr sárum eftir kúabólu verndaði þær gegn bólusótt. Hann prófaði þessa tilgátu sína árið 1796 á ungum dreng og sýndi fram á að aðferðin skapaði ónæmi fyrir bólusótt.

Edward Jenner
Skopteikning frá 1802 sem sýnir þá sem bólusettir voru af Jenner umbreytast í kýr
  Þessi sögugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.