Brennisteinsfjöll

fjallshryggur á Suðurnesjum

Brennisteinsfjöll eru fjallshryggur á Reykjanesskaga, hluti af Reykjanesfjallgarði, innan Reykjanesfólkvangs. Mikil hraun hafa runnið frá Brennisteinsfjöllum suður í Herdísarvík og eru tignarlegir hraunfossar þar sem þau steypast ofan af hálendisbrúninni skammt frá sjó. Áður var talið að hraunin væru öll frá því fyrir landnám en fundist hafa reiðgötur, sem hverfa undir hraun, svo einhver hraunanna hljóta þar af leiðandi að hafa runnið eftir að land byggðist.

Brennisteinsfjöll
Bæta við mynd
Hæð621 metri
LandÍsland
SveitarfélagGrindavíkurbær
Map
Hnit63°55′N 21°50′V / 63.92°N 21.83°V / 63.92; -21.83
breyta upplýsingum
Brennisteinsfjöll eldstöðvakerfi merkt rautt á kortinu. Gossprungur einning tilgreindar.

Eins og nafnið gefur til kynna finnst nokkur brennisteinn í Brennisteinsfjöllum. Skoti nokkur, W. G. Spencer að nafni, var forvígismaður brennisteinsnáms, sem Englendingar stóðu fyrir á svæðinu í kringum árið 1880. Erfitt reyndist að vinna brennisteininn og bar námið sig ekki þrátt fyrir að brennisteinninn væri tiltölulega hreinn. Brennisteinninn á svæðinu tengist hverum en talsverðan jarðhita er þarna að finna. Brennisteinsfjöll er háhitasvæði.

Þjóðleið lá áður fyrr á milli Hafnarfjarðar og Selvogs austan við Brennisteinsfjöll og um Grindarskörð. Sú leið var grýtt og erfið yfirferðar en stysta leiðin sunnan yfir fjöllin frá Hafnarfirði.

Árið 2020 var háhitasvæði fjallanna friðlýst fyrir orkuvinnslu. Verndarsvæðið er 123 ferkílómetrar, í 400-500 metra hæð, og nær frá Kleifarvatni og Heiðinni hárri. [1]

Tilvísanir

breyta
  1. Brennisteinsfjöll friðuð gegn orkuvinnslu Stjórnarráðið 27. apríl 2020.

Heimildir

breyta
  • Þorsteinn Jósepsson og Steindór Steindórsson (1980). Landið þitt Ísland, A-G. Örn og Örlygur.
  • Steindór Steindórsson frá Hlöðum (höfundur frumtexta), Örlygur Hálfdanarson (ritstj.) (2004). Vegahandbókin: ferðahandbókin þín. Stöng. ISBN 9979956933.

Tenglar

breyta

Tilvísanir

breyta
   Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.