1926
ár
(Endurbeint frá Apríl 1926)
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1926 (MCMXXVI í rómverskum tölum)
Á Íslandi
breyta- 3. janúar - Karlakór Reykjavíkur stofnaður.
- 18. mars - H.f. Útvarp, fyrsta útvarpsstöðin á Íslandi, hóf reglubundnar útsendingar.
- 4. júní - Félag íslenskra rafvirkja var stofnað.
- 9. júní - Knattspyrnufélagið Framtíðin var stofnað í Hafnarfirði.
- 12. júní - Kexverksmiðjan Frón var stofnuð.
- 17. júní:
- Melavöllurinn opnaði.
- Björg Karítas Þorláksdóttir varði doktorsritgerð sína í sálfræði við Sorbonne-háskóla.
- 23. júní - Magnús Guðmundsson varð forsætisráðherra til bráðabirgða við skyndilegt andlát Jóns Magnússonar.
- 1. júlí -
- Alþingiskosningar voru haldnar.
- Landhelgisgæsla Íslands var stofnuð.
- 6. júlí - Jón Þorláksson varð forsætisráðherra.
- 9. október - Hús í svefni, kvikmynd eftir Guðmund Kamban kom út.
- Íþróttafélagið Hörður Hólmverji á Akranesi, Tennisfélag Reykjavíkur og Íþróttasamband Reykjavíkur voru lögð niður.
- Stjórnmálaflokkarnir Frjálslyndi flokkurinn fyrsti og Sjálfstæðisflokkurinn eldri voru lagðir niður.
- Tímaritið Spegillinn kom fyrst út.
- Ungmennafélagið Glóðafeykir var stofnað í Skagafirði.
- Eldgos voru í Öskju og Eldey.
Fædd
- 14. janúar - Rúrik Haraldsson, leikari (d. 2003).
- 26. febrúar - Gunnar Eyjólfsson, leikari (d. 2016).
- 6. mars - Jón Nordal, tónskáld.
- 28. mars - Ingvar Gíslason, ráðherra. [[d. 2022)
- 18. apríl - Indriði G. Þorsteinsson, rithöfundur (d. 2000).
- 4. júlí - Sigurlaug Bjarnadóttir frá Vigur fv. alþingismaður og menntaskólakennari (d. 2023).
- 22. júlí - Steindór Hjörleifsson, leikari (d. 2011).
- 11. nóvember - Torfi Bryngeirsson, frjálsíþróttakappi og Evrópumeistari í langstökki (d. 1995).
- 7. desember - Sigríður Hagalín, íslensk leikkona (d. 1992).
- 30. desember - Adda Bára Sigfúsdóttir, íslenskur veðurfræðingur og stjórnmálamaður (d. 2022).
Dáin
- 16. janúar - Stefanía Guðmundsdóttir, leikkona (f. 1876).
- 16. janúar - Sigurður Jónsson, ráðherra (f. 1852).
- 23. júní - Jón Magnússon, forsætisráðherra (f. 1859).
- 2. júlí - Kristján Jónsson, dómsstjóri og ráðherra (f. 1852).
- 18. júlí - Bjarni Jónsson frá Vogi, alþingismaður og ritstjóri (f. 1863).
Erlendis
breyta- 25. febrúar - Francisco Franco varð hershöfðingi á Spáni.
- 1. maí - Verkfall kolanámumanna hófst í Bretlandi. Ein milljón námuverkamanna lagði niður vinnu.
- 4. maí - Allsherjarverkfall hófst í Bretlandi til stuðnings verkfalli kolanámumanna. Því lauk 12. maí.
- 12. maí - Roald Amundsen flýgur yfir norðurpólinn.
- 28. maí - Herinn í Portúgal gerir uppreisn og markar þannig endalok lýðræðis í landinu.
- 7. júní - Carl Gustaf Ekman varð forsætisráðherra Svíþjóðar.
- ágúst - Ítölsku knattspyrnufélögin SSC Napoli og ACF Fiorentina voru stofnuð.
- 18. ágúst - Veðurkort birtist fyrst í sjónvarpi í Bandaríkjunum.
- 25. september:
- Þjóðabandalagið hélt ráðstefnu um þrælahald og var gerð yfirlýsing um að þrælahald skyldi afnumið.
- Henry Ford kom á 8 stunda vinnudegi og 5 daga vinnuviku.
- 12. október -
- Verkfalli breskra kolanámumanna lauk.
- Suður-Ameríkukeppni karla í knattspyrnu hófst í Síle.
- Bílaframleiðendurnir Mercedes-Benz í Þýskalandi og Volvo í Svíþjóð voru stofnaðir.
- NBC var stofnuð sem útvarpsstöð.
Fædd
- 2. febrúar - Valéry Giscard d'Estaing, forseti Frakklands (d. 2020).
- 22. febrúar - Kenneth Williams, breskur leikari (d. 1988).
- 16. mars - Jerry Lewis, bandarískur leikari (d. 2017).
- 18. mars - Peter Graves, bandarískur leikari (d. 2010).
- 24. mars - Dario Fo, ítalskur rithöfundur (d. 2016)
- 30. mars - Ingvar Kamprad, sænskur viðskiptajöfur, stofnandi IKEA (d. 2018).
- 9. apríl - Hugh Hefner, bandarískur útgefandi, stofnandi Playboy (d. 2017).
- 21. apríl - Elísabet II, Englandsdrotting (d. 2022).
- 8. maí - David Attenborough, breskur náttúruvísindamaður, fjölmiðlamaður og rithöfundur.
- 12. maí - James Samuel Coleman, bandarískur félagsfræðingur (d. 1995).
- 1. júní - Marilyn Monroe, leikkona (d. 1962).
- 4. júlí - Alfredo Di Stéfano, argentínskur knattspyrnumaður (d. 2014).
- 3. ágúst - Tony Bennett, bandarískur söngvari (d. 2023).
- 13. ágúst - Fidel Castro, forseti Kúbu (d. 2016).
- 14. ágúst - René Goscinny, franskur myndasöguhöfundur (d. 1977).
- 14. ágúst - Lina Wertmüller, ítalskur kvikmyndaleikstjóri (d. 2021).
- 8. október - Juan Hohberg, argentínskur/úrúgvæskur knattspyrnumaður og -þjálfari (d. 1996).
- 15. október - Michel Foucault, franskur heimspekingur (d. 1984).
- 18. október - Chuck Berry, bandarískur tónlistarmaður (d. 2017).
Dáin
- 10. júní - Antoni Gaudí, katalónskur arkitekt (f. 1852).
- 23. ágúst - Rudolph Valentino, ítalsk-bandarískur kvikmyndaleikari (f. 1895).
- 15. september - Rudolf Eucken, þýskur heimspekingur og Nóbelsverðlaunahafi (f. 1846).
- 31. október - Harry Houdini, ungversk-austurrískur töframaður (f. 1874).
- 6. desember - Claude Monet, franskur listmálari (f. 1840).
- 29. desember - Rainer Maria Rilke, austurrískt skáld (f. 1875).