Ungmennafélagið Glóðafeykir

Ungmennafélagið Glóðafeykir var stofnað í Akrahrepp í Skagafirði á vordögum 1926 og var starfandi til 1995 þegar íþróttafélög í framanverðum Skagafirði sameinuðust undir merkjum Ungmenna- og íþróttafélagsins Smára. Félagið hét eftir fjallinu Glóðafeyki. Stofnfélagar voru 27, 15 karlar og 12 konur og var fyrsti formaðurinn Björn Sigtryggsson á Framnesi.

Ungmennafélagið Glóðafeykir
Fullt nafn Ungmennafélagið Glóðafeykir
Gælunafn/nöfn Feykismenn
Stytt nafn Glóðafeykir
Stofnað 1926
Leikvöllur Vallabakkar og Feykisvöllur
Stærð Ekki vitað
Heimabúningur
Útibúningur

Upphaflegur tilgangur félagsins var að glæða félagslíf í hreppnum með málfundum, íþróttum, skemmtunum og nytsamlegri vinnu.

Uppúr 1945 fór að dofna yfir félaginu og 1965 slökknaði algerlega á starfseminni.

1953 var farin skemmtiferð til Siglufjarðar á vegum félagsins auk þess sem plöntur voru gróðursettar á tveimur heimilum[1] en 1954 fóru 30 félagsmenn í skemmtiferð austur í Þingeyjarsýslu[2].

Árið 1961 var Félagsheimilið Héðinsminni á Stóru-Ökrum vígt og var Glóðafeykir einn eigenda þess. Aðrir eigendur voru Kvenfélag Akrahrepps og hreppsfélagið[3].

12. apríl 1974 var félagið svo endurvakið á fundi í Héðinsminni og stóð fyrir íþróttastarfsemi og félagslífi næstu árin. T.d. var félagið nálægt því að komast í úrslitakeppni 4. deildar karla í knattspyrnu 1982.

1994 tók félagið minningarreit um Bólu-Hjálmar sem gerður hafði verið í Bólu að sér sem fósturbarn og var það verkefni á vegum UMFÍ[4].

Félagið lognaðist svo út af 1995 þegar íþróttafélög í framanverðum Skagafirði sameinuðust undir merkjum Ungmenna og íþróttafélagsins Smára.

Frjálsar íþróttir

breyta

Frjálsar íþróttir voru lengi stór hluti af starfi félagsins. Árið 1986 fór héraðsmót UMSS fram í fyrsta skipti utan Sauðárkróks á Feykisvelli[5]. Sveit Glóðafeykis endaði í öðru sæti í stigakeppni mótsins með 142 stig en Tindastóll sigraði með 153, í þriðja sæti varð Grettir með 32 stig.

Hluti héraðsmótsins 1988 fór einnig fram á Feykisvelli. Þar bar helst til tíðinda að Gunnlaugur Skúlason úr Glóðafeyki bætti 37 ára gamalt héraðsmet Stefáns Guðmundssonar alþingismanns í 3000 m hlaupi. Sem fyrr sigraði Tindastóll stigakeppni mótsins, nú með 160 stig en Glóðafeykir varð númer 2 með 81,5 stig og Grettir í þriðja með 61,5 stig[6].

Héraðsmót var haldið á Sauðárkróksvelli 26. ágúst 1978. Gísli Sigurðsson sigraði í 100m hlaupi karla, annar í 400m hlaupi og þriðjið í hástökki. Í 1500m hlaupi sigraði Þorleifur Konráðsson og hann sigraði einnig í 3000m hlaupi en bróðir hans, Kolbeinn Konráðsson var annar. Í þriðja sæti í 4x100m hlaupi er skráð B sveit Tindastóls sem í voru Frosti, Þorleifur, Kolbeinn og Gísli, má leiða að því líkum að þetta sé sveit Glóðafeykis. Glóðafeykir endaði í þriðja sæti á mótinu með 31 stig. [7]

Á héraðsmóti sem haldið var 16. og 17. júní 1956 vann Glóðafeykir til einna verðlauna. Sigurður Björnsson varð þriðji í 3000m hlaupi á tímanum 11 mín og 35 sekúndur[8].

1958 tóku keppendur frá félaginu þátt í héraðsmótum UMSS. Félagið hlaut 3 stig í stigakeppni á móti fullorðinna og á drengjamóti sem haldið var 9. ágúst sigraði Sigurður Björnsson í hástökki en hann stökk 1,55m[9].

Knattspyrna

breyta

Sumarið 1957 tók félagið þátt í knattspyrnumóti Skagafjarðar og mætti Hjalta og Tindstól. Liðið tapaði báðum leikjunum og fór svo að Tindastóll sigraði í mótinu[10].

Sumrin 1982 og 1983 lék meistaraflokkur félagsins í 4. deild í knattspyrnu. Fyrra árið var liðið nálægt því að komast upp úr riðlinum en þurfti sigur í lokaleiknum á heimavelli gegn Reyni frá Árskógsströnd. Eftir leikinn skrifaði Morgunblaðið "Árangur Glóðafeykis er einkar athyglisverður og verða þeir eflaust sterkir að ári, ef þeir fá þjálfara! Þeir fengu ekki ekki spjald í allt sumar, prúðir strákar það!"[11] Það gekk þó ekki eftir og endaði félagið næst neðst sumarið 1983.

Úrslit 1982:

Dags Lið Úrslit Markaskorarar Glóðafeykis
5. júní Glóðafeykir - Dagsbrún 2-0
12. júní Glóðafeykir - Vorboðinn 1-0 Björn Sigurðsson[12].
19. júní Reynir Á. - Glóðafeykir 0-1 Reynir Þór Jónsson
3. júlí Dagsbrún - Glóðafeykir 2-2
17. júlí Vorboðinn - Glóðafeykir 3-2 Ólafur Haukstein Knútsson og Bjarni Stefán Konráðsson[13]
24. júlí Glóðafeykir - Reynir Á. 1-1 Reynir Þór Jónsson[14].

Lokastaða

Lið Stig
Reynir Á. 9
Glóðafeykir 8
Vorboðinn 6
Dagsbrún 1

Úrslit 1983:

Dags Lið Úrslit Markaskorarar Glóðafeykis
4. júní Hvöt - Glóðafeykir 2-0
18. júní Glóðafeykir - HSS 0-2
25. júní Skytturnar - Glóðafeykir 0-0
9. júlí Glóðafeykir - Hvöt 1-3 Kolbeinn Konráðsson[15]
16. júlí Glóðafeykir - Skytturnar 3-1 Gylfi Halldórsson, Kári Marísson og Árni Lárusson[16]
23. júlí HSS -Glóðafeykir 1-2

Lokastaða

Lið Stig
Hvöt 10
HSS 5
Glóðafeykir 5
Skytturnar 4

Sumarið 1991 lék félagið sína síðustu leiki í meistaraflokki þegar tekið var þátt í Héraðsmóti UMSS. Þrjú lið tóku þátt auk Glóðafeykis en það voru Tindastóll, Neisti og Þrymur.

Körfuknattleikur

breyta

Körfuknattleikur var stundaður í nafni Glóðafeykis í mörg ár, mest mönnum til skemmtunar og voru æfingar í Miðgarði. Veturinn 1991-92 sendi félagið lið til keppni í Íslandsmóti 10. flokks og var það skipað leikmönnum úr Varmahlíðarskóla og þjálfaði Gunnar Sigurðsson liðið.

Veturinn á eftir tók félagið þátt í Íslandsmóti meistaraflokks. Liðið var í Norðurlandsriðli ásamt Þrym, Íþróttafélagi Laugaskóla, Völsungi, Dalvík, USAH og USVH. Riðillinn var leikinn á þremur helgum á Sauðárkróki, Húsavík og Blönduósi.

Leikmenn

Nafn Leikir Stig
Bragi Þór Jónsson 1 2
Friðrik Steinsson 4 26
Gunnar Sigurðsson 9 112
Gylfi Halldórsson 10 59
Halldór J. Einarsson 12 11
Halldór Þorvaldsson 7 64
Heimir Þór Guðmundsson 4 3
Helgi Sigurðsson 1 5
Hjörtur Stefánsson 9 15
Kristján Eymundsson 10 64
Óskar Broddason 1
Sigurður Ingi Ragnarsson 1 6
Stefán Friðriksson 2 14
Sæmundur Þ. Sæmundsson 10 79
Valdimar Sigmarsson 10 34
Þorsteinn Þórsson 3 20
Þorvaldur Konráðsson 7 39

1958 sigraði skáksveit félagsins í Héraðsmóti UMSS og hlaut að launum Axelsbikarinn[17].

Í sveitakeppni UMSS árið 1973 varð sveit Glóðafeykis í öðru sæti á eftir Tindastóli[18].

Skotfimi

breyta

Árið 1977 voru 4 iðkendur í skotfimi frá Glóðafeyki skráðir í kennsluskýrslur ÍSÍ. [19].

Á sundmóti UMSS þann 7. júlí 1963 í sundlaug Sauðárkróks átti Glóðafeykir keppendur en hlaut þó engin stig í stigakeppni mótsins[20].

1968 fór héraðsmót UMSS fram í sundlauginni í Varmahlíð og þar vann Herdís Hjaltadóttir til bronsverðlauna í 25m marvarðasundi stúlkna en hún keppti fyrir Glóðafeyki. Stúlknasveit félagsins varð einnig í þriðja sæti í 4x50m boðsundi með frjálsri aðferð. Félagið fékk því 5 stig í stigakeppni mótsins[21].

Tengt efni

breyta

Heimildir

breyta
  1. „Skinfaxi 1. apríl 1955, bls 40“.
  2. „Skinfaxi 1. apríl 1956, bls 43“.
  3. „Tíminn 22. september 1961, bls 2“.
  4. „Skinfaxi 1. desember 1994, bls 15“.
  5. „Dagur 6. ágúst 1986, bls 9“.
  6. „Dagur 12. júlí 1988, bls 10“.
  7. „Skinfaxi - 5. Tölublað (01.10.1978) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 13. apríl 2020.
  8. „Skinfaxi 1. nóvember 1956, bls 148“.
  9. „Skinfaxi 1. febrúar 1959, bls 18“.
  10. „Dagur 4. september 1957, bls 8“.
  11. „Morgunblaðið 28. júlí 1982, bls 44“.
  12. „Morgunblaðið 15. júní 1982, bls 22“.
  13. „Morgunblaðið 20. júlí 1982, bls 26“.
  14. „Morgunblaðið 28. júlí 1982, bls 44“.
  15. „Tíminn 12. júlí 1983, bls 14“.
  16. „Dagur 18. júlí 1983, bls 6“.
  17. „Dagur 11. júní 1958, bls 8“.
  18. „Skinfaxi 1. ágúst 1973, bls 7“.
  19. „Stofnun Skotsambands Íslands“.
  20. „Þjóðviljinn 17. júlí 1963, bls 7“.
  21. „Skinfaxi 1. júlí 1968, bls 39“.