Ungmennafélagið Glóðafeykir
Ungmennafélagið Glóðafeykir var stofnað í Akrahrepp í Skagafirði á vordögum 1926 og var starfandi til 1995 þegar íþróttafélög í framanverðum Skagafirði sameinuðust undir merkjum Ungmenna- og íþróttafélagsins Smára. Félagið hét eftir fjallinu Glóðafeyki. Stofnfélagar voru 27, 15 karlar og 12 konur og var fyrsti formaðurinn Björn Sigtryggsson á Framnesi.
Ungmennafélagið Glóðafeykir | |||
Fullt nafn | Ungmennafélagið Glóðafeykir | ||
Gælunafn/nöfn | Feykismenn | ||
---|---|---|---|
Stytt nafn | Glóðafeykir | ||
Stofnað | 1926 | ||
Leikvöllur | Vallabakkar og Feykisvöllur | ||
Stærð | Ekki vitað | ||
|
Upphaflegur tilgangur félagsins var að glæða félagslíf í hreppnum með málfundum, íþróttum, skemmtunum og nytsamlegri vinnu.
Uppúr 1945 fór að dofna yfir félaginu og 1965 slökknaði algerlega á starfseminni.
1953 var farin skemmtiferð til Siglufjarðar á vegum félagsins auk þess sem plöntur voru gróðursettar á tveimur heimilum[1] en 1954 fóru 30 félagsmenn í skemmtiferð austur í Þingeyjarsýslu[2].
Árið 1961 var Félagsheimilið Héðinsminni á Stóru-Ökrum vígt og var Glóðafeykir einn eigenda þess. Aðrir eigendur voru Kvenfélag Akrahrepps og hreppsfélagið[3].
12. apríl 1974 var félagið svo endurvakið á fundi í Héðinsminni og stóð fyrir íþróttastarfsemi og félagslífi næstu árin. T.d. var félagið nálægt því að komast í úrslitakeppni 4. deildar karla í knattspyrnu 1982.
1994 tók félagið minningarreit um Bólu-Hjálmar sem gerður hafði verið í Bólu að sér sem fósturbarn og var það verkefni á vegum UMFÍ[4].
Félagið lognaðist svo út af 1995 þegar íþróttafélög í framanverðum Skagafirði sameinuðust undir merkjum Ungmenna og íþróttafélagsins Smára.
Frjálsar íþróttir
breytaFrjálsar íþróttir voru lengi stór hluti af starfi félagsins. Árið 1986 fór héraðsmót UMSS fram í fyrsta skipti utan Sauðárkróks á Feykisvelli[5]. Sveit Glóðafeykis endaði í öðru sæti í stigakeppni mótsins með 142 stig en Tindastóll sigraði með 153, í þriðja sæti varð Grettir með 32 stig.
Hluti héraðsmótsins 1988 fór einnig fram á Feykisvelli. Þar bar helst til tíðinda að Gunnlaugur Skúlason úr Glóðafeyki bætti 37 ára gamalt héraðsmet Stefáns Guðmundssonar alþingismanns í 3000 m hlaupi. Sem fyrr sigraði Tindastóll stigakeppni mótsins, nú með 160 stig en Glóðafeykir varð númer 2 með 81,5 stig og Grettir í þriðja með 61,5 stig[6].
Héraðsmót var haldið á Sauðárkróksvelli 26. ágúst 1978. Gísli Sigurðsson sigraði í 100m hlaupi karla, annar í 400m hlaupi og þriðjið í hástökki. Í 1500m hlaupi sigraði Þorleifur Konráðsson og hann sigraði einnig í 3000m hlaupi en bróðir hans, Kolbeinn Konráðsson var annar. Í þriðja sæti í 4x100m hlaupi er skráð B sveit Tindastóls sem í voru Frosti, Þorleifur, Kolbeinn og Gísli, má leiða að því líkum að þetta sé sveit Glóðafeykis. Glóðafeykir endaði í þriðja sæti á mótinu með 31 stig. [7]
Á héraðsmóti sem haldið var 16. og 17. júní 1956 vann Glóðafeykir til einna verðlauna. Sigurður Björnsson varð þriðji í 3000m hlaupi á tímanum 11 mín og 35 sekúndur[8].
1958 tóku keppendur frá félaginu þátt í héraðsmótum UMSS. Félagið hlaut 3 stig í stigakeppni á móti fullorðinna og á drengjamóti sem haldið var 9. ágúst sigraði Sigurður Björnsson í hástökki en hann stökk 1,55m[9].
Knattspyrna
breytaSumarið 1957 tók félagið þátt í knattspyrnumóti Skagafjarðar og mætti Hjalta og Tindstól. Liðið tapaði báðum leikjunum og fór svo að Tindastóll sigraði í mótinu[10].
Sumrin 1982 og 1983 lék meistaraflokkur félagsins í 4. deild í knattspyrnu. Fyrra árið var liðið nálægt því að komast upp úr riðlinum en þurfti sigur í lokaleiknum á heimavelli gegn Reyni frá Árskógsströnd. Eftir leikinn skrifaði Morgunblaðið "Árangur Glóðafeykis er einkar athyglisverður og verða þeir eflaust sterkir að ári, ef þeir fá þjálfara! Þeir fengu ekki ekki spjald í allt sumar, prúðir strákar það!"[11] Það gekk þó ekki eftir og endaði félagið næst neðst sumarið 1983.
Úrslit 1982:
Dags | Lið | Úrslit | Markaskorarar Glóðafeykis |
---|---|---|---|
5. júní | Glóðafeykir - Dagsbrún | 2-0 | |
12. júní | Glóðafeykir - Vorboðinn | 1-0 | Björn Sigurðsson[12]. |
19. júní | Reynir Á. - Glóðafeykir | 0-1 | Reynir Þór Jónsson |
3. júlí | Dagsbrún - Glóðafeykir | 2-2 | |
17. júlí | Vorboðinn - Glóðafeykir | 3-2 | Ólafur Haukstein Knútsson og Bjarni Stefán Konráðsson[13] |
24. júlí | Glóðafeykir - Reynir Á. | 1-1 | Reynir Þór Jónsson[14]. |
Lokastaða
Lið | Stig |
---|---|
Reynir Á. | 9 |
Glóðafeykir | 8 |
Vorboðinn | 6 |
Dagsbrún | 1 |
Úrslit 1983:
Dags | Lið | Úrslit | Markaskorarar Glóðafeykis |
---|---|---|---|
4. júní | Hvöt - Glóðafeykir | 2-0 | |
18. júní | Glóðafeykir - HSS | 0-2 | |
25. júní | Skytturnar - Glóðafeykir | 0-0 | |
9. júlí | Glóðafeykir - Hvöt | 1-3 | Kolbeinn Konráðsson[15] |
16. júlí | Glóðafeykir - Skytturnar | 3-1 | Gylfi Halldórsson, Kári Marísson og Árni Lárusson[16] |
23. júlí | HSS -Glóðafeykir | 1-2 |
Lokastaða
Lið | Stig |
---|---|
Hvöt | 10 |
HSS | 5 |
Glóðafeykir | 5 |
Skytturnar | 4 |
Sumarið 1991 lék félagið sína síðustu leiki í meistaraflokki þegar tekið var þátt í Héraðsmóti UMSS. Þrjú lið tóku þátt auk Glóðafeykis en það voru Tindastóll, Neisti og Þrymur.
Körfuknattleikur
breytaKörfuknattleikur var stundaður í nafni Glóðafeykis í mörg ár, mest mönnum til skemmtunar og voru æfingar í Miðgarði. Veturinn 1991-92 sendi félagið lið til keppni í Íslandsmóti 10. flokks og var það skipað leikmönnum úr Varmahlíðarskóla og þjálfaði Gunnar Sigurðsson liðið.
Veturinn á eftir tók félagið þátt í Íslandsmóti meistaraflokks. Liðið var í Norðurlandsriðli ásamt Þrym, Íþróttafélagi Laugaskóla, Völsungi, Dalvík, USAH og USVH. Riðillinn var leikinn á þremur helgum á Sauðárkróki, Húsavík og Blönduósi.
Leikmenn
Nafn | Leikir | Stig |
---|---|---|
Bragi Þór Jónsson | 1 | 2 |
Friðrik Steinsson | 4 | 26 |
Gunnar Sigurðsson | 9 | 112 |
Gylfi Halldórsson | 10 | 59 |
Halldór J. Einarsson | 12 | 11 |
Halldór Þorvaldsson | 7 | 64 |
Heimir Þór Guðmundsson | 4 | 3 |
Helgi Sigurðsson | 1 | 5 |
Hjörtur Stefánsson | 9 | 15 |
Kristján Eymundsson | 10 | 64 |
Óskar Broddason | 1 | |
Sigurður Ingi Ragnarsson | 1 | 6 |
Stefán Friðriksson | 2 | 14 |
Sæmundur Þ. Sæmundsson | 10 | 79 |
Valdimar Sigmarsson | 10 | 34 |
Þorsteinn Þórsson | 3 | 20 |
Þorvaldur Konráðsson | 7 | 39 |
Skák
breyta1958 sigraði skáksveit félagsins í Héraðsmóti UMSS og hlaut að launum Axelsbikarinn[17].
Í sveitakeppni UMSS árið 1973 varð sveit Glóðafeykis í öðru sæti á eftir Tindastóli[18].
Skotfimi
breytaÁrið 1977 voru 4 iðkendur í skotfimi frá Glóðafeyki skráðir í kennsluskýrslur ÍSÍ. [19].
Sund
breytaÁ sundmóti UMSS þann 7. júlí 1963 í sundlaug Sauðárkróks átti Glóðafeykir keppendur en hlaut þó engin stig í stigakeppni mótsins[20].
1968 fór héraðsmót UMSS fram í sundlauginni í Varmahlíð og þar vann Herdís Hjaltadóttir til bronsverðlauna í 25m marvarðasundi stúlkna en hún keppti fyrir Glóðafeyki. Stúlknasveit félagsins varð einnig í þriðja sæti í 4x50m boðsundi með frjálsri aðferð. Félagið fékk því 5 stig í stigakeppni mótsins[21].
Tengt efni
breyta- Ungmennasamband Skagafjarðar (UMSS)
Heimildir
breyta- ↑ „Skinfaxi 1. apríl 1955, bls 40“.
- ↑ „Skinfaxi 1. apríl 1956, bls 43“.
- ↑ „Tíminn 22. september 1961, bls 2“.
- ↑ „Skinfaxi 1. desember 1994, bls 15“.
- ↑ „Dagur 6. ágúst 1986, bls 9“.
- ↑ „Dagur 12. júlí 1988, bls 10“.
- ↑ „Skinfaxi - 5. Tölublað (01.10.1978) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 13. apríl 2020.
- ↑ „Skinfaxi 1. nóvember 1956, bls 148“.
- ↑ „Skinfaxi 1. febrúar 1959, bls 18“.
- ↑ „Dagur 4. september 1957, bls 8“.
- ↑ „Morgunblaðið 28. júlí 1982, bls 44“.
- ↑ „Morgunblaðið 15. júní 1982, bls 22“.
- ↑ „Morgunblaðið 20. júlí 1982, bls 26“.
- ↑ „Morgunblaðið 28. júlí 1982, bls 44“.
- ↑ „Tíminn 12. júlí 1983, bls 14“.
- ↑ „Dagur 18. júlí 1983, bls 6“.
- ↑ „Dagur 11. júní 1958, bls 8“.
- ↑ „Skinfaxi 1. ágúst 1973, bls 7“.
- ↑ „Stofnun Skotsambands Íslands“.
- ↑ „Þjóðviljinn 17. júlí 1963, bls 7“.
- ↑ „Skinfaxi 1. júlí 1968, bls 39“.
- Fundargerðabækur Ungmennafélagsins Glóðafeykis.
- Víðir Sigurðsson