Íþróttasamband Reykjavíkur

Íþróttasamband Reykjavíkur var stofnað 12. september 1910 af átta íþrótta- og ungmennafélögum í Reykjavík. Megintilgangurinn var að standa að gerð Íþróttavallarins á Melunum sem tekinn var í notkun árið eftir. Þegar nýr íþróttavöllur, Melavöllurinn var reistur á vegum bæjarins árið 1926 var Íþróttasambandið lagt niður. Það telst þó vera forveri Íþróttabandalags Reykjavíkur.[1]

Tilvísanir breyta

  1. ÍSÍ 50 ára: 1912-1962. ÍSÍ 1962, bls. 124-125.