Bjarni Jónsson frá Vogi

Bjarni frá Vogi (13. október 186318. júlí 1926) var alþingismaður, háskólakennari, ritstjóri og rithöfundur. Bjarni er meðal almennings einna þekktastur fyrir að hafa ljáð vindlum nafn sitt [1] og fyrir að hafa þýtt fyrri helminginn af Faust eftir Goethe á íslensku.

Bjarni fæddist í Miðmörk undir Eyjafjöllum. Hann var þingmaður Dalamanna á árunum 1908 þar til hann lést. 1915 var hann skipaður dósent í latínu og grísku við Háskóla Íslands og gegndi því starfi til æviloka. Vann alla ævi jöfnum höndum að ritstörfum og fékk styrk til þeirra 19141915 af opinberu fé.

Bjarni var kunnur íslenskumaður og var kunnur nýyrðasmiður. Árið 1912 var honum falið að búa til íslenskt heiti í stað orðsins fótbolti. Hann stakk upp á heitinu knattspyrna og öðlaðist það þegar þegnrétt í tungumálinu.

Vindlar frá Hollandi breyta

Við alþingismanninn Bjarna frá Vogi voru lengi vel kenndir hollenskir vindlar sem voru framleiddir af Sigarenhandel A. Van Zanten. Vindlategund þessi var flutt inn til Íslands með hléum, en var líka seld í Hollandi. Það voru þeir Brautarholtsbræður, Eyjólfur, Sigurður og Guðmundur Jóhannssynir sem fyrst létu framleiða umrædda vindla, en það gerðu þeir þegar þeir ráku tóbaksverslun í Austurstræti 12 í upphafi 20. aldar. Vindlarnir voru seldir á Íslandi allt fram á níunda áratuginn. Á hverjum vindlakassa stóð orðrétt: BJARNI FRÁ VOGI - N.V. Sigarenhandel, A. Van Zanten, Rotterdam - Utrecht. Mynd var af Bjarna á kassanum og íslensku fánalitirnir.

Tilvísanir breyta

Tenglar breyta

Greinar eftir Bjarna


   Þessi æviágripsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.