Eldgosið á Krakatá 1883

Eldgosið á Krakatá árið 1883 er stærsta gos sem verið hefur á undanförnum öldum. Krakatá er eyja á hafsvæði sem núna tilheyrir Indónesíu. Þar hófst eldgos síðdegis 26. ágúst 1883 og náði gosið hámarki síðla morguns 27. ágúst en þá hafði yfir 70% af eyjunni og nærliggjandi eyjaklasa eyðilagst og fallið saman inn í sigketil. Jarðhræringar héldu áfram þangað til í febrúar 1884. Talið er að í það minnsta 36.417 hafi látist af völdum eldgossins og flóðbylgju sem kom í kjölfar þess.

Lithographía af eldgosinu í Krakatá, gerð 1884

Tenglar Breyta