Víðavangshlaup ÍR

Víðavangshlaup ÍR er víðavangshlaup sem hlaupið er árlega á sumardaginn fyrsta. Hlaupið er skipulagt af Íþróttafélagi Reykjavíkur og hefst og lýkur í miðbænum. Hlaupið var fyrst skipulagt árið 1916 og er því elsta víðavangshlaup á Íslandi. Fyrsta árið var það 2,5 km á lengd en árið eftir var það lengt í 4 km. Upphaflega var hlaupið yfir móa, girðingar, skurði og fleiri hindranir, en nú er það orðið götuhlaup.

  Þessi íþróttagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.