1305
ár
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1305 (MCCCV í rómverskum tölum)
Á Íslandi
breyta- Íslendingar höfnuðu því á Alþingi að greiða Hákoni hálegg Noregskonungi sérstakan skatt eins og hann hafði farið fram á.
- Réttarbót Hákonar konungs samþykkt á Alþingi.
- Andrés drengur varð ábóti í Viðeyjarklaustri.
- Guðmundur Þorvarðsson varð ábóti í Helgafellsklaustri.
- Kaupmenn er létu úr Gautavík við Berufjörð urðu afturreka og kváðust hafa séð margýgi og hafstramb og mörg skrípi önnur. Þeir létu þó út aftur litlu fyrir veturnætur.
Fædd
Dáin
- Álfur úr Króki, sendimaður Noregskonungs, dó í Dunhaga í Hörgárdal og var grafinn á Möðruvöllum.
Erlendis
breyta- 2. apríl - Loðvík krónprins Frakklands, síðar Loðvík 10., varð konungur Navarra sem Loðvík 1. við lát móður sinnar. Skömmu áður hafði hann gengið að eiga Margréti af Búrgund.
- 5. júní - Klemens V (Bertrand de Got) var kjörinn páfi eftir eins árs deilur milli ítalskra og franskra kardínála eftir lát Benedikts XI. Hann var krýndur í Lyon og sat aldrei í Róm. Þar með hófst 72 ára seta páfanna í Avignon.
- 5. ágúst - Englendingar tóku William Wallace höndum.
- Venseslás 3. varð konungur Bæheims.
- Filippus 4. Frakkakonungur ásakaði Musterisriddarana um villutrú.
- Englendingar neyddu Dani til að láta eyna Helgoland af hendi.
- Seljuklaustur í Noregi brann til kaldra kola.
Fædd
- Ísabella af Aragóníu, drottning Austurríkis (d. 1330).
Dáin
- 2. apríl - Jóhanna 1. af Navarra, drottning Frakklands, kona Filippusar 4.
- 21. júní - Venseslás 2., konungur æheims og Póllands (f. 1271).
- 23. ágúst - William Wallace, skosk frelsishetja (líflátinn).
- 4. október - Kameyama, Japanskeisari (f. 1249).
- 18. nóvember - Jóhann 2., hertogi af Bretagne (f. 1239).