Federico García Lorca
Federico García Lorca (5. júní 1898 – 19. ágúst 1936) var spænskt ljóðskáld, leikritahöfundur og leikhússtjórnandi. Hann var helsti liðsoddur og merkisberi ljóðskáldanna í Generación del 27. Hann var skotinn af Falangistum í byrjun spænsku borgarastyrjaldarinnar. Hann var skólabróðir og vinur Luis Buñuel og Salvador Dalí sem báðir urðu heimsfrægir listamenn sömuleiðis.