Geoffrey 2. hertogi af Bretagne

Geoffrey 2. hergtogi af Bretagne (23. september 115819. ágúst 1186) var jarl af Richmond og síðan hertogi af Bretagne frá 1181 til dauðadags.

Geoffrey 2. hertogi af Bretagne.

Geoffrey var fjórði sonur Hinriks 2. Englandskonungs og Elinóru af Akvitaníu, bróðir konunganna Hinriks unga, Ríkharðs ljónshjarta og Jóhanns landlausa og drottninganna Elinóru af Kastilíu og Jóhönnu af Sikiley.

Hann átti eins og bræður hans í stöðugri togstreitu við Hinrik konung og tók þátt í uppreisnum gegn honum, ýmist við hlið bræðra sinna eða gegn þeim. Þeir Geoffrey og Filippus 2. Ágústus Frakkakonungur voru mjög góðir vinir og stundum í bandalagi gegn Hinrik. Geoffrey dvaldist langdvölum við hirð Filippusar í París og heimildir benda til þess að þeir hafi verið að leggja á ráðin um nýja uppreisn sumarið 1186. En þá dó Geoffrey óvænt og er ýmist sagður hafa verið traðkaður til bana á burtreiðum eða dáið úr skyndilegri magakveisu.

Hinrik hafði samið um giftingu Geoffreys og Konstönsu, einkadóttur og erfingja Conans 4., hertoga af Bretagne. Þau giftust í júlí 1181 og varð Geoffrey þá hertogi af Bretagne við hlið konu sinnar. Þau áttu tvær ungar dætur þegar Geoffrey dó og lifði önnur þeirra til fullorðinsára, Elinóra, mærin fagra af Bretagne. Konstansa var þunguð þegar Geoffrey dó og ól 29. mars 1187 soninn Arthúr, sem varð hertogi af Bretagne.

Heimildir

breyta