1623
ár
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1623 (MDCXXIII í rómverskum tölum) var 23. ár 17. aldar sem hófst á sunnudegi samkvæmt gregoríska tímatalinu en miðvikudegi samkvæmt júlíska tímatalinu sem er tíu dögum á eftir.
Atburðir
breyta- 25. febrúar - Maximilían hertogi af Bæjaralandi var skipaður einvaldur í Pfalz.
- 29. apríl - Ellefu hollensk skip lögðu úr höfn og hugðust ná völdum í Perú.
- Júní - Sigurður Jónsson, nýr prestur á Helgafelli í Helgafellssveit brenndi fornar bækur og skjöl Helgafellsklausturs.
- 1. júlí - Regensen („Garður“) í Kaupmannahöfn var vígður.
- 6. ágúst - Maffeo Barberini var kjörinn Úrbanus 8. páfi.
Ódagsettir atburðir
breyta- Síðasta hestavíg eða hestaat á Íslandi haldið í Fnjóskadal.
- Múrað 4. varð Tyrkjasoldán.
- Safavídaríkið náði Bagdad frá Tyrkjum.
- Enski skipstjórinn Thomas Warner kom til Sankti Kristófer og Nevis sem markar upphaf landnáms Englendinga þar.
- Fjórir skipstapar urðu á Suðurnesjum. Þar drukknuðu samtals fjörutíu manns.
- Fyrsta nýlenda Englendinga í New Hampshire, Portsmouth, var stofnuð.
- Wilhelm Schickard fann upp reiknivél sem hann kallaði „reikniklukku“.
Fædd
breyta- 19. júní - Blaise Pascal, franskur stærðfræðingur, eðlisfræðingur og heimspekingur (d. 1662).
Ódagsett
breyta- Margaret Cavendish, enskur heimspekingur, rithöfundur og leikskáld (d. 1673).
Dáin
breyta- 4. júlí - William Byrd, enskt tónskáld (fæddur 1540).
- 8. júlí - Gregoríus 15. páfi (fæddur 1554).
- 9. nóvember - William Camden, enskur sagnaritari (fæddur 1551).