1412
ár
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1412 (MCDXII í rómverskum tölum)
Á Íslandi
breyta- 13. apríl - Yfir tuttugu bátar fórust við Ísland í miklu illviðri.
- Fyrst getið um enskt fiskiskip í íslenskum annálum sem markar upphafið að skipulegri sókn enskra fiskiskipa á Íslandsmið næstu aldirnar. „Kom skipið af Englandi austur fyrir Dyrhólaey, var róið til þeirra og voru fiskimenn út af Englandi. Þetta sama haust urðu 5 menn af enskum fráskila sínum kompánum og gengu í land austur við Horn úr báti og létust vilja kaupa sér mat og sögðust hafa soltið í bátnum mörg dægur. Voru þessir 5 enskir menn hér á landi um veturinn", segir í Nýja annál.
- Ekkert skip kom frá Noregi til Íslands þetta ár.
Fædd
Dáin
- 12. maí - Einar Herjólfsson, farmaður, var veginn í kirkjugarðinum á Skúmsstöðum.
Erlendis
breyta- Jóhann 2. Kastilíukonungur setti lög sem takmörkuðu réttindi gyðinga. Þeir áttu meðal annars að klæðast sérstökum fatnaði og máttu ekki gegna opinberum embættum.
- Eiríkur af Pommern fékk formlega ríkisvald yfir Norðurlöndum í hendur þótt hann hefði verið konungur að nafninu til í Noregi frá 1389 og Danmörku og Svíþjóð frá 1396.
Fædd
- Jóhanna af Örk, franskur dýrlingur og alþýðuhetja (d. 1431).
Dáin
- 28. október - Margrét Valdimarsdóttir mikla (f. 1353).
- 1. apríl - Albrekt af Mecklenburg, Svíakonungur 1363–1389 (f. 1336).