Borgarstjóri
Borgarstjóri er æðsti embættismaður borgar og bæjarstjóri er æðsti embættismaður bæjar. Þeir eru iðulega kjörnir í einstaklingskosningu eða af starfandi meirihluta borgarstjórnar.
Á Íslandi er borgarstjórinn í Reykjavík framkvæmdastjóri Reykjavíkurborgar. Borgarstjórn kýs borgarstjóra og yfirleitt verður sitjandi borgarfulltrúi fyrir valinu. Hliðstæð embætti í öðrum sveitarfélögum landsins eru bæjarstjórar, sveitarstjórar og hreppstjórar.