Ásta Sigurðardóttir

íslenskur rithöfundur og myndlistarkona (1930-1971)

Ásta Jóna Sigurðardóttir (1. apríl 1930 - 21. desember 1971) var íslenskur rithöfundur og myndlistarkona.

Ásta fæddist á Litla-Hrauni í Kolbeinsstaðahreppi í Hnappadalssýslu. Hún var dóttir Sigurðar Benjamíns Constantínusar Jónssonar og Þórönnu Guðmundsdóttur. Systir Ástu heitir Ástríður Oddný Sigurðardóttir og er tveimur árum yngri en Ásta. Ásta lést árið 1971, eftir langa baráttu við áfengisfíkn.

Bækur og náttúra áttu hug Ástu í æsku, bækur þó stærri hlut. Hún lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands árið 1950.

Ásta birti nokkrar af sögum sínum í tímaritum og myndskreytti sjálf. Hún þýddi einnig mikið af erlendum bókmenntaverkum t.d úr spænsku.

Ásta birti eina af fyrstu módernísku smásögunum á Íslandi, en sú saga heitir „Í hvaða vagni?“ og birtist í Tímariti Máls og Menningar árið 1953.

Árið 1992 kom út ævisaga Ástu Sigurðardóttur, Minn hlátur er sorg, eftir Friðriku Benónýsdóttur. Hún var endurútgefin árið 2021.

Bækur eftir Ástu breyta

  • Sunnudagskvöld til mánudagsmorguns, (smásögur, útg. 1961).

Heimildir breyta

  • Guðmundur D. Haraldsson, Hjólaskautarnir breyta ekki um innræti [..], sótt þann 14. febrúar 2006 af [1] Geymt 2006-07-13 í Wayback Machine.