Leó 11. (2. júní 153527. apríl 1605) hét upphaflega Alessandro Ottaviano de' Medici og var kjörinn páfi 1. apríl 1605 þá nærri sjötugur að aldri. Strax eftir krýninguna veiktist hann og lést tæpum mánuði síðar. Hann var því kallaður „eldingarpáfinn“ (Papa Lampo).

Gröf Leós 11. í Péturskirkjunni.

Hann fæddist í Flórens, sonur Francescu Salviati sem var dóttir Lucreziu de'Medici, eldri dóttur Lorenzos hins mikilfenglega. Hann var skipaður prestur af Kosímó 1. stórhertoga sem gerði hann að sendimanni sínum við hirð Píusar 5. Gregoríus 13. skipaði hann biskup í Pistoia 1573, erkibiskup í Flórens 1574 og kardinála 1583.

1596 sendi Klemens 8. hann til Frakklands til hirðar Mariu de'Medici.

Kjör hans 1605 var tryggt með bandalagi ítölsku og frönsku kardinálanna og stutt af Hinriki 4. Frakkakonungi gegn óskum Filippusar 3. Spánarkonungs.


Fyrirrennari:
Klemens 8.
Páfi
(1605 – 1605)
Eftirmaður:
Páll 5.