Otto von Bismarck

Kanslari Þýskalands (1815-1898)

Otto Eduard Leopold von Bismarck, fursti og hertogi af Lauenburg, kallaður járnkanslarinn, (1. apríl 181530. júlí 1898) var einn áhrifamesti stjórnmálamaður Evrópu á 19. öld. Hann var forsætisráðherra Prússlands á árunum 1862–1890 og skipulagði sameiningu Þýskalands (1871). Bismarck var kanslari norður–þýska ríkjabandalagsins frá 1867 og svo kanslari sameinaðs Þýskalands til frá 1871 til 1890.

Otto von Bismarck
Kanslari Þýskalands
Í embætti
21. mars 1871 – 20. mars 1890
ÞjóðhöfðingiVilhjálmur 1.
Friðrik 3.
Vilhjálmur 2.
EftirmaðurLeo von Caprivi
Kanslari norður-þýska ríkjasambandsins
Í embætti
1. júlí 1867 – 21. mars 1871
ForsetiVilhjálmur 1.
ForveriEmbætti stofnað
EftirmaðurHann sjálfur (sem kanslari Þýskalands)
Forsætisráðherra Prússlands
Í embætti
23. september 1862 – 1. janúar 1873
ÞjóðhöfðingiVilhjálmur 1.
ForveriAdolf zu Hohenlohe-Ingelfingen
EftirmaðurAlbrecht von Roon
Í embætti
9. nóvember 1873 – 20. mars 1890
ÞjóðhöfðingiVilhjálmur 1.
Friðrik 3.
Vilhjálmur 2.
ForveriAlbrecht von Roon
EftirmaðurLeo von Caprivi
Persónulegar upplýsingar
Fæddur1. apríl 1815
Schönhausen, Prússlandi
Látinn30. júlí 1898 (83 ára) Friedrichsruh, Slésvík-Holtsetaland, þýska keisaradæminu
ÞjóðerniÞýskur
MakiJohanna von Puttkamer (1847–94)
TrúarbrögðMótmælandi
BörnMarie, Herbert, Wilhelm
HáskóliGeorg-August-háskólinn í Göttingen
Berlínarháskóli
Háskólinn í Greifswald
Undirskrift

Bismarck lagði megináherslu á réttarfar og efnahagsmál. Hann var brautryðjandi í löggjöf Þjóðverja. Bismarck efldi prússneska herinn til muna. Stríð Prússa við Dani hófst árið 1864. Þar fékk Bismarck Austurríkismenn til liðs við sig. Prússar og Austurríkismenn unnu stríðið með afburðum og fengu því hertogadæmin Slésvík og Holstein í hendurnar. Styrjöld Prússa við Austurríkismenn hófst 1866. Prússar höfðu sigur af hólmi og gerðu friðasamning við Austurríkismenn. Bismarck var hönnuður norðurþýska bandalagsins. Eftir þessa sókn Prússa reittu þeir Frakka til reiði. Frakkar lýstu stríði á hendur Prússa 1870. Prússar gerðu eins og áður, unnu orrustuna og eignuðust því Alsace og hluta af Lorraine. Áhugi Bismarcks á velferðarmálum dvínaði við aukna stjórn sósíaldemókrata. Bismarck lét af völdum árið 1890 eftir að Vilhjálmur 2. Þýskalandskeisari leysti hann frá störfum.

Bismarck var kallaður „járnkanslarinn“ sem var tilvísun í fræga ræðu sem hann hélt um sameiningu Þýskalands, en það var hans skoðun að það yrði sameinað með „með járni og blóði“ en ekki umræðum og kosningum á þingi.[1]

Orrustuskipið Bismarck var kennt við hann.

Á yngri árum breyta

Otto von Bismarck fæddist þann 1. apríl 1815 í Schönhausen í Prússlandi. Foreldrar hans voru Ferdinand von Bismarck og Wilhelmine (fædd Mencken). Móðir Bismarcks setti hann á stofnunina Plamann fyrir framsækin börn í Berlín þegar að hann var sjö ára, þrátt fyrir fátækt fjölskyldunnar. Hann var í fimm ár í skólanum en fór svo í íþróttaskólann Fredrick William í þrjú ár. Hann tók háskólapróf 1832.

Bismarck átti ekki langt að sækja með pólitíska áhuga sinn, því faðir hans var mikill áhrifavaldur í þessum málum. Móðir Bismarcks hvatti hann til að læra lögfræði sem og hann gerði í Háskólanum í Göttingen í Konungsríkinu Hannover. Eftir góða tilraun til þess að ná skólanum fór hann í prússneska herinn. Eftir að móðir hans lést árið 1839 fékk hann tækifæri til þess að hætta í hernum í því samhengi að fara að hjálpa föður sínum sem að var að ganga í gegnum fjárhagslega erfiðleika og erfiðleika við að sinna búinu.[2]

Eiginkona Bismarcks var Johanna von Puttkamer. Þau voru mjög hamingjusamlega gift.[2]

Pólitíkin breyta

 
Bismarck-minnismerkið, Hamburg

Bismarck er þekktastur fyrir pólitískar skoðanir sínar. En hann var brautryðjandi í velferðarmálum. Hann gerði sameiningu Þýsklalands að veruleika. Bismarck var prússneskur landeigandi rétt eins og faðir sinn og var hann mjög ákveðinn í að fá sínu framgengt. Það eru deilur um það hvort að það megi kalla hann þýskan þjóðernissinna, því hann var nú frá upphafi til enda Prússi.

Það var ekki aðeins sameining Þýskalands sem að Bismarck hafði áhuga á heldur að efla Prússland sem forysturíki í nýju þýsku ríkjasambandi. Hann lagði mikla áherslu á prússneska herinn.[3]

Bismarck var í flokki frjálslyndra þjóðernissinna, því hann vildi gera betur úr réttarfari og efnahagsmálum. Hann var einnig á móti kaþólsku kirkjunni. En stefna frjálslyndra þjóðernissinna var ekki alveg að sama sniði gagnvart kaþólsku kirkjunn og því baðst Bismarck sátta við kaþólsku kirkjuna. Bismarck fannst félagslegt réttlæti mest spennandi. Það má sjá á orðum Bismarcks um að verkamaður, sem nýtur ellilauna, sé sáttari við tilveruna og láti betur að stjórn en hinn, sem ekkert slíkt ætti í vændum, lýsi afstöðu Bismarcks til þýskra sósíalista. Hann vildi draga úr byltingarhyggju verkalýðsins með því að bæta afkomuöryggi hans.[4]

Þýkalandskeisara hafði tvisvar verið sýnt banatilræði árið 1878 og var þá Bismarck fenginn til að setja lög til verndar öryggi ríkisins.[5] Árið 1862 varð Bismarck forsætisráðherra Prússlands. Hann var í rauninni fenginn í verkið til þess að efla prússneska herinn en þingið hafði verið nískt við að veita fjármagn til verksins. En hann fékk síðan sínu framgengt og hækkaði skatta til þess að vélvæða herinn.

Sameining Þýskalands breyta

 
Bismarck og Napóleon 3. eftir orrustuna við Sedan.

Fyrsti áfangi við sameiningu Þýskalands var stríð Prússa við Dani 1864, þar sem að járnkanslarinn fékk Austurríkismenn með í lið. Þetta var mjög öflugt lið enda sigruðu þeir Dani og þurftu Danir að láta af hendi hertogadæmin Slésvík og Holstein. Eftir þetta var stríð Prússa við Austurríkismenn óhjákvæmilegt, sú styrjöld hófst 1866 en stóð aðeins yfir í fáeinar vikur og endaði með algjörum sigri Prússa. Prússar gerðu þó friðasamning við Austurríkismenn og héldu þau landeignum sínum nokkurnvegin óbreyttum.[6]

Öll þýsk ríki norðan Mainfljóts sameinuðust í Norðurþýska bandalaginu undir stjórn Bismarcks og Prússa. Eftir þetta allt höfðu Prússar algjörlega ógnað forystuhlutverki franska keisaradæmisins. Þetta efndi til stríðs Prússa við Frakka, og sendu Frakkar stríðsyfirlýsingu í hendur Prússum haustið 1870. Þar var Napóleon 3. tekinn til fanga, Napóleon lagði niður völd og lýsti yfir stofnun þriðja lýðveldisins í Frakklandi. Bismarck hélt áfram að setja skatt og efla þar með her og þjóð. Einnig lagði hann verndartoll á innflutt korn til að tryggja efnahagslega afkomu Prússa.[7]

Bismarck helgaðist þeirri ástæðu að trúnaður þýskra sósíaldemókrata væri fyrst og fremst bundin alþjóðlegum stéttarhagsmunum verkalýðsins en ekki ríkisvaldinu eða persónu keisarans. Því beitti Bismarck árið 1878 lagasetningu um að bann yrði lagt gegn pólitískri flokksstarfssemi sósíaldemókrata. 1880 beitti hann fyrir sér setningu víðtærar tryggingalöggjafar og gerðist með því brautryðjandi á því sviði. Þrátt fyrir bann flokksstarfssemi sósíaldemókrata gátu þeir boðið sig fram í kosningum. Fylgni sósíaldemókrata fór sívaxandi og því fór áhugi Bismarcks á velferðamálum dvínandi.[8]

Bismarck hafði átt í góðu samstarfi við Vilhjálm 1., konung Prússlands og fyrsta keisara Þýskalands. Samband hans við krúnuna erfiðaðist mjög þegar Vilhjálmur 2. tók við keisaratign árið 1888. Nýi keisarinn hófst fljótt handa við að draga úr völdum Bismarcks, sem hafði lengi verið óumdeilanlega valdamesti maður Þýskalands, og leysti hann loks frá störfum þann 20. mars árið 1890.[9]

Bismarck lifði í átta ár eftir að hann hvarf frá völdum og notaði þann tíma óspart til að gagnrýna stjórnarstefnu Vilhjálms 2. keisara, sem Bismarck taldi að væri að spilla valdajafnvægi milli stórvelda Evrópu sem hann hafði unnið baki brotnu að því að viðhalda á valdatíma sínum. Bismarck lést í Friedrichsruh þann 30. júlí árið 1898.[9]

Tilvísanir breyta

  1. Gunnar Karlsson og Sigurður Ragnarsson (2006): 25.
  2. 2,0 2,1 Barkin (2010).
  3. Asle og Aastad (1994): 39.
  4. Asle og Aastad (1994): 19.
  5. Asle og Aastad (1994): 24.
  6. Gunnar Karlsson og Sigurður Ragnarsson (2006): 37.
  7. Gunnar Karlsson og Sigurður Ragnarsson (2006): 38.
  8. Gunnar Karlsson og Sigurður Ragnarsson (2006): 157.
  9. 9,0 9,1 Siglaugur Brynleifsson (27. nóvember 1999). „Otto von Bismarck: Járnkanslarinn sem sameinaði Þýskaland“. Lesbók Morgunblaðsins. bls. 4-5.

Heimildir breyta

  • Asle, Sveen og Svein Aastad. Heimsbyggðin 2: Mannkynssaga eftir 1850. Sigurður Ragnarsson (þýð.) (Reykjavík: Mál og menning, 1994).
  • Barkin, Kenneth. „Otto von Bismarck“. (2010). Í Encyclopædia Britannica. Skoðað 22. apríl 2010 á Encyclopædia Britannica Online: http://www.britannica.com/EBchecked/topic/66989/Otto-von-Bismarck
  • Gunnar Karlsson og Sigurður Ragnarsson. Nýir tímar, saga Íslands og umheimsins frá lokum 18. aldar til árþúsundamóta (Reykjavík: Mál og menning, 2006).
  • Pierre, Naquet-Vidal og Jacques Bertin. Heimssöguatlas Iðunnar. Óskar Ingimarsson og Dagur Þorleifsson (þýð.) (Reykjavík: Iðunn, 1996).


Fyrirrennari:
Adolf zu Hohenlohe-Ingelfingen
Forsætisráðherra Prússlands
(23. september 18621. janúar 1873)
Eftirmaður:
Albrecht von Roon
Fyrirrennari:
Albrecht von Roon
Forsætisráðherra Prússlands
(9. nóvember 187320. mars 1890)
Eftirmaður:
Leo von Caprivi
Fyrirrennari:
Fyrstur í embætti
Kanslari norður-þýska ríkjasambandsins
(1. júlí 186721. mars 1871)
Eftirmaður:
Hann sjálfur
(sem kanslari Þýskalands)
Fyrirrennari:
Hann sjálfur
(sem kanslari norður-þýska ríkjasambandsins)
Kanslari Þýskalands
(21. mars 187120. mars 1890)
Eftirmaður:
Leo von Caprivi