Vera Múkhína

(Endurbeint frá Vera Mukhina)

Vera Ígnatjevna Múkhínarússnesku: Вера Игнатьевна Мухина) (f. 1. júlí 1889 í Ríga, d. 6. október 1953 í Moskvu) var áberandi myndhöggvari í Sovétríkjunum.

Myndhöggvarinn Vera Múkhína á frímerki Sovétríkjanna 1989.

Æviferill

breyta

Múkhína var fædd í borginni Ríga inn í auðuga kaupmannsfjölskyldu. Hún flutti síðar til Moskvu til náms í nokkrum einkareknum listaskólum, þar á meðal Konstantín Júon-listaskólanum og Ílja Mashkov-listaskólanum. Árið 1912 fór hún til Parísar, þar sem hún nam við Académie de la Grande Chaumière, síðan áfram til Ítalíu til að kanna list og skúlptúra endurreisnartímans.

Á árunum 1915 og 1916 starfaði hún sem aðstoðarmaður Aleksandra Ekster við leikhús Aleksandrs Taírov í Moskvu. Árið 1918 giftist hún herskurðlækninum Aleksej Zamkov.

Á þriðja áratugnum reis frægðarsól Múkhínu sem eins þekktasta myndhöggvara Sovétríkjanna. Hún varð leiðandi í hinum þekkta sósíalíska raunsæisstíl sem einkenndi Sovétríki þess tíma, Hún kenndi meðal annars við Vkhútemas ríkislistaskólann á árunum 1926-1927. Hún hlaut alþjóðlega athygli árið 1937 með verki sínu Iðnverkamaðurinn og samyrkjukonan. Hún vann að gerð opinberra minnisvarða og byggingaskúlptúra allt til dauðadags. Að auki gerði hún margvíslegar tilraunir með gler.

Hún hlaut hin þekktu Stalín-verðlaun fimm sinnum á árunum 1941 til 1952. Hún var heiðruð með viðurkenningunni „Listamaður fólksins“ í Sovétríkjunum árið 1943. Árið 1953 skrifaði hún bókina „Hugsanir myndhöggvara“.

Hún hvílir í Novodevítsje-kirkjugarðinum í Moskvu.

Heimildir

breyta