Per Albin Hansson (28. október 18856. október 1946) var sænskur stjórnmálamaður og forsætisráðherra Svíþjóðar. Hann sat á þingi fyrir sænska Sósíaldemókrataflokksins 1918-1946 og var formaður flokksins 1925-1946. Hansson var með stuttu hléi forsætisráðherra Svíþjóðar frá 24. september 1932 til 6. október 1946. Ríkisstjórn Hansson missti meirihluta sinn á þingi sumarið 1936 og frá 19. júní 1936 til 28. september 1936 var Axel Pehrsson-Bramstorp forsætisráðherra. Eftir að Per Albin myndaði nýja ríkisstjórn um haustið sat Brahmstorp áfram sem landbúnaðarráðherra.

Per Albin Hansson

Hansson gekk í Sósíaldemókrataflokkinn 1903 og varð skömmu seinna ritstjóri vikurits flokksins, Fram. Hann starfaði sem blaðamaður Social-demokraten frá 1909 til 1917 og ritstjóri blaðsins árið 1917. Árið eftir var Hansson kjörinn á þing fyrir flokkinn og skipaði sér þar í forystusveit hans. Hansson barðist gegn hernaðarútgjöldum og var gerður að varnarmálaráðherra í ríkisstjórnum Branting (1920-1925) og Rickard Sandler (1925-1926). Eftir dauða Branting 1925 varð Hansson formaður Sósíaldemókrataflokksins.

Sem forsætisráðherra Svíþjóðar á fjórða áratugnum leiddi Hansson uppbyggingu sænska velferðarkerfisins, með eflingu almannatryggingakerfisins. Hansson var höfundur hugmyndarinnar um „þjóðarheimili“ (s. folkhem), þ.e. „Norræna velferðarkerfi“ sem tók á sig mynd eftir lok stríðsins.

Hansson og sósíaldemókrataflokkurinn taldi að bregðast ætti við efnahagsþrengingum af völdum hinnar alþjóðlegu heimskreppu með vinnuaflsfrekum aðgerðum á vegum hins opinbera og ríkisstuðningi við landbúnað og auknum framlögum til atvinnuleysistrygginga. Flokkurinn hafði gagnrýnt harðlega niðurskurðarstefnu þá sem flestir hægri- og miðjumenn aðhylltust og framkvæmd hafði verið af ríkisstjórn Carl Gustaf Ekman.