Ásmundur Guðmundsson

Biskup Íslands

Ásmundur Guðmundsson (6. október 1888 - 29. maí 1969) var íslenskur guðfræðingur og prestur. Hann var biskup Íslands frá 1954 til 1959.

Ásmundur Guðmundsson
Ásmundur Guðmundsson á gangi nærri Menntaskólaselinu í Hveragerði um 1963.
Ásmundur Guðmundsson um 1963.
Fæddur6. október 1888
Dáinn29. maí 1969 (80 ára)
Sjúkrahúsinu á Akranesi
Hvílir í Hólavallagarði.
ÞjóðerniÍslendingur
MenntunHáskóli Íslands
StörfPrestur, skólastjóri, prófessor og biskup
TitillHerra[n 1] og/eða Dr. theol
TrúKristin trú (Lútherstrú)
Maki27. júní 1915
Steinunn Sigríður Magnúsdóttir
(10. nóv. 1894–6. des. 1976)
BörnSjö
ForeldrarSéra Guðmundur Helgason og Þóra Ágústa Ásmundsdóttir

Ásmundur fæddist þann 6. október 1888 að Reykholti í Borgarbyggð. Faðir hans var séra Guðmundur Helgason frá Birtingaholti í Hrunamannahreppi, þá prestur og prófastur í Reykholti, en áður aðstoðarprestur séra Ásmundar Jónssonar prófasts í Odda á Rangárvöllum, sem varð tengdafaðir hans. Móðir Ásmundur var eiginkona Guðmundar, Þóra Ágústa Ásmundsdóttir, prófasts í Odda, Jónssonar í Lambhúsum, lektors[n 2] við Bessastaðaskóla, Jónssonar. Móðurbróðir Þóru var skáldið Grímur Thomsen, sonur gullsmiðsins[1] og húsfreyjunnar[2] á Bessastöðum, sem sáu um skólaráðsmennsku þar.

Ásmundur fór til náms í Menntaskólanum í Reykjavík þegar hann hafði aldur til og bjó hjá Þórhalli Bjarnarsyni, prestaskólakennara og síðar biskupi, að Laufási við Laufásveg, en hann var góður vinur Guðmundar Helgasonar. Guðmundur hafði verið heitbundinn Laufeyju systur Þórhalls, en hún dó ung áður en til brúðkaups kom. Guðmundur og Þórhallur höfðu haft brauðaskipti árið 1885, þannig að Guðmundur flutti frá Akureyri til Reykholts og Þórhallur í gagnstæða átt. Ásmundur myndaði ævilanga vináttu við börn Þórhalls, en þeir Tryggvi Þórhallsson voru jafnaldrar og bekkjarbræður í MR. Námið í Menntaskólanum gekk báðum vel. Þegar þeir voru á öðru ári gerðist það að einn bekkjarbræðranna skar nokkur útfyllt blöð úr bók, sem kennararnir skráðu í einkunnir fyrir frammistöðu nemenda í hverjum tíma. Síðan brenndi hann þau í ofninum sem þá var í kennslustofunni. Hefur aldrei verið ljóstrað upp um hver framdi ódæðið og nú eru allir löngu dánir, sem vissu það. Fyrir bragðið var allur bekkurinn rekinn úr skóla. Þeir fengu þó flestir fljótlega að koma aftur, þar á meðal Ásmundur. [3]

Þóra lést 1902 þegar Ásmundur var aðeins 13 ára og syrgði hann hana mjög. [4] Guðmundur faðir hans lét af preststörfum 1907 og flutti til Reykjavíkur og gerðist formaður Búnaðarfélags Íslands frá 1907 til 1917. [5] Tók hann við þeirri formennsku af vini sínum Þórhalli Bjarnarsyni, sem varð biskup 1908.

Stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík 30. júní 1908.
Cand. phil. við Kaupmannahafnarháskóla 22.maí 1909.
Próf í hebresku við Kaupmannahafnarháskóla 8. júní 1909.
Hóf síðan nám við Prestaskólann sem varð að Guðfræðideild Háskóla Íslands þegar Háskólinn var stofnaður 1911.
Próf í guðfræði frá Háskóla Íslands 19. júní 1912. Var í fyrsta árganginum, sem útskrifaðist úr háskólanum.
Framhaldsnám í guðfræði við háskólana í Berlín og Jena í nokkrar vikur sumarið 1929.
Námsdvöl í Róm 1929.
Námsdvöl í Oxford og Cambridge 1934. [6]

Ásmundur aðhylltist það sem kallað var frjálslynd guðfræði eða nýguðfræði. [7] Sú stefna féll ekki öllum guðfræðingum í geð. Eru í því sambandi fræg ummæli frænda hans [n 3] [8] séra Árna Þórarinssonar prófasts á Stóra-Hrauni í Kolbeinsstaðahreppi (nú Borgarbyggð): "Ási er verri því að hann gæti afkristnað heil sólkerfi og væri ekki lengi að því". [9]

Einkahagir

breyta

Þann 27. júní 1915 gekk Ásmundur að eiga nærsveitunga sinn Steinunni Sigríði Magnúsdóttur [10] [11] frá Gilsbakka í Hvítársíðu. Foreldrar hennar voru séra Magnús Andrésson frá Núpstúni og Syðra Langholti í Hrunamannahreppi, síðar Urriðafossi í Flóa og loks prestur og prófastur á Gilsbakka og kona hans Sigríður Pétursdóttir Sívertsen, fædd á Eyrarbakka og alin upp á Selalæk á Rangárvöllum. Sigríður var dótturdóttir séra Þorsteins Helgasonar prests í Reykholti í Borgarfirði, sem veiktist á geði á fertugsaldri og reið út í Reykjadalsá, sem var í ísi lögð en með vökum og féll í vök og drukknaði og fannst líkið ekki fyrr en ísa leysti mánuði síðar. [12] [13] Samtímamaður hans í Kaupmannahöfn og jafnaldri Jónas Hallgrímsson orti um hann fallegt erfiljóð, í hverju Eyjan hvíta kemur fyrst fyrir. Langafi Sigríðar í föðurætt var Bjarni riddari Sívertsen, sem oft er nefndur faðir Hafnarfjarðar.

Guðmundur Helgason og Magnús Andrésson voru bræðrasynir og Ásmundur og Steinunn því þremenningar. Þau eignuðust sjö börn, fjóra syni og þrjár dætur.

Starfsferill

breyta

Var prestur í Vatnabyggðum[14] í Saskatchewan í Kanada 1912-1914 og í Íslendingabyggðum í Alberta um mánaðartíma 1914.
Á þessum tíma var mikið að gerast í trúmálum í Kanada og samkeppni á milli trúfélaga og miklum tíma og orku eytt í deilur um trúmál. Únítarar voru mjög duglegir við trúboð og gengu margir menn af íslenskum ættum þeim á hönd. [15] [16] Ásmundur var staðfastur í sinni lúterstrú. Átti hann margar góðar endurminningar frá Kanada og samskiptum við fólkið þar. [17]
Var eftir heimkomu frá Kanada í Reykjavík við kennslu og ritstörf veturinn 1914-1915.
Vígður aðstoðarprestur til séra Sigurðar Gunnarssonar á Helgafelli á Þórsnesi í nágrenni við Stykkishólm 24. júní 1915. Sátu báðir í Stykkishólmi. Séra Sigurður lét af preststörfum vegna aldurs í maí 1916. Var Ásmundur þá settur sóknarprestur á Helgafelli 31. maí 1916 frá fardögum sama ár og var veitt Helgafell 13. nóv. 1916 og sat áfram í Stykkishólmi. Samhliða preststörfum kenndi hann við barnaskólann í Stykkishólmi 1915-1916.
Skipaður skólastjóri á Eiðum 11. janúar 1919 þegar Búnaðarskólanum þar var breytt í alþýðuskóla. Eignaðist hann marga ævilanga vini á Eiðaárunum.
Skipaður dósent við guðfræðideild Háskóla Íslands 24. apríl 1928. Séra Haraldur Níelsson prófessor hafði látist vegna mistaka við svæfingu þegar hann var skorinn upp við gallsteinum þann 11. mars sama ár. [18] Var Ásmundur kallaður fyrirvaralítið í hans stað, ekki síst fyrir meðmæli séra Sigurðar Péturssonar Sívertsen prófessors og forseta guðfræðideildar, sem var hálfbróðir Sigríðar tengdamóður Ásmundar, samfeðra.
Skipaður prófessor við guðfræðideild Háskóla Íslands 24. apríl 1934.
Forseti guðfræðideildar 1934-35, 37-38, 40-41, 42-45, 46-50, 53-54 og haustmisserið 1954.
Varaforseti háskólaráðs 1943-45, 46-50, 53-54, og haustmisserið 1954.
Samhliða háskólakennslu var hann stundakennari við Kennaraskóla Íslands 1928-1954. [n 4]
Frændi hans og vinur Herra Sigurgeir Sigurðsson biskup lést í október 1953 og var Ásmundur kosinn biskup Íslands í ársbyrjun 1954, skipaður í embættið 30. janúar 1954 og vígður 20. júní 1954 í Dómkirkjunni í Reykjavík af séra Bjarna Jónssyni vígslubiskupi. [19] [20]
Vígði m.a. Kirkju óháða safnaðarins, Neskirkju og Hallgrímskirkju í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd.
Vígði eftirmann sinn Herra Sigurbjörn Einarsson til biskups 22. júní 1959. [21]
Fékk lausn frá biskupsembætti vegna aldurs 1. júlí 1959.
Fékkst við Biblíuþýðingar og ritstörf að biskupsstarfi loknu.
Var mikilvirkur fræðimaður. [6] [22]

Félags- og trúnaðarstörf

breyta

Formaður Prestafélags Austfjarða 1927-1928.
Í stjórn Prestafélags Íslands 1929-1954 og formaður frá 1936.
Kirkjuráðsmaður 1932-1959 og forseti ráðsins frá 1954.
Forseti fyrsta Kirkjuþings 1958.
Ritstjóri Kirkjuritsins 1935-1959, en mestan þann tíma hafði hann annan ritstjóra með sér.
Í stjórn Bandalags starfsmanna ríkis og bæja 1942-1946.
Í stjórn stúdentagarðanna 1933-1943.
Í stjórn Vetrarhjálparinnar í Reykjavík um nokkur ár.
Í Barnaverndarráði 1932-1945.
Í Barnaheimilisnefnd Þjóðkirkjunnar.
Formaður Bandalags æskulýðsfélaga í Reykjavík um árabil frá stofnun þess 1948.
Gegndi auk þessara starfa ýmisum öðrum trúnaðarstörfum fyrir kirkjuna og fyrir ungmenni. [6]

Ritstörf

breyta

Höfundarverk

breyta
  • Frá heimi fagnaðarerindisins: helgidagaræður frá 1. sunnudegi í Aðventu. til 2. páskadags, Reykjavík 1919.
  • Ágrip af almennri trúarbragðasögu: minnisgreinar, Reykjavík 1935.
  • Samstofna guðspjöllin. Uppruni þeirra og afstaða sín í milli, Reykjavík 1938.
  • Haraldur Níelsson, Reykjavík 1938.
  • Markúsarguðspjall: skýringar, Reykjavík 1942.
  • Þor og þróttur, Reykjavík 1944.
  • Ærslaveturinn í 2. bekk í bókinni Minningar úr menntaskóla, Reykjavík 1946, bls. 235-242.
  • Saga Ísraelsþjóðarinnar, Reykjavík 1948.
  • Fjallræða Jesú og dæmisögur: skýringar, Reykjavík 1948
  • Það sem aldrei deyr (Frásögn af Þóru Ásmundsdóttur) í bókinni Móðir mín, 2. bindi, Reykjavík 1958, bls. 12-21.
  • Frá heimi fagnaðarerindisins: helgidagaræður: nýtt safn, Ísafold, Reykjavík 1959.
  • Æfi Jesú, Reykjavík 1964.
  • Fleiri bækur, tímaritsgreinar og kennsluefni í guðfræði. [6] [n 5]

Meðhöfundur

breyta
  • Heimilisguðrækni: Nokkrar bendingar til heimilanna, Reykjavík 1927.
  • Helgisiðabók íslensku þjóðkirkjunnar, Reykjavík 1934.
  • Jórsalaför. Ferðaminningar frá Landinu helga, Reykjavík 1940. Meðhöfundur: Magnús Jónsson.
  • Biblíusögur 1., 2. og 3. hefti ásamt nokkrum þáttum úr sögu kristinnar kirkju, Reykjavík 1963–1966.

Þýðingar

breyta
  • Adolf von Harnack (1926). Kristindómurinn: Fyrirlestrar haldnir við Berlínar-Háskóla veturinn 1899-1900. Seyðisfirði, 1926.[n 6]
  • David Åhlén. „Kirkjusöngurinn á Íslandi“. Kirkjuritið 5. tölublað. Reykjavík, 1959: 233-235. .
  • Kaj Munk. „Predikun“. Kirkjuritið 8. tölublað. Reykjavík, 1943: 293-300. .
  • Kristian Schjelderup (1966). Leiðin mín. Fróði, Reykjavík.
  • Kristian Schjelderup. „Skoðanir mínar fyrrum og nú“. Kirkjuritið 2.tölublað. Reykjavík, 1960: 60-65. .
  • María, Rúmenadrottning. „Sýn Vasíls“. Kirkjuritið 9. tölublað. Reykjavík, 1946: 335-345. .
  • Richard Åsberg. „Katrín frá Bóra“. Kirkjuritið 2. tölublað. Reykjavík, 1953: 80-87. .
  • Selma Lagerlöf. „Sveitadúkur Veróniku helgu“. Kirkjuritið 3. tölublað. Reykjavík, 1943: 106-112. .
  • Selma Lagerlöf. „Brunnur vitringanna“. Kirkjuritið 9. tölublað. Reykjavík, 1943: 315-329. .
  • Þórður Tómasson. „Jólagestur“. Kirkjuritið 11. tölublað. Reykjavík, 1945: 297-307. .
  • Og margar fleiri þýðingar.[6]

Viðurkenningar [6]

breyta
  • 1946 Riddarakross hinnar íslensku Fálkaorðu.
  • 1954 Stórriddarakross með stjörnu af Fálkaorðunni.
  • 1954 Kommandörkross 1. stigs af Dannebrogsorðunni.
  • 1954 Heiðursdoktor í guðfræði við Háskóla Íslands.
  • 1954 Félagi í Vísindafélagi Íslendinga.
  • 1959 Stórkross Fálkaorðunnar.

Myndir frá nokkrum stöðum,sem nefndir eru í greininni

breyta

Neðanmálsgeinar

breyta
  1. Forseti og biskup (ef þeir eru karlar) bera titilinn Herra, skrifaðan fullum stöfum , en ekki skammstafaðan Hr. eins og hjá öðrum.
  2. Lektor var í þá daga í raun skólastjóri, Sveinbjörn Egilsson tók við sem rektor eftir flutning skólans til Reykjavíkur.
  3. Séra Árni Þórarinsson á Stóra–Hrauni, séra Guðmundur Helgason í Reykholti og séra Magnús Andrésson á Gilsbakka voru systkinasynir. Sameiginlegur afi þeirra var Magnús Andrésson bóndi og alþingismaður í Syðra-Langholti í Hrunamannahreppi og amma Katrín Eiríksdóttir frá Reykjum á Skeiðum (af Reykjaætt og Bolholtsætt).
  4. Séra Magnús Helgason föðurbróðir Ásmundar var skólastjóri Kennaraskólans 1908-1929.
  5. Finna má mörg af skrifum Ásmundar og annarra um hann með því að leita að honum á www.timarit.is og www.leitir.is
  6. Harnack mun hafa aðhyllst frjálslyndi í guðfræði og því voru ekki allir guðfræðingar jafn hrifnir af því að rit hans væri þýtt og gefið út. Séra Árni Þórarinsson var greinilega ekki hrifinn. Sbr.: Þórbergur Þórðarson (1977). Ævisaga Árna prófasts Þórarinssonar, III bindi 3. útg. Mál og menning, Reykjavík. bls. 241. ISBN 9979313293.

Tilvísanir

breyta
  1. Finnur Sigmundsson (ritstj.) (1947). Sonur gullsmiðsins á Bessastöðum: Bréf til Gríms Thomsen og varðandi hann 1838 til 1858. Hlaðbúð, Reykjavík.
  2. Finnur Sigmundsson (ritstj.) (1946). Húsfreyjan á Bessastöðum: Bréf Ingibjargar Jónsdóttur til bróður síns Gríms amtmanns. Hlaðbúð, Reykjavík.
  3. Ásmundur Guðmundsson. „Ærslaveturinn í 2. bekk“. Minningar úr menntaskóla. Reykjavík, 1946: bls. 235-242. .
  4. Ásmundur Guðmundsson. „Það sem aldrei deyr (Frásögn af Þóru Ásmundsdóttur)“. Móðir mín, 2. bindi. Reykjavík, 1958: bls. 12-21. .
  5. Páll Eggert Ólason og fleiri. „Guðmundur Helgason“. Íslenskar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940. Reykjavík, 1948: bls. 153-154. .
  6. 6,0 6,1 6,2 6,3 6,4 6,5 Björn Magnússon (1976). Guðfræðingatal 1847-1975. Leiftur, Reykjavík. bls. 35-37.
  7. Kristján Arason. „Frjálslynd guðfræði á Íslandi-Upphafsmenn og arftakar“ (PDF). Sótt 14. febrúar 2020. bls. 57.
  8. Áki Pétursson; og fleiri (1987-1990). Reykjaætt á Skeiðum. Sögusteinn, Reykjavík. bls. 177, 411 og 488.
  9. Þórbergur Þórðarson (1977). Ævisaga Árna prófasts Þórarinssonar, II bindi 3. útg. Mál og menning, Reykjavík. bls. 177. ISBN 9979313293.
  10. Áki Pétursson; og fleiri (1987-1990). Reykjaætt á Skeiðum. Sögusteinn, Reykjavík. bls. 192.
  11. Sigurður Kristinn Hermundarson (2006). Laugardalsætt. Hólar, Reykjavík. bls. 17. ISBN 9979776994.
  12. Finnur Sigmundsson (ritstj.) (1957). Skrifarinn á Stapa: sendibréf 1806-1877. Bókfellsútgáfan, Reykjavík. bls. 129-131.
  13. Frá Reykholtsprestum; Kristleifur Þorsteinsson, Prestafélagsritið janúar 1928, bls. 109–111.
  14. Katrín Níelsdóttir. „Blómlegar byggðir: Landnám Íslendinga í Saskatchewan“ (PDF). Sótt 26. febrúar 2020.
  15. Friðrik Guðmundsson (1972-1973). Endurminningar, Seinna bindi. Víkurútgáfan, Reykjavík. bls. 258-281.
  16. Eysteinn Þorvaldsson. „Grettir og Snækollur: Trúardeilur og kveðskapur Vestur–Íslendinga“. Andvari 1. janúar 2007. bls. 140–162. Sótt 25. mars 2020.
  17. „Vestur-íslendingar heiðra dr. Ásmund Guðmundsson biskup“. Kirkjuritið 1. mars 1955. Sótt 29. febrúar 2020.
  18. Jónas H. Haralz. „Haraldur Níelsson“. Faðir minn - presturinn. Skuggsjá, Hafnarfirði, 1977: bls. 95-115. .
  19. Frétt um biskupsvígslu í Morgunblaðinu 22. júní 1954.
  20. Ásmundur Guðmundsson. Ríkur hjá guði, Predikun við biskupsvígslu“. Morgunblaðið 22. júní 1954. Sótt 14. febrúar 2020.
  21. Sigurbjörn Einarsson vígður biskup Morgunblaðið 23. júní 1959 á Timarit.is.
  22. „Ísmús.is: Ásmundur Guðmundsson.

Heimildir og ítarefni

breyta
  • Ásgeir Pétursson (2006). Haustlitir. Almenna bókafélagið / Edda, Reykjavík. ISBN 9979219947.
  • Ásmundur Guðmundsson. „Ærslaveturinn í 2. bekk“. Minningar úr menntaskóla. Reykjavík, 1946: bls. 235-242. .
  • Björn Magnússon (1976). Guðfræðingatal 1847-1975. Leiftur, Reykjavík. bls. 35-37.
  • Gunnar Árnason. „Ásmundur Guðmundsson biskup“. Tímaritið Andvari. 107. árgangur (1. tölublað) (1982): bls. 3-30.
  • Tryggvi Ásmundsson. „Ásmundur Guðmundsson“. Faðir minn - presturinn. Skuggsjá, Hafnarfirði, 1977: bls. 171-180. .
  • Þórbergur Þórðarson (1945-1950). Ævisaga Árna prófasts Þórarinssonar (3. útg. 1977). Mál og menning, Reykjavík.

Tenglar

breyta

Skrif Ásmundar

breyta

Afmælisgreinar

breyta

Minningargreinar

breyta

Yfirlitsgreinar

breyta

Biskupsfrúin

breyta


Fyrirrennari:
Sigurgeir Sigurðsson
Biskup Íslands
(19541959)
Eftirmaður:
Sigurbjörn Einarsson