Albert Camus

franskur höfundur og heimspekingur (1913-1960)

Albert Camus (7. eða 8. nóvember 19134. janúar 1960) var franskur höfundur og heimspekingur, hann er oft kenndur við tilvistarstefnuna þótt svo að hafa kallað sjálfan sig fáránleikasinna. Hann var næst yngsti nóbelsverðlaunahafi fyrir bókmenntir þegar hann hlaut þau árið 1957 (áður var sá yngsti Rudyard Kipling). Hann var einnig skammlífastur af handhöfum nóbelsverðlauna fyrir bókmenntir og er það enn í dag.

Albert Camus
Persónulegar upplýsingar
Fæddur7. eða 8. nóvember 1913
SvæðiVestræn heimspeki
TímabilHeimspeki 20. aldar
Skóli/hefðMeginlandsheimspeki
Helstu ritverkÚtlendingurinn
Helstu kenningarÚtlendingurinn
Helstu viðfangsefniTilvistarstefna

Æviágrip

breyta

Camus fæddist við sára fátækt í Alsír og missti hann föður sinn í fyrri heimsstyrjöldinni. Með aðstoð leiðbeinanda að nafni Louis Germain komst hann í Háskóla Alsír. Hann greindist snemma með berkla og gat af þeim sökum ekki fengið að kenna eins og hann óskaði, einnig varð hann að hætta íþróttaiðkun sinni sem hann hafði stundað af kappi. Hann útskrifaðist með BA í heimspeki og því sem samsvarar M.A. í heimspeki með lokaritgerð um Plótínos.

Í síðari heimsstyrjöldinni tók hann fyrst afstöðu sem friðarsinni (hann hafði ekki verið kvaddur í herinn vegna berkla), en eftir að verða vitni af aftöku Gabriel Peri, snéri hann blaðinu við og gekk í frönsku mótspyrnuna. Á stríðsárunum tók hann þátt í útgáfu áróðursrits að nafni Combat og gaf út tvær af sínum frægustu bókum, Le Mythe de Sisyphe og L'Étranger.

Hann dó árið 1960 í bílslysi nálægt Sens. Hann lét eftir sig tvíburadætur að nafni Catherine and Jean, þær eiga höfundarrétt að verkum hans enn í dag.

Þekktustu verk

breyta

Skáldsögur

breyta
  • Útlendingurinn (L'Étranger) (1942)
  • Plágan (La Peste) (1947)
  • Fallið (La Chute) (1956)
  • La Mort heureuse (eldri útgáfa af Útlendingurinn, útgefið eftir dauða árið 1970)
  • Fremmandamaðurinn (Le premier homme) (óklárað rit, útgefið eftir dauða árið 1995)

Smásögur

breyta

Óskálduð ritverk

breyta
  • L'envers et l'endroit (1937)
  • Combat (1946)
  • Le Mythe de Sisyphe (1942)
  • L'Homme révolté (1951)
  • Carnets, mai 1935 -- fevrier 1942 (1962)
  • Carnets II: janvier 1942-mars 1951 (1965)
  • Albert Camus, Maria Casarès. Correspondance inédite (1944-1959). Édition de Béatrice Vaillant. Avant-propos de Catherine Camus. Collection Blanche, Gallimard. Parution : 09-11-2017.

Leikrit

breyta
  • Caligula (sett á svið 1945, skrifað 1938)
  • Le Malentendu (1944)
  • L'État de siège (1948)
  • Les Justes (1949)

Safnverk

breyta
  • Écrits de jeunesse d'Albert Camus
  • Lettres à un ami allemand (1961 - Safn ritgerða valin af Comte)

Kvikmyndir

breyta

Tenglar

breyta