Guðrún Katrín Þorbergsdóttir

Guðrún Katrín Þorbergsdóttir (fæddist 14. ágúst 1934 í Reykjavík, lést 12. október 1998 í Seattle) var fyrsta konan til að ná kjöri í bæjarstjórn Seltjarnarness, framkvæmdastjóri Póstmannafélag Íslands og forsetafrú.

Hún giftist Ólafi Ragnari Grímssyni árið 1974 og eignaðist með honum tvíburadætur ári seinna.

Hún náði fyrst kjöri sem bæjarfulltrúi í bæjarstjórnakosningunum 1978 og sat í fjögur kjörtímabil, ýmist sem fulltrúi Alþýðubandalagsins eða sameiginlegs lista nokkurra framboða.

Hún lést af hvítblæði árið 1998.

Heimildir

breyta
  • „Forseti.is - Guðrún Katrín Þorbergsdóttir“.
  • „Morgunblaðið 30. maí 1978, bls. 17“.
   Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.