Jarðskjálftinn á Haítí 2021
18°24′29″N 73°28′30″V / 18.408°N 73.475°V
Jarðskjálftinn á Haítí 2021 | |
---|---|
Dagsetning | 14. ágúst 2021, 08:29:09 |
Stærð | 7,2 Mw |
Dýpt | 10km |
Áhrifasvæði skjálftans | Haítí |
Skemmdir alls | 136.800 byggingar skemmdar eða eyðilagðar. |
Mannsföll | Að minnsta kosti 2.189 látnir og 12.268 slasaðir. |
Þann 14. ágúst 2021 klukkan hálfníu að staðartíma skall jarðskjálfti á Haítí að stærðinni 7,2 og olli gríðarlegri eyðileggingu. Skjálftinn varð um átta kílómetrum frá bænum Petit-Trou-de-Nippes.[1] Fljótlega eftir jarðskjálftann var tilkynnt um dauðsföll vegna hans og flóðbylgjuviðvörun gefin út. Samkvæmt bandarísku jarðvísindastofnuninni varð skjálftinn á um tíu kílómetra dýpi og um 150 kílómetra frá haítísku höfuðborginni Port-au-Prince.[2] Flóðbylgjuviðvörunin var síðar afturkölluð.[1]
Fjórum dögum eftir skjálftann var reiknað með því að minnst 1.941 manns hefðu látist og hátt í 10.000 manns höfðu slasast.[3] Ariel Henry, forsætisráðherra Haítí, lýsti yfir mánaðarlöngu neyðarástandi vegna hamfaranna.[4]
Jarðskjálftinn reið yfir Haítí um ellefu árum eftir álíka kraftmikinn jarðskjálfta sem varð hundruðum þúsunda Haíta að bana.[5]
Tengt efni
breytaTilvísanir
breyta- ↑ 1,0 1,1 Ólöf Rún Erlendsdóttir (14. ágúst 2021). „Margir látnir eftir stóran skjálfta á Haítí“. RÚV. Sótt 18. ágúst 2021.
- ↑ Þorvarður Pálsson (14. ágúst 2021). „Dauðsföll eftir stóran jarðskjálfta á Haítí“. Fréttablaðið. Sótt 18. ágúst 2021.
- ↑ „Hátt í tvö þúsund látin á Haítí“. mbl.is. 18. ágúst 2021. Sótt 18. ágúst 2021.
- ↑ Þorvarður Pálsson (15. ágúst 2021). „Meira en 700 látin eftir jarðskjálftann á Haítí“. Fréttablaðið. Sótt 18. ágúst 2021.
- ↑ Alexander Kristjansson (14. ágúst 2021). „Þjóðin ekki búin að jafna sig eftir síðustu hamfarir“. RÚV. Sótt 18. ágúst 2021.