Jarðskjálftinn á Haítí 2021

18°24′29″N 73°28′30″V / 18.408°N 73.475°V / 18.408; -73.475

Jarðskjálftinn á Haítí 2021
Skemmdir eftir jarðskjálftann.
Skemmdir eftir jarðskjálftann.
Dagsetning14. ágúst 2021, 08:29:09
Stærð7,2 Mw
Dýpt10km
Áhrifasvæði skjálftansHaítí
Skemmdir alls136.800 byggingar skemmdar eða eyðilagðar.
MannsföllAð minnsta kosti 2.189 látnir og 12.268 slasaðir.

Þann 14. ágúst 2021 klukkan hálfníu að staðartíma skall jarðskjálfti á Haítí að stærðinni 7,2 og olli gríðarlegri eyðileggingu. Skjálftinn varð um átta kílómetrum frá bænum Petit-Trou-de-Nippes.[1] Fljótlega eftir jarðskjálftann var tilkynnt um dauðsföll vegna hans og flóðbylgjuviðvörun gefin út. Samkvæmt banda­rísku jarð­vísinda­stofnuninni varð skjálftinn á um tíu kílómetra dýpi og um 150 kílómetra frá haítísku höfuðborginni Port-au-Prince.[2] Flóðbylgjuviðvörunin var síðar afturkölluð.[1]

Fjórum dögum eftir skjálftann var reiknað með því að minnst 1.941 manns hefðu látist og hátt í 10.000 manns höfðu slasast.[3] Ariel Henry, forsætisráðherra Haítí, lýsti yfir mánaðarlöngu neyðarástandi vegna hamfaranna.[4]

Jarðskjálftinn reið yfir Haítí um ellefu árum eftir álíka kraftmikinn jarðskjálfta sem varð hundruðum þúsunda Haíta að bana.[5]

Tengt efni

breyta

Tilvísanir

breyta
  1. 1,0 1,1 Ólöf Rún Erlendsdóttir (14. ágúst 2021). „Margir látnir eftir stóran skjálfta á Haítí“. RÚV. Sótt 18. ágúst 2021.
  2. Þorvarður Pálsson (14. ágúst 2021). „Dauðsföll eftir stóran jarðskjálfta á Haítí“. Fréttablaðið. Sótt 18. ágúst 2021.
  3. „Hátt í tvö þúsund látin á Haítí“. mbl.is. 18. ágúst 2021. Sótt 18. ágúst 2021.
  4. Þorvarður Pálsson (15. ágúst 2021). „Meira en 700 látin eftir jarð­skjálftann á Haítí“. Fréttablaðið. Sótt 18. ágúst 2021.
  5. Alexander Kristjansson (14. ágúst 2021). „Þjóðin ekki búin að jafna sig eftir síðustu hamfarir“. RÚV. Sótt 18. ágúst 2021.
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.