Neymar da Silva Santos Júnior (fæddur 5. febrúar 1992) er brasilískur fótboltamaður sem spilar sem framherji fyrir Paris Saint-Germain og brasilíska landsliðið. Neymar hefur einnig spilað fyrir brasilíska liðið Santos og spænska liðið FC Barcelona.

Neymar
20180610 FIFA Friendly Match Austria vs. Brazil Neymar 850 1705.jpg
Upplýsingar
Fullt nafn Neymar da Silva Santos Júnior
Fæðingardagur 5. febrúar 1992 (1992-02-05) (28 ára)
Fæðingarstaður    Mogi das Cruzes, Brasilía
Hæð 1.75 m
Leikstaða sóknartengiliður
Núverandi lið
Núverandi lið Paris SG
Númer 10


Þegar Neymar var nítján ára vann hann verðlaun sem besti suður-ameríski leikmaðurinn árið 2011, eftir að hafa lent í 3.sæti árið 2010. Neymar var tilnefndur fyrir FIFA Gullknöttinn, þar sem hann lenti í 10. sæti, og FIFA Pukás verðlaunin sem hann vann. Neymar er þekktastur fyrir hraða og tækni. Honum hefur verið líkt við samherja sinn hinn argentínska Lionel Messi og samlenda sinn fyrrum brasilíska leikmanninn Pelé.