Neymar da Silva Santos Júnior (fæddur 5. febrúar 1992) er brasilískur fótboltamaður sem spilar sem framherji fyrir sádíska Al Hilal og brasilíska landsliðið. Neymar hefur einnig spilað fyrir brasilíska liðið Santos, spænska liðið FC Barcelona og PSG í París. Hann er þekktur fyrir að vera afkastamikill markaskorari og lipur knattreki. Hann er almennt talinn vera einn besti knattspyrnumaður heims og besti brasilíski leikmaður sinnar kynslóðar.

Neymar
Upplýsingar
Fullt nafn Neymar da Silva Santos Júnior
Fæðingardagur 5. febrúar 1992 (1992-02-05) (31 árs)
Fæðingarstaður    Mogi das Cruzes, Brasilía
Hæð 1,75 m
Leikstaða Sóknarmaður
Núverandi lið
Núverandi lið Al Hilal
Númer 10
Yngriflokkaferill
1999–2003
2003–2009
Portuguesa Santista
Santos
Meistaraflokksferill1
Ár Lið Leikir (mörk)
2009-2013 Santos 177 (107)
2013–2017 FC Barcelona 123 (68)
2017-2023 Paris Saint-Germain 112 (82)
2023- Al Hilal 3 (0)
Landsliðsferill2
2009
2011
2010-
Brasilía U-17
Brasilía U-20
Brasilía
3 (1)
7 (9)
125 (79)

1 Leikir með meistaraflokkum og mörk
talið í aðaldeild liðsins og
síðast uppfært ágúst 2023.
2 Landsliðsleikir og mörk uppfærð
sept 2023.

Þegar Neymar var nítján ára vann hann verðlaun sem besti suður-ameríski leikmaðurinn árið 2011, eftir að hafa lent í 3. sæti árið 2010. Neymar var tilnefndur til FIFA-gullknattarins, þar sem hann lenti í 10. sæti, og FIFA Puskás verðlaunin sem hann vann. Honum hefur verið líkt við samlanda sinn, leikmanninn Pelé en árið 2023 sló Neymar markamet Pelé fyrir landsliðið.[1] Hann varð einnig dýrasti knattspyrnumaður allra tíma árið 2017 þegar Paris Saint-Germain keypti hann fyrir 222 milljónir evra.[2]

Félagslið breyta

Santos breyta

Neymar byrjaði í fótbolta á unga aldri og brasilíska liðið Santos fljótlega sá hann og bauð honum samning við félagið þar sem hann var tekinn inn í knattspyrnuakademíu þess, brasilískir leikmenn svo sem Coutinho, Clodoaldo, Diego, Elano og Alex hafa komið upp í gegnum knattspyrnuakademíu félagsins. Einnig hafa leikmenn svo sem Pepe, Pelé og Robinho byrjað feril sinn hjá Santos. Neymar spilaði fyrsta leik sinn með aðalliðinu þann 7. mars 2009, þrátt fyrir að vera aðeins sautján ára gamall. Hann kom af bekknum og spilaði síðustu 30 mínúturnar í 2-1 sigri gegn Oeste. Vikuna eftir skoraði hann fyrsta mark sitt fyrir Santos gegn Mogi Mirim. Á fyrsta tímabilinu sínu skoraði hann 14 mörk í 48 leikjum.

Neymar vann Puskas-verðlaunin árið 2011 þegar hann rak boltann framhjá þremur leikmönnum Flamengo og lék á varnarmenn liðsins áður en hann stýrði boltanum framhjá markverðinum til að skora.[3]

Árið 2012 var hann útnefndur besti suður-ameríski knattspyrnumaður ársins einungis nítján ára að aldri.[4]

Barcelona breyta

Árið 2013 var seinasta tímabil Neymars þegar spænska stórveldið Barcelona keypti hann. Hann skrifaði undir fimm ára samning við félagið.[5] Varaforseti félagsins, Josep Maria Bartomeu, sagði að þeir hefðu keypti hann fyrir 57,1 milljónir evra. Í janúar 2014 hóf skrifstofa saksóknara í Madríd rannsókn á félagaskiptagjaldi sem Barcelona greiddi fyrir Neymar. Það kom í ljós að Börsungar keyptu hann í rauninni fyrir 86,2 milljónir evra. Í kjölfarið voru Barcelona og Bartomeu ákærðir fyrir skattaundanskot.[6]

2013–14: Fyrsta tímabil á Spáni breyta

Neymar spilaði fyrsta deildarleik sinn með félaginu í opnunarleik þess í spænsku úrvalsdeildinni áramótin 2013–14. Hann kom inn á fyrir Alexis Sánchez á 63. mínútu í 7–0 sigri gegn Levante.[7] Neymar skoraði fyrsta mark sitt fyrir félagið í 7-1 sigri gegn úrvalsliði frá Taílandi í vináttuleik í Bangkok þann 7. ágúst en fyrsta deildarmarkið hans var þann 24. september í 4-1 sigri gegn Real Sociedad.[8][9]

Þann 26. október lék Neymar sinn fyrsta El Clásico-leik. Hann skoraði fyrsta markið og átti stoðsendingu í sigurmarki Börsunga sem Alexis Sánchez skoraði þegar Barcelona vann Real Madrid 2-1 á Nývangi.[10]

2014–15: Þrennan og velgengni breyta

Þann 13. september 2014, eftir að hafa komið af bekknum, skoraði Neymar fyrstu tvö mörk sín á tímabilinu og hjálpaði Barcelona að vinna Athletic Bilbao 2-0.[11] Þann 27. september skoraði hann þrennu gegn Granada í 6-0 sigri og skoraði í næstu þremur leikjum sínum í deildinni, þar á meðal opnunarmarkið í 1-3 tapi gegn Real Madrid á útivelli.[12][13]

Þann 24. janúar 2015 skoraði Neymar tvisvar og lagði upp tvö mörk í 6-0 sigri á Elche. Þann 28. janúar skoraði hann sitt 20. mark á tímabilinu í 3–2 sigri í 8-liða úrslitum spænska konungsbikarsins gegn Atlético Madrid.[14] Þann 4. mars skoraði Neymar tvisvar í 3-1 sigri Barcelona gegn Villarreal í undanúrslitaleiknum bikarsins og kom félaginu í 37. úrslitaleik þess í bikarinum.[15] Þann 21. apríl náði Neymar 30 mörkum á tímabilinu með því að skora tvö mörk í 2-0 sigri Barcelona á Paris Saint-Germain í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.[16]

Í maí, lokamánuði tímabilsins, skoraði Neymar síðasta markið í 3-0 sigri gegn Bayern München í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Viku síðar skoraði hann bæði mörkin í 3-2 tapi í seinni leiknum á útivelli til að tryggja að Börsungar kæmust í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.[17] Hann skoraði opnunarmarkið með skalla í 2-0 deildarsigri gegn Real Sociedad, úrslit sem skiluðu Börsungum fjögurra stiga forskoti á Real Madrid þegar aðeins tvær umferðir voru eftir.[18]

Eftir að hafa tryggt sér meistaratitilinn þann 17. maí með 1-0 sigri gegn Atlético Madrid á útivelli vann Barcelona 3-1 sigur á Athletic Bilbao á heimavelli í úrslitaleik spænska konungsbikarsins þann 30. maí 2015 og skoraði Neymar annað markið fyrir félagið.[19][20] Þar sem sigur Barcelona var líklegur gerði hann brellur á lokamínútum leiksins sem Andoni Iraola, mótherji hans, þótti óíþróttalegt. Luis Enrique, þjálfari Barcelona, sagði að það yrði að skilja að svona hegðun væri ásættanleg í Brasilíu, en Neymar sjálfur baðst ekki afsökunar.[21]

Þann 6. júní 2015 skoraði Neymar þriðja markið fyrir Börsunga í 3-1 sigri félagsins gegn ítölsku meisturunum Juventus á Ólympíuleikvanginum í Berlín og tryggði félaginu fimmta Evrópumeistaratitilinn.[22] Þetta gerði Barcelona að fyrsta félagi sögunnar til að vinna þrennuna tvisvar.[23] Hann varð jafnframt áttundi leikmaður sögu knattspyrnu til að vinna bæði meistaradeildina í Suður-Ameríku og Evrópu og sá fyrsti til að skora í sigri úrslitaleiks í báðum keppnum.[24] Neymar endaði tímabilið með 39 mörk í öllum keppnum og tíu í Meistaradeildinni og var þar með markahæstur ásamt Cristiano Ronaldo og liðsfélaga sínum Lionel Messi í síðarnefndu keppninni.[25] Hann var fyrsti leikmaðurinn fyrir utan þessa tvo til að komast á stigalista keppninnar síðan landi hans Kaká á tímabilinu 2006-2007.[26] Sóknartríóið Messi, Luis Suárez og Neymar, skammstafað „MSN“, endaði tímabilið með 122 mörk, sem er það mesta á tímabili fyrir sóknartríó í sögu spænskrar knattspyrnu.[27]

2015–16: Tvennan heima breyta

Vegna hettusóttar var búist við að Neymar myndi missa af Ofurbikar Evrópu árið 2015 og Ofurbikar Spánar sama ár.[28] Þann 17. október skoraði Neymar fjögur mörk í 5-2 heimasigri Börsunga gegn Rayo Vallecano í deildinni, sem þýddi að hann hafði skorað samtals átta mörk á tímabilinu og var markahæstur í deildinni.[29] Þann 21. nóvember skoraði Neymar eitt og gaf Andrés Iniesta stoðsendingu með hæl í 4-0 útisigri gegn Real Madrid.[30] Hann skoraði tvisvar í 4-0 heimasigri gegn Real Sociedad þann 28. nóvember og náði því samtals 14 mörkum í 12 leikjum í deildinni.[31][32] Þann 30. nóvember var Neymar tilnefndur til FIFA-gullknattarins ásamt Messi og Ronaldo og lenti í þriðja sæti.[33] Þann 22. maí 2016 skoraði Neymar seint mark í 2-0 framlengingu Barcelona gegn Sevilla í úrslitaleik spænska konungsbikarkeppninnar árið 2016 á Vicente Calderón, þar sem félagið fagnaði tvennunni heima annað tímabil í röð, eftir þrennuna á seinustu tímabili.[34][35] Sóknarlínan Messi, Suárez og Neymar enduðu tímabilið með 131 mörk og slógu þar með metið sem þeir höfðu sett árið áður fyrir flest mörk af sóknartríói á einu tímabili.[36]

Landslið breyta

Þann 18. október 2023 sleit Neymar krossband í leik Brasilíu og Úrúgvæ og fór grátandi af velli.[37]

Tilvísanir breyta

 1. „Neymar markahæstur í sögu Brasilíu“. www.mbl.is. Sótt 18. nóvember 2023.
 2. „PSG sign Neymar for world record £200m“. BBC Sport (bresk enska). Sótt 18. nóvember 2023.
 3. „Markið hans Neymar það flottasta árið 2011“. www.fotbolti.net. Sótt 19. nóvember 2023.
 4. „Neymar bestur í Suður-Ameríku“. www.mbl.is. Sótt 19. nóvember 2023.
 5. „Neymar orðinn leikmaður Barcelona“. www.ruv.is. Sótt 19. nóvember 2023.
 6. „Neymar-málið er neyðarlegt - Vísir“. visir.is. 3. nóvember 2014. Sótt 19. nóvember 2023.
 7. „Spánn: Barcelona lék sér að Levante“. fotbolti.net. Sótt 19. nóvember 2023.
 8. Jónsson, Óskar Ófeigur (8. júlí 2013). „Neymar skoraði sitt fyrsta mark fyrir Barcelona - Vísir“. visir.is. Sótt 19. nóvember 2023.
 9. „Neymar skoraði í sigri Barcelona“. www.ruv.is. Sótt 19. nóvember 2023.
 10. „Barcelona lagði Real Madríd“. www.ruv.is. Sótt 20. nóvember 2023.
 11. Ingvarsson, Guðmundur Marinó (13. september 2014). „Neymar og Messi sáu um Athletic Club - Vísir“. visir.is. Sótt 19. nóvember 2023.
 12. Ingvarsson, Guðmundur Marinó (27. september 2014). „Barcelona fór létt með Granada - Vísir“. visir.is. Sótt 19. nóvember 2023.
 13. Ingvarsson, Guðmundur Marinó (25. október 2014). „Real Madrid skellti Barcelona - Vísir“. visir.is. Sótt 19. nóvember 2023.
 14. „Barcelona sló út níu liðsmenn Atlético“. www.mbl.is. Sótt 19. nóvember 2023.
 15. Sæmundsson, Ingvi Þór (3. apríl 2015). „Barcelona í bikarúrslit | Neymar með tvennu - Vísir“. visir.is. Sótt 19. nóvember 2023.
 16. „Bayern og Barcelona í undanúrslit“. nyr.ruv.is. Sótt 19. nóvember 2023.
 17. „Barcelona áfram þrátt fyrir tap - RÚV.is“. RÚV. Sótt 20. nóvember 2023.
 18. „Barcelona með titilinn í augsýn“. www.ruv.is. Sótt 20. nóvember 2023.
 19. Jónsson, Óskar Ófeigur (18. maí 2015). „Gaman á Römblunni í gærkvöldi | Myndir - Vísir“. visir.is. Sótt 20. nóvember 2023.
 20. „Spánn: Barcelona tók bikarinn - Messi með sýningu“. fotbolti.net. Sótt 20. nóvember 2023.
 21. published, FourFourTwo Staff (31. maí 2015). „Iraola: Neymar 'rainbow' unsporting“. fourfourtwo.com (enska). Sótt 20. nóvember 2023.
 22. „Barcelona vann Meistaradeildina“. www.ruv.is. Sótt 20. nóvember 2023.
 23. Leifsson, Anton Ingi (6. júní 2015). „Barcelona meistari í fimmta sinn | Sjáðu mörkin - Vísir“. visir.is. Sótt 20. nóvember 2023.
 24. „Neymar joins exclusive Libertadores-Champions League club - Goal.com“. web.archive.org. 9. júní 2015. Afritað af uppruna á 9. júní 2015. Sótt 20. nóvember 2023.
 25. „AFP.com“. web.archive.org. 10. júní 2015. Afrit af upprunalegu geymt þann 10. júní 2015. Sótt 20. nóvember 2023.
 26. UEFA.com (6. júní 2015). „Neymar, Messi and Ronaldo top scoring charts | UEFA Champions League“. UEFA.com (enska). Sótt 20. nóvember 2023.
 27. „Enrique segir MSN vera bestu sóknarlínu frá upphafi“. fotbolti.net. Sótt 20. nóvember 2023.
 28. „Neymar með hettusótt“. www.mbl.is. Sótt 21. nóvember 2023.
 29. Sæmundsson, Ingvi Þór (17. október 2015). „Neymar með flugeldasýningu í sigri Barcelona - Vísir“. visir.is. Sótt 21. nóvember 2023.
 30. Pálsson, Stefán Árni (21. nóvember 2015). „Barcelona slátraði Real Madrid á Bernabéu - Vísir“. visir.is. Sótt 23. nóvember 2023.
 31. Leifsson, Anton Ingi (28. nóvember 2015). „Öruggt hjá Barcelona | Sjáðu frábært mark Suarez - Vísir“. visir.is. Sótt 23. nóvember 2023.
 32. „Barcelona 4-0 Real Sociedad“. BBC Sport (bresk enska). Sótt 23. nóvember 2023.
 33. „Nominees for the FIFA Ballon d'Or 2015 awards revealed - FIFA.com“. web.archive.org. 2. desember 2015. Afritað af uppruna á 2. desember 2015. Sótt 23. nóvember 2023.
 34. Teitsson, Kristinn Páll (22. maí 2016). „Barcelona varði bikarmeistaratitilinn | Fimmtán spjöld á loft í leiknum - Vísir“. visir.is. Sótt 23. nóvember 2023.
 35. „Barcelona meistari meistaranna“. www.mbl.is. Sótt 23. nóvember 2023.
 36. „Messi og Suárez ræða nýja samninga“. www.mbl.is. Sótt 23. nóvember 2023.
 37. „Neymar með slitið krossband“. www.mbl.is. Sótt 18. nóvember 2023.