Elche er borg og sveitarfélag í Alícantehéraði í Valensía á Spáni. Sjálf borgin er 11 km frá ströndinni. Íbúar eru um 230.000 (2018).

Elche.

Borgin á sér langa sögu. Elche-konan (Dama de Elche) er stytta sem fannst á svæðinu og má rekja til 4. aldar fyrir Krist. Pálmalundurinn, Palmeral de Elche eða Palmerar d'Elx á valensísku, er á minjaskrá UNESCO. Þar eru 200.000 pálmatré.