Ángel Di María
argentískur knattspyrnumaður
Ángel Di María (f. 14. febrúar 1988) er argentískur knattspyrnumaður sem spilar fyrir Benfica í Lissabon. Hann spilaði í 7 ár með Paris Saint-Germain.
Ángel Di María | ||
Upplýsingar | ||
---|---|---|
Fullt nafn | Ángel Fabián Di María | |
Fæðingardagur | 14. febrúar 1988 | |
Fæðingarstaður | Rosario, Argentína | |
Hæð | 1,78 m | |
Leikstaða | Vængmaður, framsækinn miðherji | |
Núverandi lið | ||
Núverandi lið | Benfica | |
Númer | 11 | |
Yngriflokkaferill | ||
1991–1992 1992-2005 |
Torito Rosario Central | |
Meistaraflokksferill1 | ||
Ár | Lið | Leikir (mörk) |
2005-2007 | Rosario Central | 35 (6) |
2007–2010 | S.L. Benfica | 76 (7) |
2010-2014 | Real Madrid | 124 (22) |
2014-2015 | Manchester United | 27 (3) |
2015-2022 | Paris Saint-Germain | 197 (56) |
2022-2023 | Juventus | 26 (4) |
2023- | S.L. Benfica | 37 (12) |
Landsliðsferill | ||
2007 2008 2008-2024 |
Argentína U-20 Argentína U-23 Argentína |
13 (3) 6 (2) 145 (31) |
1 Leikir með meistaraflokkum og mörk |
Di María skoraði sigurmarkið í Copa America 2021 gegn Brasilíu og fyrsta markið í 3-3 í úrslitaleik HM 2022 þegar Argentína vann heimsmeistaratitillinn í vítakeppni. Hann lagði landsliðsskóna á hilluna árið 2024.