Ólympíuleikvangurinn í Berlín

Ólympíuleikvangurinn í Berlín var reistur í tilefni Ólympíuleikana þar í borg 1936. Hann er enn í fullri notkun í dag, bæði fyrir knattspyrnu og frjálsar íþróttir. Leikvangurinn er jafnframt heimavöllur Hertha BSC.

Ólympíuleikvangurinn í Berlín. Austurhlið og aðalinngangur.

Saga Ólympíuleikvangsins

breyta

Byggingasaga

breyta

Strax árið 1933 var ákveðið að reisa myndarlegan Ólympíuleikvang, þar sem Berlín var gestgjafi leikanna 1936. Í fyrstu töldu menn að hægt væri að nota eldri leikvang frá 1916, sem reistur var fyrir Ólympíuleikana þá. Þeir féllu hins vegar niður sökum heimstyrjaldarinnar fyrri. En Hitler vildi fá nýjan leikvang nær miðborginni. Framkvæmdir hófust 1934. Leikvangurinn er að hluta grafinn í jörðu, þannig að sjáanlegi hlutinn að utan sýnist frekar lítill. Hann var formlega opnaður samfara opnunarhátíð Ólympíuleikana 1936.

Leikarnir

breyta
 
Hitler mættur á Ólympíuleikana 1936

49 ríki sendu íþróttamenn á leikana. Þetta var metfjöldi þá, þrátt fyrir efasemdir manna í ýmsum löndum um að leikarnir gætu farið fram með sanngjörnum hætti í höfuðborg Hitlers. Ísland var einnig þátttakandi og sendi tólf íþróttamenn. Einn fremsti íþróttamaður leikanna var Bandaríkjamaðurinn Jesse Owens en hann vann fjögur gullverðlaun á leikunum í Berlín, sá fyrsti í sögunni sem afrekaði það. Þjóðverjar unnu þó flest gullverðlaun eða 33 alls.

Eftirstríðsárin

breyta

Ólympíuleikvangurinn skemmdist lítið í stríðinu. 1963 byrjaði knattspyrnufélagið Hertha Berlin að leika heimaleiki sína þar og hefur gert það síðan, með nokkrum hléum þó meðan félagið lék í neðri deildum. Fyrir HM í knattspyrnu 1974 var leikvanginum breytt lítilsháttar. Meðal annars voru stór skyggni sett á báðar langhliðar. Þó fóru aðeins þrír leikir fram á vellinum. 2000-2004 fóru fram viðamiklar breytingar á leikvanginum. Meðal annars fékk hann nýtt þak allan hringinn í kring. Aðeins miðjan stendur opin. Þá var spilað á vellinum í HM í knattspyrnu 2006. Úrslitaleikurinn fór fram þar. Einnig var úrslitaleikur EM 2024 þar.

Nýting

breyta
 
Ólympíuleikvangurinn er einn glæsilegasti leikvangur í Þýskalandi. Horfti til vesturs í átt að Glockenturm.
  • Ólympíuleikarnir 1936
  • Heimavöllur Hertha Berlin
  • HM í knattspyrnu 1974
  • HM í knattspyrnu 2006
  • Úrslitaleikur í bikarkeppni karla í knattspyrnu hvert ár
  • Úrslitaleikur í bikarkeppni kvenna knattspyrnu hvert ár
  • Ýmsir landsleikir þýska landsliðsins í knattspyrnu (bæði karla og kvenna)
  • Alþjóðlegt frjálsíþróttamót (ISTAF) hvert ár
  • HM í frjálsum íþróttum 2009
  • Ýmsir tónleikar

Heimildir

breyta

Tenglar

breyta