Þýska karlalandsliðið í knattspyrnu

Landssamband karla í knattspyrnu sem er fulltrúi Þýskalands

Þýska karlalandsliðið í knattspyrnu keppir fyrir hönd Þýskalands í knattspyrnu. Það hefur þrisvar sinnum orðið evrópumeistari og fjórum sinnum orðið heimsmeistari.

Þýska karlalandsliðið í knattspyrnu
Merki landsliðsins
GælunafnNationalelf (hinir ellefu útvöldu)DFB-Elf (DFB Ellefu)Die Mannschaft (Liðið)
ÍþróttasambandDeutscher Fußball-Bund (Þýska knattspyrnusambandið)
ÞjálfariFáni Þýskalands Rudi Völler (bráðabirgða)
FyrirliðiManuel Neuer

1 (1990–92, 1993–94, 1996–97, July 2014 – maí 2016, október 2017 – nóvember 2017)
24 (September 1924 – október 1925)
Heimabúningur
Útibúningur
Fyrsti landsleikur
3-5 gegn Sviss í Basel, 5. apríl 1908.
Stærsti sigur
16–0 gegn Rússlandi í Stokkhólmi, 1. júlí 1912.
Mesta tap
9-0 gegn Englandi í Oxford, 13. mars 1909.
Heimsmeistaramót
Keppnir19 (fyrst árið 1934)
Besti árangurMeistarar 1954, 1974, 1990, 2014
Evrópukeppni
Keppnir13 (fyrst árið 1972)
Besti árangurMeistarar 1972, 1980, 1996

Saga breyta

Þýskaland er það land sem hefur orðið oftast evrópumeistari ásamt Spáni (þrisvar), það hefur fjórum sinnum orðið heimsmeistari og síðast árið 2014.

Fyrstu árin breyta

 
Ljósmynd af fyrsta opinbera landsliði þjóðverja árið 1908

Árið 1908 lék Þýskaland sinn fyrsta opinbera A-landsleik gegn Sviss. Þýskaland tapaði þeim leik. Þegar fyrri heimsstyrjöldin braust út varð að leggja þurfti fótbolta til hliðar og eftir stríð var Þýskaland í fyrstu útilokað frá alþjóðaknattspyrnu.

Vinsældir fótboltans í Þýskalandi jukust gríðarlega fram á fjórða áratuginn þegar knattspyrna var langstærsta íþróttin. Stóru liðin á þessu tímabili voru SpVgg Greuther Fürth og 1. FC Nürnberg. Árið 1928 tók landsliðið aftur þátt í stórmóti þegar það tók þátt í Ólympíuleikunum í Amsterdam þar sem það datt úr leik eftir tap gegn Úrúgvæ.

1954 fyrsti Heimsmeistaratitillinn breyta

Árið 1950 tóku Þjóðverjar þátt á HM, landsliðið mætti Sviss í Stuttgart og sigraði 1-0. Þýskalandi hafði verið skipt í tvö ríki og Austur-Þýskaland lék sinn fyrsta landsleik í september 1952. Vestur-Þýskaland. Liðið æfði gríðarlega vel undir styrkri stjórn Sepp Herberger og mætti vel undirbúið fyrir heimsmeistarakeppnina í Sviss árið 1954 fyriliði liðsins á þessum tíma var Fritz Walter. Vestur-Þýskaland vann heimsmeistarakeppnina árið 1954 frekar óvænt eftir óvæntan sigur í úrslitaleik gegn Ungverjalandi. Sigurinn er oft kallaður „Das Wunder von Bern“ (undrið í Bern). Á heimsmeistarakeppninni í Svíþjóð árið 1958 komust Vestur-Þjóðverjar í undanúrslit, en töpuðu fyrir gestgjöfunum og framtíðar silfurverðlaunahöfum Svía með 1-3 og luku keppni í 4. sæti eftir að hafa tapað í bronsleiknum gegn Frökkum.

1960-1996: Stórveldi í alþjóðafótbolta breyta

1966 á heimsmeistaramótinu í Englandi tókst Vestur-Þjóðverjum að komast í úrslitaleik gegn Englandi, en töpuðu 4-2 í úrslitaleik. HM 1970 í Mexíkó var næsta stórmót sem Þjóðverjar tóku þátt í eftir að þeim mistókst að komast á Evrópumótið 1968, þar tókst þeim að tryggja sér silfur eftir 1-0 sigur á Úrúgvæ í bronsleiknum. Á næsta heimsmeistaramóti 1974, voru þeir gestgjafar. Á því móti mættu þeir í eina skiptið Austur-Þýskalandi, þar sem þeir töpuðu frekar óvænt 1-0, en eftir sterka sigra á móti Póllandi og Svíþjóð tókst þeim að tryggja sig í úrslit og að lokum að verða heimsmeistarar í annað sinn. Franz Beckenbauer lyfti heimsmeistarabikarnum fyrir framan 74.000 manns á Ólympíuleikvangnum í München. 1972 höfðu þeir orðið evrópumeistarar, þeir voru því heims og evrópumeistarar á þessum tíma. Á HM 1978 í Argentínu féllu þeir úr keppni í áttaliða úrslitum, sem voru gríðarleg vonbrigði. Væntingarnar fyrir heimsmeistarakeppninna á Spáni árið 1982 voru miklar. Eftir óvænt tap í opnunarleiknum gegn Alsír 1-2, fór Vestur-Þýskaland áfram eftir 1-0 sigur gegn Austurríki í síðasta leik riðlakeppninar. Í undanúrslitum átti sér stað umdeilt atvik þegar markvörður Þjóðverja Harald Schumacher slasaði alvarlega Battiston, leikmann Frakklands. Þetta varð til þess að velgengni liðsins féll í skuggann á þessu atviki. Vestur-Þýskaland komst í úrslitaleikinn. Í úrslitaleiknum töpuðu þeir þó gegn gríðalega sterku liði Ítala, 3-1.

 
HM 1974 4.júli 1974 í MÜnchen Vestur Þýskaland-Holland

Undankeppni evrópumótsins 1984 byrjaði ekki glæsilega, þar sem Þjóðverjar töpuðu tvisvar fyrir Norður-Írlandi. Eftir nauman 2-1 sigur gegn Albaníu í jöfnum leik komst liðið naumlega í lokakeppni Evrópumótsins. Á Evrópumeistaramótinu duttu þeir úr leik í riðlakeppninni. Eftir það mót varð ákveðin uppstokkun í liðinu og nýrri og yngri leikmenn fengu að spreyta sig eins og Rudi Völler sem þá var að stíga sín fyrstu skref í boltanum. Árangurinn lét ekki á sér standa, þeir komust örugglega í gegnum undakeppni HM 1986 og komust þar í úrslitaleikinn þar sem þeir náðu í silfur, þar sem þeir töpuðu fyrir steku liði Argentínu í úrslitaleiknum sem þá var með Diego Maradona í sínum röðum. Fjölmargir góðir leikmenn voru að koma upp á þessum árum nægir þar að nefna Jürgen Kohler, Jürgen Klinsmann og Thomas Hässler ásamt reyndari leikmönnum eins og Lothar Matthäus, Andreas Brehme og Pierre Littbarski komust þeir í undanúrslitin þegar á heimavelli árið 1988 en féllu úr leik eftir tap gegn nágrönnum sínum í Hollandi.

Árið 1990 komust Vestur-Þjóðverjar í þriðja sinn í röð í úrslitakeppni heimsmeistarakeppninnar. Þar slógu þeir meðal annara England á leið sinni úrslitaleikinn, þar sem þeir náðu að hefna fyrir tapið á HM 1986 og sigra Argentínu í úrslitaleiknum.

1996-2006: Misjafnt gengi breyta

Eftir vonbrigði á EM 1992 og HM 1994 varð ákveðin uppstokkun í liðinu, og á EM 1996 í Englandi komu nýir efnilegir leikmenn inní liðið eins og Oliver Kahn, Oliver Bierhoff. Mótið var vel heppnað og Þjóðverjum tókst að tryggja sér evrópumeistaratitilinn þar sem þeir slógu út England og Tékkland. HM 1998 og EM 2000 voru vonbrigði, sérstaklega evrópumótið, þar sem Þjóðverjar féllu úr leik í riðlakeppninni. Enn og aftur var stokkað upp í hópunum og nýir menn fengnir inn að þessu sinni var það Miroslav Klose. Hann kom inn með látum á HM 2002 í Suður-Kóreu og Japan, og skoraði m.a fjögur mörk í 8-1 sigurleik gegn Sádi Arabíu. Þjóðverjar spiluðu gríðarlega vel á þessu móti og komust í úrslitaleik, þar sem þeir töpuðu gegn sterku liði Brasilíumanna.

 
Þjóðverjar fagna heimsmeistaratitilinum árið 2014

2006-2016 Ný kynslóð og stöðugleiki í topp þrem breyta

Árið 2006 voru Þjóðverjar gestgafar á HM 2006 þar gekk þeim mjög vel og náðu í brons, á því móti spiluðu þeir gríðarlega góðan fótbolta, og margar af framtíðarstjörnum Þjóðverja hófu leik á því móti, nægir þar að nefna leikmenn eins og, Lukas Podolski, á þessu móti hófu Þjóðverjar í fyrsta sinn frá lokum Seinni heimsstyrjaldar að flagga þýska fánanum. Og gríðarleg stemning myndaðist í þýskalandi í kringum liðið. á EM 2008 komust þeir í úrslitaleikin þar sem þeir töpuðu fyrir Spánverjum. Á HM2010 endurtóku þeir leikinn og nældu sér í brons á þessu móti þeyttu margir nýjir leikmenn frumraun sína sem áttu eftir að verða lykilmenn í framtíðinni eins og Mesut Özil Manuel Neuer Thomas Müller og Sami Khedira. Á EM 2012 duttu þeir út í undanúrslitum gegn ítölum þar sem Mario Balotelli gerði bæði mörk ítalíu. Á HM 2014 í Brasilíu voru gerðar mikla væntingar og undir þeim stóðu leikmenn því liðinu tókst að tryggja sér sinn fyrsta heimsmeistaratitil frá árinu 1990, og sinn fyrsta titil á stórmóti frá árinu 1996. Á því móti sigruðu þeir Brasilíu 7-1 í frægum leik, og unnu gríðarlega sterk lið Argentínu með Lionel Messi innanborðs. Í úrslitaleik skoraði Mario Götze þar sigurmarkið í framlengingu. EM 2016 voru mikil vonbrigði eftir velgengni undanfarinna ára, þar sem Þjóðverjar féllu úr leik gegn sterku liði Frakka 2-0.

2016-Uppstokkun breyta

Eftir vonbrigði á EM 2016 og HM 2018 var ákveðið að stokka upp í liðinu og mikilvægir leikmenn eins og Mesut Özil og Thomas Müller látnir fara.

Árangur á stórmótum breyta

EM í knattspyrnu breyta

Ár Gestgjafar Árangur
EM 1972   Belgía Gull
EM 1976   Júgóslavía Silfur
EM 1980   Ítalía Gull
EM 1984   Frakkland Riðlakeppni
EM 1988   Þýskaland Brons
EM 1992   Svíþjóð Silfur
EM1996  England Gull
EM 2000   Belgía &   Holland Riðlakeppni
EM 2004   Portúgal Riðlakeppni
EM 2008   Austurríki &   Sviss Silfur
EM 2012   Pólland &   Úkraína Brons
EM 2016   Frakkland Brons
EM 2021  Evrópa 16. liða úrslit

HM Árangur breyta

Ár Gestgjafar Árangur
HM 1934   Ítalía Brons
HM 1938   Frakkland Riðlakeppni
HM 1950   Brasilía Bannað að taka þátt
HM 1954   Sviss Gull
HM 1958   Svíþjóð 4. sæti
HM 1962   Síle 8. liða úrslit
HM 1966   Bretland Silfur
HM 1970   Mexíkó Brons
HM 1974   Þýskaland Gull
HM 1978  Argentína Milli riðill
HM 1982   Spánn Silfur
HM 1986   Mexíkó Silfur
HM 1990   Ítalía Gull
HM 1994   Bandaríkin 8. liða úrslit
HM 1998   Frakkland 8. liða úrslit
HM 2002   Suður-Kórea &   Japan Silfur
HM 2006   Þýskaland Brons
HM 2010   Suður-Afríka Brons
HM 2014   Brasilía Gull
HM 2018   Rússland Riðlakeppni
HM 2022   Katar Riðlakeppni

Flestir leikir breyta

 
Lothar Matthäus lék 150 landsleiki og fór á níu stórmót fyrir Þýskaland, og var fyrirliði liðsins þegar það sigraði HM 1990.
  1. Lothar Matthäus: 150
  2. Miroslav Klose: 137
  3. Lukas Podolski: 130
  4. Bastian Schweinsteiger: 121
  5. Philipp Lahm: 113

Flest mörk breyta

  1. Miroslav Klose: 71
  2. Gerd Müller: 68
  3. Lukas Podolski: 49
  4. Rudi Völler: 47
  5. Jürgen Klinsmann: 47

Þjálfarar breyta

 
Sepp Herberger var landsliðsþjálfari í 18 ár.
2021- Hansi Flick
2006-2021 Joachim Löw
2004–2006 Jürgen Klinsmann
2000–2004 Rudi Völler
1998–2000 Erich Ribbeck
1990–1998 Berti Vogts
1984–1990 Franz Beckenbauer
1978–1984 Jupp Derwall
1964–1978 Helmut Schön
1950–1964
1938–1942
Sepp Herberger*
1923–1938 Otto Nerz

Aðstoðarþjálfarar breyta

Þekktir leikmenn sem hafa spilað fyrir Þýskaland breyta

 
Lukas Podolski spiaði sinn fyrsta landsleik 19 ára gamall árið 2004.
 
Bernd Schneider hefur stundum fengið að kíkja á æfingar hjá þýska landsliðinu.