1932
ár
(Endurbeint frá Desember 1932)
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1932 (MCMXXXII í rómverskum tölum)
Á Íslandi
breyta- 2. janúar-26. mars - Vegna kreppunnar buðu söfnuðirnir í Reykjavík upp á ókeypis máltíðir í Franska spítalanum. Einnig fengu fátæk heimili mjólkursendingar. Starfinu var haldið áfram frá 8. október og fram í febrúar næsta árs.
- 17. janúar - Eimskipafélag Reykjavíkur var sett á fót.
- 21. janúar - Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis var stofnaður.
- Vor - Skólavarðan var rifin á Skólavörðuholti. Styttan af Leifi Eiríkssyni kom í staðinn.
- 28. maí - Ungmennasambandið Úlfljótur var stofnað í Skaftafellssýslum.
- Í júní - Styttan af Leifi heppna kom til landsins og var sett upp á Skólavörðuholti.
- 2. september - Fyrsti maðurinn var grafinn í Fossvogskirkjugarði.
- 9. nóvember - Gúttóslagurinn í Reykjavík. Áheyrendur hlupu upp bæjarstjórnarfundi í Góðtemplarahúsinu vegna ákvörðunar bæjarstjórnar að lækka laun í atvinnubótavinnu.
- Fyrri hluti Sölku Völku eftir Halldór Laxness kom út.
- Sápuverksmiðjan Sjöfn var stofnuð á Akureyri.
- Þróttur Vogum var stofnað.
- Kvikmyndaeftirlit ríkisins tók til starfa.
- Kassagerð Reykjavíkur var stofnuð.
- Félag íslenskra hljómlistarmanna var stofnuð.
Fædd
- 11. janúar - Guðmundur Georgsson, læknir og friðarsinni (d. 2010).
- 16. janúar - Árni Björnsson, þjóðháttafræðingur.
- 14. febrúar - Haukur Sigurður Tómasson, jarðfræðingur.
- 24. maí - Stefán Sigurður Guðmundsson, stjórnmálamaður (d. 2011).
- 7. júlí - Ólafur G. Einarsson (d. 2023), alþingismaður og menntamálaráðherra.
- 24. júlí - Guðmundur E. Sigvaldason, jarðfræðingur (d. 2004).
- 16. október - Guðbergur Bergsson, rithöfundur. (d. 2023)
- 25. október - Oddur Björnsson, leikskáld (d. 2011).
- 13. nóvember - Steinn Guðmundsson, íslenskur knattspyrnumaður (d. 2011).
- 21. nóvember - Jakobína Valdís Jakobsdóttir, skíðakona.
- 21. desember - Hringur Jóhannesson, myndlistarmaður (d. 1996).
Dáin
- 28. mars - Arinbjörn Sveinbjarnarson, bókbindari og bæjarfulltrúi (f. 1866).
Erlendis
breyta- 4. febrúar - Vetrarólympíuleikarnir 1932 fóru fram í New York-fylki.
- 18. febrúar - Japan lýsti því yfir af Mandsjúkó (Mansjúría) væri sjálfstætt frá Kína.
- 2. mars - Mäntsälä-uppreisnin í Finnlandi: Misheppnað valdarán finnsku Lapua-fasistahreyfingarinnar.
- 13. apríl - Heinrich Brüning kanslari Þýskalands bannaði SA og SS-sveitirnar. Banninu er aflétt í júní.
- 7. maí - Paul Doumer, forseti Frakklands, var myrtur af rússneskum fasista.
- 16. maí - Óeirðir meðal múslima og hindúa í Mumbai urðu til þess að þúsundir létust.
- 25. maí - Guffi birtist fyrst sem teiknimyndapersóna Disney.
- 5. júlí - António de Oliveira Salazar varð einráður í Portúgal næstu 36 árin.
- 30. júlí - Sumarólympíuleikarnir 1932 hófust.
- 31. júlí - Nasistaflokkurinn varð stærsti flokkurinn á þýska þinginu, Reichstag, og hlaut 37% atkvæða.
- 6. ágúst - Kvikmyndahátíðin í Feneyjum var haldin í fyrsta sinn.
- 18. ágúst - Auguste Piccard fór í 16.197 metra hæð í loftbelg.
- 9. september - Chaco-stríðið milli Paragvæ og Bólivíu hófst.
- 22. september - Hungursneyðin í Sovét-Úkraínu hófst: Milljónir sultu á næstu 2 árum.
- 23. september - Ibn Sád varð konungur Sádi-Arabíu þegar Sádi-Arabía verður til með sameiningu landsins og konungsríkinu Hejaz og Nejd.
- 8. nóvember - Forsetakosningar í Bandaríkjunum fóru fram.
- 9. nóvember - Fellibylur fór um Kúbu og 2.500 létust.
- Knattspyrnufélögin Danubio F.C. í Úrúgvæ, 1. FC Kaiserslautern í Þýskalandi, FC Metz í Frakklandi, Wigan Athletic F.C. í Englandi voru stofnuð.
- Lego var stofnað.
- Sydneyhafnarbrúin var opnuð.
- Aldous Huxley gaf út Veröld ný og góð (Brave New World).
Fædd
- 14. janúar - Carlos Borges, úrúgvæskur knattspyrnumaður (d. 2014).
- 27. febrúar - Elizabeth Taylor, bandarísk leikkona (d. 2011).
- 18. mars - John Updike, rithöfundur (d. 2009).
- 18. apríl - Nic Broca, belgískur teiknari (d. 1993).
- 20. júlí - Paik Nam-june, Suður-Kóreskur listamaður, oft talinn upphafsmaður svokallaðrar myndbandslistar (d. 2006).
- 31. júlí - John Searle, bandarískur heimspekingur.
- 17. ágúst - V.S. Naipaul, indverskur rithöfundur og Nóbelsverðlaunahafi (d. 2018)
- 27. október - Sylvia Plath, bandarískt ljóðskáld, rithöfundur og smásagnahöfundur (d. 1963).
Dáin
- Eðlisfræði - Werner Karl Heisenberg
- Efnafræði - Irving Langmuir
- Læknisfræði - Sir Charles Scott Sherrington, Edgar Douglas Adrian
- Bókmenntir - John Galsworthy
- Friðarverðlaun - Voru ekki veitt þetta árið