Guffi

teiknimyndapersóna Disney

Guffi er teiknimyndapersóna sem Walt Disney skapaði og er einn af bestu vinum Mikka Mús og Andrésar Andar. Hann er hávaxinn hundur sem er oftast í rúllukragapeysu og vesti, með buxum, skóm og auðvitað hvítum hönskum og hatt. Hann er klaufalegur og virðist vera frekar heimskur en hann er klár og mjög góðhjartaður, hann er bara frekar óheppinn.

Í dag er persónan best þekkt sem Guffi, en áður en það nafn varð til var hann þekktur sem Dippy Dawg og í kringum 1950 var hann kallaður George Geef, eða G.G og gefið í skyn að Guffi væri bara gælunafn.

Ferill

breyta

Guffi kom fyrst fram í teiknimyndinni Mickey's Revue árið 1932 og var eftir það í aukahlutverki í myndum um Mikka og Andrés. 1939 var hann þó í aðalhlutverkið í nokkrum stuttum teiknimyndaseríum sem urðu mjög vinsælar. Til að byrja með var hann aðeins í sjónvarpi og teiknimyndasögum en árið 1983 fékk hann í fyrsta skipti í teiknimynd í fullri lengd, Mickey's Christmas Carol.

Árið 1995 fékk Guffi sína eigin kvikmynd, A Goofy Movieá íslensku, Guffagrín. Guffi hefur verið mikið í sjónvarpsþáttum, eins og Goof Troop (1992-1993), House of Mouse (2001-2003) og Mickey Mouse Clubhouse (2006-2016). Guffi á son sem heitir Max og hefur hann verið með honum í sjónvarpsþáttunum Goof Troops, A Goffy Movie og An Extremely Goofy Movie.

   Þessi menningargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.