Lego
Lego er danskur leikfangaframleiðandi í eigu fjölskyldu, með höfuðstöðvar í Billund. Upprunalega framleiddi fyrirtækið hágæðaleikföng úr tré en síðustu fjörutíu ár hefur það framleitt plastkubba. Fyrirtækið var stofnað árið 1932.
Nafnið „Lego“ er stytting á dönsku orðunum „LEg GOdt“ (leikið vel). Það þýðir líka „ég vel“ (eða „ég safna“ eða „ég les“) á latínu. Þessar víðari þýðingar fengu fyrst merkingu þegar fyrirtækið byrjaði að framleiða plastkubba með tökkum, sem hægt var að setja saman.
Kvikmynd
breyta- Lego-myndin (2014)
- The Lego Batman Movie (2017)
- The Lego Ninjago Movie (2017)
- Lego-myndin 2 (2019)
- Piece by Piece (2024)