Football Club de Metz (FC Metz) er franskt íþróttafélag frá Metz. Það var stofnað árið 1932 og keppir í næstefstu deild frönsku knattspyrnunnar eftir að hafa fallið úr Ligue 1 veturinn 2017-18. Félagið hefur lengst af í sögu sinni verið í efstu deild án þess þó að verða Frakklandsmeistari. Það hefur tvívegis unnið bæði frönsku bikarkeppnina og deildarbikarkeppnina.

Football Club de Metz
Fullt nafn Football Club de Metz
Stofnað 1932
Leikvöllur Stade Saint-Symphorien
Stærð 26671
Stjórnarformaður Bernard Serin
Knattspyrnustjóri Frédéric Antonetti
Deild Ligue 2
2022-23 ?.
Heimabúningur
Útibúningur

FC Metz er eitt elsta atvinnuknattspyrnulið Frakklands, en það var stofnað árið 1932 við samruna tveggja áhugamannaliða í borginni. Sögu félagsins má þó rekja enn lengra aftur eða til ársins 1905 en þá var stofnað félagið SpVgg Metz club, sem tók þátt í meistaramótum í Þýskalandi enda tilheyrði Metz þýska ríkinu fyrir fyrri heimsstyrjöldina. Hluti leikmanna þess félags gekk síðar til liðs við Cercle Athlétique Messin, forvera FC Metz og eins öflugasta knattspyrnuliðs í Lorraine á þriðja áratugnum. Félagið vann sér í fyrsta sinn sæti í efstu deild í Frakklandi árið 1935. Á stríðsárunum lét hernámslið Þjóðverja breyta nafni félagsins í FV Metz upp á þýsku, en fyrra heiti var tekið upp að nýju strax að stríðinu loknu.

Árið 1984 vann FC Metz sinn fyrsta stóra titil með 2:0 sigri á AS Monaco FC í framlengdum úrslitaleik bikarkeppninnar. Fyrir vikið komst félagið í Evrópukeppni í fyrsta sinn. Mótherjarnir í fyrstu umferð Evrópukeppni bikarhafa voru stórliðið FC Barcelona. Eftir 2:4 tap á heimavelli kom Metz mjög á óvart með því að sigra 1:4 á Camp Nou og fór þar með áfram í keppninni. Metz varð bikarmeistari í annað sinn árið 1988.

Leiktíðina 1997-98 náði Metz sínum besta árangri í sögunni þegar félagið hafnaði í öðru sæti, með jafnmörg stig en lakari markatölu en RC Lens. Um þær mundir varð félagið frægt fyrir öflugt unglingastarf sem gat af sér hverja stórstjörnuna á fætur annarri. Upp úr aldamótum tók að halla undan fæti hjá félaginu. Það féll alla leið niður í þriðju efstu deild, en hefur rokkað milli tveggja efstu deildanna síðustu árin.

Tengill

breyta
   Þessi knattspyrnugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.