Skólavörðuholt
Skólavörðuholt (stundum nefnt Holtið af íbúum þess; hét áður Arnarhólsholt) er hæð austan við Tjörnina í Reykjavík og er hæsti punktur í miðborg Reykjavíkur. Efst á Skólavörðuholti er Hallgrímskirkja, helsta kennileiti borgarinnar, og fyrir framan hana er stytta af Leifi Eiríkssyni sem Bandaríkjamenn gáfu Íslendingum í tilefni af Alþingishátíðinni 1930. Skólavörðustígur liggur til austurs upp á holtið frá mótum Bankastrætis og Laugavegar.
Skólavörðuholt hét upphaflega Arnarhólsholt þar sem það er fyrir ofan Arnarhól og var stórgrýttur melur með jökulurð og gott berjaland áður en þar var byggt. Vesturhlíð hæðarinnar er kölluð Þingholt eftir bæ sem þar stóð áður fyrr. Núverandi nafn sitt fékk holtið eftir að Skólavarðan var reist þar árið 1793 en hana reistu skólapiltar úr Hólavallarskóla. [1]
Eitt og annaðBreyta
- Á Skólavörðuholti stóð áður fyrr Listvinahúsið, en þar hélt Guðmundur frá Miðdal til og steypti þar rjúpur, fálka og ketti úr leir og brenndi í ofni. Kjarval vann þar líka um tíma. [2]
- Á fimmta, sjötta og jafnvel sjöunda áratug 20. aldar tíðkaðist það að selja bíla við styttuna af Leifi Eirikssyni. Menn sem vildu selja bíla sína auglýstu þá til sýnis „við Leifsstyttuna“ á einhverjum tíma dagsins. [3] [4]
Tengt efniBreyta
- Listasafn Einars Jónssonar (Hnitbjörg)
- Steinkudys
- Tækniskólinn (áður Iðnskólinn í Reykjavík)