Eimskipafélag Reykjavíkur
Eimskipafélag Reykjavíkur var íslenskt skipafélag stofnað 1932. Þetta var annað íslenska skipafélagið sem stofnað var, hitt var Eimskipafélag Íslands árið 1914. Eimskipafélag Reykjavíkur eignaðist þrjú skip: Öskju, Kötlu og Heklu sem var skotin niður í stríðinu. Rekstur þess var samofinn Eimskipafélagi Íslands og runnu skipafélögin tvö saman.