Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis

Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis oftast stytt í skammstöfunina SPRON (enska: Reykjavik Savings Bank) var íslenskur banki. Hann rak níu útibú, öll á höfuðborgarsvæðinu.

SPRON
Rekstrarform Almenningshlutafélag
Stofnað 5. mars 1932
Staðsetning Reykjavík, Ísland
Lykilpersónur Guðmundur Hauksson, forstjóri
Starfsemi Bankastarfsemi
Hagnaður e. skatta 3,287 milljónir kr. (2007)[1]
Eiginfjárhlutfall 13,4% (2007)[1]
Starfsfólk 280 (ásamt dótturfélögum)
Vefsíða www.spron.is

Á fyrsta ársfjórðungi 2008 tapaði SPRON 8,8 milljörðum kr. eftir skatta.[2] Þetta var tilkynnt eftir að hlutabréfaverð, m.a. í Exista, fyrirtæki sem er í krosseignarhaldi hjá SPRON, höfðu fallið frá áramótum. Þá hófust umræður við Kaupþing banka um hugsanlega sameiningu.[3] Talið var að krosseignarhaldið á Exista gæti flækt fyrir sameiningunni.[4] SPRON var að endingu þjóðnýttur árið 2009 vegna efnahagskreppunnar á Íslandi. Flestar eignir SPRON voru færðar yfir á Nýja Kaupþing banka.

Saga breyta

Sparisjóðurinn var upphaflega stofnaður þann 5. mars árið 1932, starfsemi bankans hófst 28. apríl sama ár. Á fyrsta starfsdeginum voru 70 sparisjóðsbækur gefnar út.[5] Sparisjóðurinn var til húsa hjá frú Þóru Magnússon við Hverfisgötu í miðbæ Reykjavíkur.[6] Í frétt Morgunblaðsins þann 1. maí (Verkalýðsdeginum) var sagt um sparisjóðinn:

Sparisjóðsstofnun þessi mun hafa vakið marga til umhugsunar um það, hve hjákátlega lítið því hefir verið sint á undanförnum árum, að örfa almenning til að safna fje í sparisjóði. Við allan atvinnurekstur landsmanna vantar reksturfje. En þeir menn, sem veita þjóðinni ódýrasta rekstursfjeð, með því að leggja í sparisjóð, eru ofsóttir á allar lundir. Löggjafarvaldið leggur sig í framkróka, til þess að ná sem mestu í skatta af sparifjáreigendum, í stað þess, ef forsjá rjeði í þessu land. þá ættu sparifjáreigendur, sem leggja fje sitt á borð með sjer í búskap þjóðarinnar, að eiga vísa vernd og aðhlynning stjórnarvaldanna.[6]

Tilvísanir breyta

  1. 1,0 1,1 „Ársskýrsla SPRON 2007“ (pdf).
  2. „Afkoma SPRON hf. á fyrsta ársfjórðungi 2008“. 30. apríl 2008.
  3. „Kaupþing og SPRON hefja sameiningarviðræður“. 30. apríl 2008.
  4. „Sameining SPRON og Kaupþings rædd“. RÚV. 2. maí 2008.
  5. „Dagbók Morgunblaðsins“. Morgunblaðið. 3. maí 1932.
  6. 6,0 6,1 „Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis“. Morgunblaðið. 1. maí 1932.

Tenglar breyta