Hannes Þór Halldórsson

Hannes Þór Halldórsson (27. apríl 1984) er fyrrum knattspyrnumarkvörður og kvikmyndargerðarmaður og leikstjóri. Hannes spilaði með A-landsliði Íslands frá 2011 til 2021 og var með liðinu á EM 2016 og HM 2018.

Hannes Þór Halldórsson
Upplýsingar
Fullt nafn Hannes Þór Halldórsson
Fæðingardagur 27. apríl 1984 (1984-04-27) (40 ára)
Fæðingarstaður    Reykjavík, Ísland
Hæð 1,94 m
Leikstaða Markmaður
Meistaraflokksferill1
Ár Lið Leikir (mörk)
2002-2004 Leiknir 3 (0)
2005 Afturelding 18 (0)
2006 Stjarnan 18 (0)
2007-2010 Fram 84 (0)
2011-2013 KR 63 (0)
2012 Brann (lán) 1 (0)
2014-2015 Sandnes Ulf 45 (0)
2015-2016 NEC 8 (0)
2016 FK Bodø/Glimt (lán) 14 (0)
2016-2018 Randers FC 65 (0)
2018-2019 Qarabağ FK 4 (0)
2019-2021 Valur 58 (0)
Landsliðsferill
2011-2021 Ísland 77 (0)

1 Leikir með meistaraflokkum og mörk
talið í aðaldeild liðsins.

Hannes með útspark (2014).

Ferill

breyta

Ferill á Íslandi

breyta

Hannes lét með yngri flokkum Leiknis og KR. Hann spilaði með meistaraflokki Aftureldingar í 2. deildinni 2005 svo gekk hann til liðs við Stjörnuna 2006 og spilaði þá í 1. deildinni. Síðar gekk hann í lið við Fram árið 2007 og var þar til ársins 2010.

Hannes gekk til liðs við KR hinn 28. október 2010. Hann var aðalmarkvörður félagsins í þrjú ár. Á þeim tíma varð hann Íslandsmeistari með KR árin 2011 og 2013, og bikarmeistari með félaginu árin 2012 og 2013 þegar KR vann tvöfalt síðara tímabilið.

Ferill erlendis

breyta

Hannes fór utan árið 2013 og spilaði með Sandnes ULF Í Noregi. Hann var í láni frá NEC Nijmegen í Hollandi til FK Bodø/Glimt, Noregi, fyrri hluta árs 2016 en í júlí gerði hann þriggja ára samning við danska félagið FC Randers [1] Eftir HM í Rússlandi hélt Hannes til aserska liðsins Qarabağ FK.

Endurkoma til Íslands

breyta

Eftir 6 ár erlendis ákvað Hannes að snúa aftur heim og gerði hann 4 ára samning við Val vorið 2019. [2]

Hannes yfirgaf Val í nóvember 2021. Hann lagði svo hanskana á hilluna í mars 2022.

Landsliðsferill

breyta
 
Hannes við að verja víti frá Messi.

Hannes hóf að spila með landsliðinu árið 2011. Hann varði fleiri skot en nokkur annar markmaður í riðlakeppninni í Evrópumótinu í Frakklandi 2016 eða 18 skot.[3]. Hannes varði vítaspyrnu frá Lionel Messi á heimsmeistaramótinu í Rússlandi árið 2018 og var valinn maður leiksins.

Hannes varð leikjahæsti markmaður landsliðsins í mars 2021. [4]

Hann lagði hanskana á hilluna með landsliðinu 2021 og hafði hann þá spilað 77 landsleiki fyrir Ísland.

Kvikmyndagerð

breyta

Utan knattspyrnu hefur Hannes starfað við kvikmyndagerð og hefur meðal annars gert myndband við framlag Íslands í Eurovision 2012. Hann gerði einnig sjónarpsþáttaröðina Mannasiðir Gillz og fjölda auglýsinga.

Hannes samdi og leikstýrði myndinni Leynilögga (2021).

Tilvísanir

breyta
  1. Hannes til Randers Rúv, skoðað 15. júlí, 2016.
  2. Hannes genginn í raðir Vals Mbl.is, skoðað 9. apríl, 2019.
  3. Ótrúleg tölfræði um íslenska liðið á EM Rúv, skoðað 1. júlí, 2016.
  4. Hannes orðinn leikjahæsti markvörður Íslands frá upphafi Fótbolti.net, skoðað 26. mars 2021.