Stéphane Udry
Stéphane Udry (f. 1961) er svissneskur stjörnufræðingur sem starfar við Stjörnuathugunarstöðina í Genf. Hann hefur einkum fengist við leit að reikistjörnum utan sólkerfisins. Hann og teymi undir hans stjórn uppgötvuðu lífvænlega reikistjörnu, Gliese 581d, í lífvænlega belti stjörnunnar Gliese 581, í um 20 ljósára fjarlægð, í stjörnumerkinu Voginni. Hann leiddi líka teymið sem uppgötvaði aðra lífvænlega reikistjörnu, HD 85512 b.