Káinn (skírður Kristján Níels Júlíus Jónsson en nefndur K.N. eða Káinn) (7. apríl 185925. október 1936) var vestur-íslenskt skáld, aðallega þekkt fyrir kersknar og fyndnar ferskeytlur sínar. Káinn fluttist 18 ára til Kanada og starfaði lengst af í vesturheimi sem landbúnaðarverkamaður en undir lokin sem grafari í sinni sveit. Fyrst í Winnipeg og síðan í Duluth og Norður-Dakóta. Káinn var drykkfelldur, en vinsæll hagyrðingur, enda snöggkvæður og fyndinn.

Dr. Stefán Einarsson skrifar í Bókmenntasögu sinni, að þekking Káins á íslenskum skáldskap, „ekki síst hinum íslensku meisturum, og beint samband hans við ameríska kímni, gerði hann að kímniskáldi, og átti hann sem slíkur engan sinn líka og það eigi aðeins meðal landa í Vesturheimi, heldur líka á Íslandi.“

Dæmi um lausavísur KáinsBreyta

Lesið hef ég lærdómsstef, þótt ljót sé skriftin,
og síst ég efa sannleikskraftinn
að sælla er að gefa en þiggja - á kjaftinn.


Góður betri, bestur
burtu voru reknir,
illur verri verstur,
voru aftur teknir

HeimildBreyta

  • Kristján N. Júlíus (K.N.) (1945). Kviðlingar og kvæði. Richard Beck.

TenglarBreyta

   Þessi æviágripsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.