Alþingiskosningar 1959 (október)

Seinni alþingiskosningar 1959 voru haldnar eftir að þingið hafði samþykkt kjördæmabreytingu. Í fyrsta skiptið var kosið eftir landshlutum en ekki sýslum og bæjum. Reykjavík var þó áfram eigið kjördæmi. Þingmönnum var einnig fjölgað úr 52 í 60.

Kosningarnar voru haldnar 25.-26. október 1959 og kosningaþátttaka var 90,4%. Að loknum kosningum mynduðu Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðuflokkurinn hina langlífu Viðreisnarstjórn, með tæpum þingmeirihluta þó. Þetta voru seinustu kosningarnar sem Þjóðvarnarflokkurinn bauð fram undir eigin merkjum.

Niðurstöður

breyta

Niðurstöður kosninganna voru þessar:

Flokkur Formenn Atkvæði % +/- Þingmenn +/-
Alþýðuflokkurinn Emil Jónsson 12.909 15,2 +2,7 9 +3
Framsókn Hermann Jónasson 21.882 25,7 -1,5 17 -2
Sjálfstæðisflokkurinn Ólafur Thors 33.800 39,7 -2,8 24 +4
Alþýðubandalagið Hannibal Valdimarsson 13.621 16,0 +0,8 10 +3
Þjóðvarnarflokkurinn 2.883 3,4 +0,9 0
Alls 85.095 100 60 +8


Fyrir:
Alþingiskosningar 1959 (júní)
Alþingiskosningar Eftir:
Alþingiskosningar 1963

Heimildir

breyta

Tengt efni

breyta

Kosningasaga