Sveinbjörn Ásgeir Egilson
Sveinbjörn Ásgeir Egilson (1863 – 25. október 1946) var sjómaður, rithöfundur og ritsjóri sjómannablaðsins Ægis í 23 ár. Hann var sonur Þorsteins Sveinbjarnarsonar Egilson og fyrri eiginkonu hans, Arndísar Ásgeirsdóttur. Sveinbjörn var giftur Elínu Egilson.
Í danska blaðinu Börsen birtist árið 1937 löng grein um Sveinbjörn í tilefni af því að hann hafði látið af ritstjórn Ægis. Sagði í greininni, að í þau 23 ár, sem hann var ritstjóri hafi hann sýnt framúrskarandi hæfileika til þess að gera lesendum sínum ljóst, hvað verða megi til þess að efla hag og framþróun fiskimálanna.[1]