Katy Perry

Katheryn Elizabeth Hudson (fædd 25. október 1984, betur þekkt undir listamannsnafninu Katy Perry), er bandarísk söngkona og lagahöfundur. Perry fæddist í Santa Barbara í Kaliforníu og voru foreldrar hennar prestar. Hún ólst upp við að hlusta á gospeltónlist og söng í kirkju sem barn. Eftir að hafa klárað GED-próf fyrsta árið í menntaskóla (e. "highschool") byrjaði hún að vinna að tónlistarferlinum. Hún gaf út sjálftitlaða gospel-plötu árið 2001 undir nafninu Katy Hudson en platan náði engum vinsældum. Hún tók upp plötu og kláraði meirihlutann af sólóplötu á árunum 2004-2005 en hvorug platan kom út.

Katy Perry
Katy Perry
Fædd Katheryn Elizabeth Hudson
25. október 1984 (1984-10-25) (36 ára)
Fáni Bandaríkjana Santa Barbara, Kalifornía, USA
Þekkt fyrir Söngkona
Starf/staða Tónlistarmaður, lagahöfundur

Eftir að hafa skrifað undir samning við Capitol Music Group árið 2007, fjórða fyrirtækið á sjö árum, fékk hún sér sviðsnafnið Katy Perry og gaf út fyrstu Internet-smáskífuna sína, Ur So Gay, í nóvember sama ár og fékk lagið mikla athygli en lenti ekki á neinum listum. Hún varð fræg þegar hún gaf út aðra smáskífuna sína, I Kissed a Girl árið 2008 sem toppaði alla bandaríska lista. Fyrsta hefðbundna sólóplata Perry, One of the Boys, kom út sama ár og var í 33. sæti yfir best seldu plötur heims árið 2008. Platan fór í platínusölu; I Kissed a Girl og önnur smáskífan, Hot N Cold, fóru báðar í margfalda platínumsölu. Hún varð þekkt fyrir að klæðast óhefðbundnum kjólum, blandi af litum og eldri tísku. Næsta plata hennar, Teenage Dream, kemur út í ágúst 2010.

Perry átti í löngu ástarsambandi við Travis McCoy og var gift leikaranum Russell Brand í 1 ár. Þau skildu árið 2011.

ÆskaBreyta

Katy Perry fæddist sem Katheryn Elizabeth Hudson í Santa Barbara, Kaliforníu. Hún er annað barn foreldra sinna en þau eru bæði prestar. Katy á eldri systur og yngri bróður. Móðir hennar hetir Mary Hudson (áður Perry) og ólst hún upp í S-Kaliforníu. Frænka og frændi Katy í móðurættina voru handrithöfundurinn Eleanor Perry og leikstjórinn Frank Perry. Perry er af portúgölskum og þýskum ættum.

Perry tengdist prestsstörfum foreldra sinna náið. Hún söng í kirkjunni þeirra þegar hún var 9-17 ára. Hún ólst upp við að hlusta á gospeltónlist og var ekki leyft að hlusta á það sem móðir hennar kallaði „veraldlega tónlist“. Perry gekk í kristilega skóla og fór í kristnar sumarbúðir. Sem barn lærði hún að dansa í afþreyingarbúðum á Santa Barbara. Kennararnir voru vel menntaðir og byrjaði hún á að læra swing, Lindí hopp, og jitterbug. Hún tók GED-próf eftir fyrsta árið í menntaskóla og ákvað að hætta í skóla til að láta reyna á feril í tónlist. Perry byrjaði upphaflega að syngja „vegna þess að ég var á þeim tímapunkti í æskunni þar sem ég var að herma eftir systur minni og gerði allt sem hún gerði.“ Systir hennar æfði sig með kasettum og Perry hlustaði á þessar kasettur sjálf þegar systir hennar var ekki heima. Hún æfði lög og flutti þau fyrir foreldra sína sem lögðu til að hún myndi fara í söngtíma. Hún greip tækifærið og byrjaði í tímum 9 ára og hætti 16 ára. Hún skráði sig í tónlistarakademíuna á Santa Barbara og lærði ítalskan óperusöng í stuttan tíma.